„Á erfitt með að trúa því sjálfur hvað hefur gerst undanfarnar vikur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2023 08:31 Þengill Orrason hefur skorað tvö mikilvæg mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í Bestu deildinni. Stöð 2 Sport Þengill Orrason hafði ekki spilað eina mínútu í efstu deild þegar úrslitakeppnin hófst á dögunum. Nú nokkrum vikum síðar er þessi átján ára strákur í lykilhlutverki í að bjarga Framliðinu frá falli. Þengill tryggði Fram afar dýrmætan 1-0 sigur á KA í neðri hluta Bestu deildarinnar um helgina og hann hafði áður skorað mikilvægt jöfnunarmark á móti ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Þessi fjögur stig sjá til þess að Fram situr ekki í fallsæti. Þengill er þó ekki að spila sem framherji heldur í vörninni og hélt því líka, ásamt félögum sínum, hreinu í KA-leiknum. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Þengil í gær og ræddi við hann um óvæntan endi á fótboltasumrinu hans. Hver er Þengill Orrason og hvernig komst hann í þessa stöðu? „Ég á pínu erfitt með að útskýra það sjálfur. Ég átti ekki von á því að ég myndi koma inn í þessum kringumstæðum. Þetta var gerðist og ég á erfitt með að trúa því sjálfur hvað hefur gerst undanfarnar vikur,“ sagði Þengill Orrason. Þengill spilaði ekkert í deildarkeppninni í sumar en fékk svo kallið frá Ragnari Sigurðssyni þjálfara. Þengill Orrason í fyrsta leiknum sínum á móti HK í Kórnum.Vísir/Hulda Margrét Nýbúinn að kaupa miða á Verslóball „Það voru meiðsli í liðinu þarna á undan. Ég mæti á æfingu á miðvikudegi í vikunni fyrir HK-leikinn. Ég var nýbúinn að kaupa miða á nýnemaball í Versló. Ég mætti þarna á æfingu og Raggi tekur mig aðeins til hliðar og segir: Það er ansi líklegt að þú sért að fara að starta á móti HK. Þannig að vertu tilbúinn að þú æfir með okkur restina af vikunni,“ sagði Þengill. „Maður brosti en kíkti svo niður á hendina og sá armbandið sem ég fékk fyrir ballið. Jújú, ég er að fara að spila í Bestu deildinni,“ sagði Þengill en þurfti hann að sleppa ballinu. „Nei ég fór á ballið en maður passaði sig alveg. Ég var ekkert mikið í því að hoppa og skoppa. Ég var bara til hliðar og að syngja kannski með,“ sagði Þengill þannig að Ragnar þjálfari eyðilagði nýnemaballið fyrir hann. „Jú en ég fékk að spila í bestu deildinni og fannst ég standa mig nokkuð vel. Ég myndi ekki skipta þessu út því þetta er búið að vera mjög gaman,“ sagði Þengill. Fékk tíma til að undirbúa sig „Ég fékk að vita þetta tímanlega eða daginn fyrir. Ég fékk því smá tíma til að undirbúa mig. Ég var ógeðslega stressaður fyrir þennan leik en náði að tengja nokkrar góðar sendingar í byrjun. Síðan var þetta eins og hver annar leikur. Sem betur fer þá gerði ég engin mistök og það hjálpa mjög mikið. Þá stendur maður sig vel sem varnarmaður ef maður gerir engin mistök,“ sagði Þengill. Svava spurði hann út í fyrsta markið hans í efstu deild sem kom út í Eyjum. „Við vorum 2-1 undir á móti ÍBV og það hefði verið mjög súrt að tapa þessum leik. Ég er ógeðslega ánægður að hafa skorað þetta mark og get varla sagt eitthvað annað,“ sagði Þengill en hann hlýtur að vera kominn til að vera í meistaraflokknum. „Það er bara markmiðið núna númer eitt, tvö og þrjú. Festa mig bara í byrjunarliðinu. Vonandi heldur þetta bara áfram, gott gengi hjá mér og hjá liðinu í heild sinni. Vonandi klárum við þetta á laugardaginn með góðum sigri og höldum okkur í Bestu deildinni,“ sagði Þengill. Ragnar hefur hjálpað honum mikið Ragnar Sigurðsson gaf honum tækifærið og treysti honum til að koma svo ungur inn í vörn Framliðsins. „Persónulega finnst mér hann búinn að hjálpa mér mjög mikið. Á æfingunum fyrir HK-leikinn þá stóð hann mikið yfir mér og var alltaf að leiðbeina mér. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Ég er orðinn miklu betri varnarmaður og ég vona að hann haldi áfram. Mér finnst hann vera búinn að breyta liðinu mikið,“ sagði Þengill. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Passaði sig á ballinu og sló svo í gegn í Bestu deildinni Besta deild karla Fram Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
