Páfi virðist leggja blessun sína yfir blessun samkynhneigðra para Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2023 07:10 Baráttufólk hefur fagnað afstöðu páfa. AP/Andrew Medichini Frans páfi hefur gefið til kynna að það kunni að vera leiðir til að blessa samkynhneigð pör jafnvel þótt það sé enn afstaða kaþólsku kirkjunnar að aðeins karl og kona geti gengið í heilagt hjónaband. Þetta má lesa úr svörum páfa við fyrirspurn íhaldssamra kardinála, þar sem þeir óskuðu eftir því að páfi útskýrði afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar í aðdraganda stórs fundar þar sem málefni samkynhneigðra kaþólikka verða meðal umræðuefna. Það hefur ávallt verið afstaða kirkjunnar að hjónabandið sé heilög stofnun karls og konu en Frans hefur gefið til kynna að hann sé fylgjandi því að hið opinbera greiði fyrir lagalegum réttindum til handa samkynhneigðum pörum. Þá hafa sumir kaþólskir prestar í Evrópu blessað samkynhneigð pör án inngripa frá Vatíkaninu. Áður sagði í reglum kirkjunnar að það væri ekki hægt að blessa samkynhneigð pör þar sem guð gæti ekki lagt blessun sína yfir synd. Í svörum Frans við fyrirspurn kardínálana, sem eru frá því í júlí, virðist hins vegar að finna stefnubreytingu. Frans ítrekar að hjónaband sé sáttmáli á milli manns og konu en hann segir „prestlega gjafmildi“ (e. pastoral charity) krefjast þolinmæði og skilnings og að prestar ættu ekki að setja sig í hlutverk dómara sem aðeins „neita, hafna og útiloka“. Það sé presta að meta hvort það sé leið til að veita einstaklingum blessun, án þess að ljá sambandinu lögmæti hjónabands, þar sem ósk um blessun sé ósk um aðstoð frá guði; aðstoð við að lifa betur. Frans segir enga þörf á því að formfesta blessanir af þessu tagi, heldur sé um að ræða mat hverju sinni. Meðal kardínálanna sem óskuðu svara frá Frans voru helstu gagnrýnendur hans, meðal annarra Walter Brandmueller frá Þýskalandi og Raymond Burke frá Bandaríkjunum, sem báðir gagnrýndu ákvörðun Frans um að opna á það að fráskildir kaþólikkar sem höfðu gifst aftur gætu gengið til altaris. Hinsegin Páfagarður Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Þetta má lesa úr svörum páfa við fyrirspurn íhaldssamra kardinála, þar sem þeir óskuðu eftir því að páfi útskýrði afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar í aðdraganda stórs fundar þar sem málefni samkynhneigðra kaþólikka verða meðal umræðuefna. Það hefur ávallt verið afstaða kirkjunnar að hjónabandið sé heilög stofnun karls og konu en Frans hefur gefið til kynna að hann sé fylgjandi því að hið opinbera greiði fyrir lagalegum réttindum til handa samkynhneigðum pörum. Þá hafa sumir kaþólskir prestar í Evrópu blessað samkynhneigð pör án inngripa frá Vatíkaninu. Áður sagði í reglum kirkjunnar að það væri ekki hægt að blessa samkynhneigð pör þar sem guð gæti ekki lagt blessun sína yfir synd. Í svörum Frans við fyrirspurn kardínálana, sem eru frá því í júlí, virðist hins vegar að finna stefnubreytingu. Frans ítrekar að hjónaband sé sáttmáli á milli manns og konu en hann segir „prestlega gjafmildi“ (e. pastoral charity) krefjast þolinmæði og skilnings og að prestar ættu ekki að setja sig í hlutverk dómara sem aðeins „neita, hafna og útiloka“. Það sé presta að meta hvort það sé leið til að veita einstaklingum blessun, án þess að ljá sambandinu lögmæti hjónabands, þar sem ósk um blessun sé ósk um aðstoð frá guði; aðstoð við að lifa betur. Frans segir enga þörf á því að formfesta blessanir af þessu tagi, heldur sé um að ræða mat hverju sinni. Meðal kardínálanna sem óskuðu svara frá Frans voru helstu gagnrýnendur hans, meðal annarra Walter Brandmueller frá Þýskalandi og Raymond Burke frá Bandaríkjunum, sem báðir gagnrýndu ákvörðun Frans um að opna á það að fráskildir kaþólikkar sem höfðu gifst aftur gætu gengið til altaris.
Hinsegin Páfagarður Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira