Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 2. október 2023 21:33 Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Stefán Ingvarsson Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. Í fréttum Stöðvar 2 var heilsað upp á félaga úr Þristavinafélaginu sem sátu í Perlunni í morgun með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll og módel af gripnum sem allt snýst um, þristinn Pál Sveinsson. „Það stendur mikið til. Vélin varð áttatíu ára í gær, 1. október. Þá voru áttatíu ár síðan hún kom út úr verksmiðjunni á Long Beach í Kaliforníu,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Félagar í Þristavinafélaginu spjalla saman í Perlunni á Öskjuhlíð.Stefán Ingvarsson Þetta eintak fór beint til bandaríska hersins á Íslandi en komst í eigu Flugfélags Íslands eftir stríð sem Gljáfaxi TF-ISH árið 1946. Herútgáfan var kölluð C-47 eða Douglas Dakota. Borgaralega útgáfan fékk heitið Douglas DC-3. „Þessi einstaka vél er fyrsti þristurinn og fyrsta svona stóra vélin sem Íslendingar eignast,“ segir Tómas Dagur og vekur athygli á því að hún hefur alla tíð verið staðsett á Íslandi, fyrst hjá hernum en síðan hjá íslenskum aðilum. Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Flugfélagsins Atlanta, minnist þess að hún var fyrsta vélin sem hann flaug sem atvinnuflugmaður. Arngrímur Jóhannsson við Pál Sveinsson á Akureyrarflugvelli í sumar. Þetta var fyrsta flugvélin sem hann flaug sem atvinnuflugmaður árið 1966.Egill Aðalsteinsson „Já, 1966. Þá var ég ráðinn til Flugfélagsins og þá flaug ég þessari,“ segir Arngrímur og bætir við að Flugfélagið hafi þá átt þrjá þrista; Gljáfaxa TF-ISH, Gunnfaxa TF-ISB og Glófaxa TF-ISA. „Þó að þær væru eins flugvélar þá voru þær allar með sinn karakter, mismunandi eiginleika, og þessi var sú besta,“ segir Arngrímur. Flugnördar viðurkenna að hjartað slær örar þegar minnst er á hana. Þrír þristar á Reykjavíkurflugvelli árið 2017. Sá fremsti, í litum Flugfélags Íslands, er reyndar flugmódel.KMU „Flugvélin öll er þess eðlis. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu fyrir fólki sem ekki skilur þetta. En þetta er.. ég ætla að leyfa mér að nota orðið „unique“ flugvél í flotanum,“ segir Tómas Dagur. Hún er varðveitt á Flugsafni Íslands á Akureyri og þar hefst afmælisdagskrá næstkomandi laugardag klukkan 14. „Það verða þar nokkur erindi. Bæði farið yfir sögu þessarar flugvélar og sögu hennar í landgræðslunni. Og yfir sögu þristsins í flugsögu Íslendinga.“ Þristurinn Páll Sveinsson á Reykjavíkurflugvelli árið 2019. Flugvélin hefur eftir það ekki komið til Reykjavíkur heldur setið óflughæf á Akureyrarflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Hún hefur ekkert flogið í fjögur ár, flaug síðast árið 2019. Þá kom covid en draumurinn er að gera hana flughæfa á ný, helst fyrir næsta sumar. Til þess segir Tómas að vanti 14 til 16 milljónir króna. „Icelandair hefur verið okkar aðalstyrktaraðili og við erum að leita þangað. En við þurfum væntanlega einhverja fleiri aðila líka til þess að styrkja okkur. Og væri bara frábært ef einhverjir sæju sér fært að leggja okkur lið.“ Flugmódel af TF-NPK í litum Landgræðslunnar.Stefán Ingvarsson Eftir að farþegaflugi lauk var hún gefin til landgræðsluflugs sem hún sinnti í þrjá áratugi sem TF-NPK. „Það má eiginlega segja - við höfum nú gjarnan sagt það – nú er verið að tala um kolefnisjöfnuð og annað slíkt. Ef einhver flugvél hefur kolefnisjafnað sig, þá er það þessi flugvél,“ segir formaður Þristavinafélagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Icelandair Fornminjar Akureyrarflugvöllur Akureyri Söfn Tengdar fréttir Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var heilsað upp á félaga úr Þristavinafélaginu sem sátu í Perlunni í morgun með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll og módel af gripnum sem allt snýst um, þristinn Pál Sveinsson. „Það stendur mikið til. Vélin varð áttatíu ára í gær, 1. október. Þá voru áttatíu ár síðan hún kom út úr verksmiðjunni á Long Beach í Kaliforníu,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Félagar í Þristavinafélaginu spjalla saman í Perlunni á Öskjuhlíð.Stefán Ingvarsson Þetta eintak fór beint til bandaríska hersins á Íslandi en komst í eigu Flugfélags Íslands eftir stríð sem Gljáfaxi TF-ISH árið 1946. Herútgáfan var kölluð C-47 eða Douglas Dakota. Borgaralega útgáfan fékk heitið Douglas DC-3. „Þessi einstaka vél er fyrsti þristurinn og fyrsta svona stóra vélin sem Íslendingar eignast,“ segir Tómas Dagur og vekur athygli á því að hún hefur alla tíð verið staðsett á Íslandi, fyrst hjá hernum en síðan hjá íslenskum aðilum. Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Flugfélagsins Atlanta, minnist þess að hún var fyrsta vélin sem hann flaug sem atvinnuflugmaður. Arngrímur Jóhannsson við Pál Sveinsson á Akureyrarflugvelli í sumar. Þetta var fyrsta flugvélin sem hann flaug sem atvinnuflugmaður árið 1966.Egill Aðalsteinsson „Já, 1966. Þá var ég ráðinn til Flugfélagsins og þá flaug ég þessari,“ segir Arngrímur og bætir við að Flugfélagið hafi þá átt þrjá þrista; Gljáfaxa TF-ISH, Gunnfaxa TF-ISB og Glófaxa TF-ISA. „Þó að þær væru eins flugvélar þá voru þær allar með sinn karakter, mismunandi eiginleika, og þessi var sú besta,“ segir Arngrímur. Flugnördar viðurkenna að hjartað slær örar þegar minnst er á hana. Þrír þristar á Reykjavíkurflugvelli árið 2017. Sá fremsti, í litum Flugfélags Íslands, er reyndar flugmódel.KMU „Flugvélin öll er þess eðlis. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu fyrir fólki sem ekki skilur þetta. En þetta er.. ég ætla að leyfa mér að nota orðið „unique“ flugvél í flotanum,“ segir Tómas Dagur. Hún er varðveitt á Flugsafni Íslands á Akureyri og þar hefst afmælisdagskrá næstkomandi laugardag klukkan 14. „Það verða þar nokkur erindi. Bæði farið yfir sögu þessarar flugvélar og sögu hennar í landgræðslunni. Og yfir sögu þristsins í flugsögu Íslendinga.“ Þristurinn Páll Sveinsson á Reykjavíkurflugvelli árið 2019. Flugvélin hefur eftir það ekki komið til Reykjavíkur heldur setið óflughæf á Akureyrarflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Hún hefur ekkert flogið í fjögur ár, flaug síðast árið 2019. Þá kom covid en draumurinn er að gera hana flughæfa á ný, helst fyrir næsta sumar. Til þess segir Tómas að vanti 14 til 16 milljónir króna. „Icelandair hefur verið okkar aðalstyrktaraðili og við erum að leita þangað. En við þurfum væntanlega einhverja fleiri aðila líka til þess að styrkja okkur. Og væri bara frábært ef einhverjir sæju sér fært að leggja okkur lið.“ Flugmódel af TF-NPK í litum Landgræðslunnar.Stefán Ingvarsson Eftir að farþegaflugi lauk var hún gefin til landgræðsluflugs sem hún sinnti í þrjá áratugi sem TF-NPK. „Það má eiginlega segja - við höfum nú gjarnan sagt það – nú er verið að tala um kolefnisjöfnuð og annað slíkt. Ef einhver flugvél hefur kolefnisjafnað sig, þá er það þessi flugvél,“ segir formaður Þristavinafélagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Icelandair Fornminjar Akureyrarflugvöllur Akureyri Söfn Tengdar fréttir Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45