Þengill tryggði Fram afar dýrmætan 1-0 sigur á KA í neðri hluta Bestu deildarinnar um helgina og hann hafði áður skorað mikilvægt jöfnunarmark á móti ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Þessi fjögur stig sjá til þess að Fram situr ekki í fallsæti. Þengill er þó ekki að spila sem framherji heldur í vörninni og hélt því líka, ásamt félögum sínum, hreinu í KA-leiknum. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Þengil í gær og ræddi við hann um óvæntan endi á fótboltasumrinu hans. Hver er Þengill Orrason og hvernig komst hann í þessa stöðu? „Ég á pínu erfitt með að útskýra það sjálfur. Ég átti ekki von á því að ég myndi koma inn í þessum kringumstæðum. Þetta var gerðist og ég á erfitt með að trúa því sjálfur hvað hefur gerst undanfarnar vikur,“ sagði Þengill Orrason. Þengill spilaði ekkert í deildarkeppninni í sumar en fékk svo kallið frá Ragnari Sigurðssyni þjálfara. Þengill Orrason í fyrsta leiknum sínum á móti HK í Kórnum.Vísir/Hulda Margrét Nýbúinn að kaupa miða á Verslóball „Það voru meiðsli í liðinu þarna á undan. Ég mæti á æfingu á miðvikudegi í vikunni fyrir HK-leikinn. Ég var nýbúinn að kaupa miða á nýnemaball í Versló. Ég mætti þarna á æfingu og Raggi tekur mig aðeins til hliðar og segir: Það er ansi líklegt að þú sért að fara að starta á móti HK. Þannig að vertu tilbúinn að þú æfir með okkur restina af vikunni,“ sagði Þengill. „Maður brosti en kíkti svo niður á hendina og sá armbandið sem ég fékk fyrir ballið. Jújú, ég er að fara að spila í Bestu deildinni,“ sagði Þengill en þurfti hann að sleppa ballinu. „Nei ég fór á ballið en maður passaði sig alveg. Ég var ekkert mikið í því að hoppa og skoppa. Ég var bara til hliðar og að syngja kannski með,“ sagði Þengill þannig að Ragnar þjálfari eyðilagði nýnemaballið fyrir hann. „Jú en ég fékk að spila í bestu deildinni og fannst ég standa mig nokkuð vel. Ég myndi ekki skipta þessu út því þetta er búið að vera mjög gaman,“ sagði Þengill. Fékk tíma til að undirbúa sig „Ég fékk að vita þetta tímanlega eða daginn fyrir. Ég fékk því smá tíma til að undirbúa mig. Ég var ógeðslega stressaður fyrir þennan leik en náði að tengja nokkrar góðar sendingar í byrjun. Síðan var þetta eins og hver annar leikur. Sem betur fer þá gerði ég engin mistök og það hjálpa mjög mikið. Þá stendur maður sig vel sem varnarmaður ef maður gerir engin mistök,“ sagði Þengill. Svava spurði hann út í fyrsta markið hans í efstu deild sem kom út í Eyjum. „Við vorum 2-1 undir á móti ÍBV og það hefði verið mjög súrt að tapa þessum leik. Ég er ógeðslega ánægður að hafa skorað þetta mark og get varla sagt eitthvað annað,“ sagði Þengill en hann hlýtur að vera kominn til að vera í meistaraflokknum. „Það er bara markmiðið núna númer eitt, tvö og þrjú. Festa mig bara í byrjunarliðinu. Vonandi heldur þetta bara áfram, gott gengi hjá mér og hjá liðinu í heild sinni. Vonandi klárum við þetta á laugardaginn með góðum sigri og höldum okkur í Bestu deildinni,“ sagði Þengill. Ragnar hefur hjálpað honum mikið Ragnar Sigurðsson gaf honum tækifærið og treysti honum til að koma svo ungur inn í vörn Framliðsins. „Persónulega finnst mér hann búinn að hjálpa mér mjög mikið. Á æfingunum fyrir HK-leikinn þá stóð hann mikið yfir mér og var alltaf að leiðbeina mér. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Ég er orðinn miklu betri varnarmaður og ég vona að hann haldi áfram. Mér finnst hann vera búinn að breyta liðinu mikið,“ sagði Þengill. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Passaði sig á ballinu og sló svo í gegn í Bestu deildinni
Besta deild karla Fram Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira