Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni annars vegar og í tilkynningu frá Norðurþingi hins vegar. Áður hafði Ernir áætlað að hætta flugi á Húsavíkurflugvöll um mánaðarmótin, en tap hefur verið á flugleiðinni um nokkurt skeið.
Farið verður yfir framtíðarfyrirkomulag
„Flugfélagið hefur haldið uppi flugi til Húsavíkur sjö sinnum í viku án þess að það hafi verið styrkt. Nú hefur ríkið tekið ákvörðun um að styrkja fimm ferðir til Húsavíkur í október og nóvember meðan farið er yfir framtíðarfyrirkomulag flugsins,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.
Segir þar enn fremur að á meðan verði framtíðarfyrirkomulag þeirra mála skoðað. Í tilkynningu frá sveitarstjórn Norðurþings segir að samgönguráðuneytið, Vegagerðin og Flugfélagið Ernir hafi unnið mjög vel með sveitarfélögunum í þessu máli.
„Málinu er samt hvergi lokið og er nauðsynlegt að skoða almenningsamgöngur á svæðinu til framtíðar. Þeirri vinnu verður haldið áfram næstu vikur.“