Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 2. október 2023 21:33 Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Stefán Ingvarsson Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. Í fréttum Stöðvar 2 var heilsað upp á félaga úr Þristavinafélaginu sem sátu í Perlunni í morgun með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll og módel af gripnum sem allt snýst um, þristinn Pál Sveinsson. „Það stendur mikið til. Vélin varð áttatíu ára í gær, 1. október. Þá voru áttatíu ár síðan hún kom út úr verksmiðjunni á Long Beach í Kaliforníu,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Félagar í Þristavinafélaginu spjalla saman í Perlunni á Öskjuhlíð.Stefán Ingvarsson Þetta eintak fór beint til bandaríska hersins á Íslandi en komst í eigu Flugfélags Íslands eftir stríð sem Gljáfaxi TF-ISH árið 1946. Herútgáfan var kölluð C-47 eða Douglas Dakota. Borgaralega útgáfan fékk heitið Douglas DC-3. „Þessi einstaka vél er fyrsti þristurinn og fyrsta svona stóra vélin sem Íslendingar eignast,“ segir Tómas Dagur og vekur athygli á því að hún hefur alla tíð verið staðsett á Íslandi, fyrst hjá hernum en síðan hjá íslenskum aðilum. Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Flugfélagsins Atlanta, minnist þess að hún var fyrsta vélin sem hann flaug sem atvinnuflugmaður. Arngrímur Jóhannsson við Pál Sveinsson á Akureyrarflugvelli í sumar. Þetta var fyrsta flugvélin sem hann flaug sem atvinnuflugmaður árið 1966.Egill Aðalsteinsson „Já, 1966. Þá var ég ráðinn til Flugfélagsins og þá flaug ég þessari,“ segir Arngrímur og bætir við að Flugfélagið hafi þá átt þrjá þrista; Gljáfaxa TF-ISH, Gunnfaxa TF-ISB og Glófaxa TF-ISA. „Þó að þær væru eins flugvélar þá voru þær allar með sinn karakter, mismunandi eiginleika, og þessi var sú besta,“ segir Arngrímur. Flugnördar viðurkenna að hjartað slær örar þegar minnst er á hana. Þrír þristar á Reykjavíkurflugvelli árið 2017. Sá fremsti, í litum Flugfélags Íslands, er reyndar flugmódel.KMU „Flugvélin öll er þess eðlis. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu fyrir fólki sem ekki skilur þetta. En þetta er.. ég ætla að leyfa mér að nota orðið „unique“ flugvél í flotanum,“ segir Tómas Dagur. Hún er varðveitt á Flugsafni Íslands á Akureyri og þar hefst afmælisdagskrá næstkomandi laugardag klukkan 14. „Það verða þar nokkur erindi. Bæði farið yfir sögu þessarar flugvélar og sögu hennar í landgræðslunni. Og yfir sögu þristsins í flugsögu Íslendinga.“ Þristurinn Páll Sveinsson á Reykjavíkurflugvelli árið 2019. Flugvélin hefur eftir það ekki komið til Reykjavíkur heldur setið óflughæf á Akureyrarflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Hún hefur ekkert flogið í fjögur ár, flaug síðast árið 2019. Þá kom covid en draumurinn er að gera hana flughæfa á ný, helst fyrir næsta sumar. Til þess segir Tómas að vanti 14 til 16 milljónir króna. „Icelandair hefur verið okkar aðalstyrktaraðili og við erum að leita þangað. En við þurfum væntanlega einhverja fleiri aðila líka til þess að styrkja okkur. Og væri bara frábært ef einhverjir sæju sér fært að leggja okkur lið.“ Flugmódel af TF-NPK í litum Landgræðslunnar.Stefán Ingvarsson Eftir að farþegaflugi lauk var hún gefin til landgræðsluflugs sem hún sinnti í þrjá áratugi sem TF-NPK. „Það má eiginlega segja - við höfum nú gjarnan sagt það – nú er verið að tala um kolefnisjöfnuð og annað slíkt. Ef einhver flugvél hefur kolefnisjafnað sig, þá er það þessi flugvél,“ segir formaður Þristavinafélagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Icelandair Fornminjar Akureyrarflugvöllur Akureyri Söfn Tengdar fréttir Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var heilsað upp á félaga úr Þristavinafélaginu sem sátu í Perlunni í morgun með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll og módel af gripnum sem allt snýst um, þristinn Pál Sveinsson. „Það stendur mikið til. Vélin varð áttatíu ára í gær, 1. október. Þá voru áttatíu ár síðan hún kom út úr verksmiðjunni á Long Beach í Kaliforníu,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Félagar í Þristavinafélaginu spjalla saman í Perlunni á Öskjuhlíð.Stefán Ingvarsson Þetta eintak fór beint til bandaríska hersins á Íslandi en komst í eigu Flugfélags Íslands eftir stríð sem Gljáfaxi TF-ISH árið 1946. Herútgáfan var kölluð C-47 eða Douglas Dakota. Borgaralega útgáfan fékk heitið Douglas DC-3. „Þessi einstaka vél er fyrsti þristurinn og fyrsta svona stóra vélin sem Íslendingar eignast,“ segir Tómas Dagur og vekur athygli á því að hún hefur alla tíð verið staðsett á Íslandi, fyrst hjá hernum en síðan hjá íslenskum aðilum. Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Flugfélagsins Atlanta, minnist þess að hún var fyrsta vélin sem hann flaug sem atvinnuflugmaður. Arngrímur Jóhannsson við Pál Sveinsson á Akureyrarflugvelli í sumar. Þetta var fyrsta flugvélin sem hann flaug sem atvinnuflugmaður árið 1966.Egill Aðalsteinsson „Já, 1966. Þá var ég ráðinn til Flugfélagsins og þá flaug ég þessari,“ segir Arngrímur og bætir við að Flugfélagið hafi þá átt þrjá þrista; Gljáfaxa TF-ISH, Gunnfaxa TF-ISB og Glófaxa TF-ISA. „Þó að þær væru eins flugvélar þá voru þær allar með sinn karakter, mismunandi eiginleika, og þessi var sú besta,“ segir Arngrímur. Flugnördar viðurkenna að hjartað slær örar þegar minnst er á hana. Þrír þristar á Reykjavíkurflugvelli árið 2017. Sá fremsti, í litum Flugfélags Íslands, er reyndar flugmódel.KMU „Flugvélin öll er þess eðlis. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu fyrir fólki sem ekki skilur þetta. En þetta er.. ég ætla að leyfa mér að nota orðið „unique“ flugvél í flotanum,“ segir Tómas Dagur. Hún er varðveitt á Flugsafni Íslands á Akureyri og þar hefst afmælisdagskrá næstkomandi laugardag klukkan 14. „Það verða þar nokkur erindi. Bæði farið yfir sögu þessarar flugvélar og sögu hennar í landgræðslunni. Og yfir sögu þristsins í flugsögu Íslendinga.“ Þristurinn Páll Sveinsson á Reykjavíkurflugvelli árið 2019. Flugvélin hefur eftir það ekki komið til Reykjavíkur heldur setið óflughæf á Akureyrarflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Hún hefur ekkert flogið í fjögur ár, flaug síðast árið 2019. Þá kom covid en draumurinn er að gera hana flughæfa á ný, helst fyrir næsta sumar. Til þess segir Tómas að vanti 14 til 16 milljónir króna. „Icelandair hefur verið okkar aðalstyrktaraðili og við erum að leita þangað. En við þurfum væntanlega einhverja fleiri aðila líka til þess að styrkja okkur. Og væri bara frábært ef einhverjir sæju sér fært að leggja okkur lið.“ Flugmódel af TF-NPK í litum Landgræðslunnar.Stefán Ingvarsson Eftir að farþegaflugi lauk var hún gefin til landgræðsluflugs sem hún sinnti í þrjá áratugi sem TF-NPK. „Það má eiginlega segja - við höfum nú gjarnan sagt það – nú er verið að tala um kolefnisjöfnuð og annað slíkt. Ef einhver flugvél hefur kolefnisjafnað sig, þá er það þessi flugvél,“ segir formaður Þristavinafélagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Icelandair Fornminjar Akureyrarflugvöllur Akureyri Söfn Tengdar fréttir Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent