Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Helena Rós Sturludóttir skrifar 2. október 2023 13:28 Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta Venesúelabúa sem bíða niðurstöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun og kærunefnd vera þátttakendur á vinnumarkaði. Vísir/Ívar Fannar Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. Hælisleitendur frá Venesúela eru hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Greint hefur verið frá því í kvöldfréttum Stöðvar tvö að um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelji hér á landi og bíði nú eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Af þeim fimmtán hundruð sem nú bíða niðurstöðu eru margir með atvinnu hér. Samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu var atvinnuþátttaka 647 flóttamanna sem komu Íslands frá Venesúela á árunum 2018 til 2022 86,5 prósent. Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður, segir yfirgnæfandi meirihluta Venesúelabúa sem bíða niðurstöðu vera starfandi. „Bæði eftir að hafa hlotið vernd og einnig mjög stór hluti sem nýtir sér úrræðið að vera með bráðabirgðaatvinnuleyfi á meðan umsóknin er til meðferðar,“ segir hann. Unnur Sverrisdóttir, fortjóri Vinnumálastofnunar, segir engar tölur til í þeirra skrám um fjölda starfandi. „Þetta fólk fékk flest mannúðarleyfi og viðbótarvernd og slíkum dvalarleyfum fylgir líka réttur til vinnu þannig það er ekki skráð hjá okkur hversu margir eru í vinnu af þessum hópi. Þau koma í rauninni aldrei inn á borð hjá okkur,“ segir Unnur. Atvinnuþátttaka flóttafólks hafi þó verið mjög góð hingað til. „Núna er staðan þessi og hefur verið á þessu ári. Það er gríðarleg eftirspurn eftir fólki til starfa. Það er meira framboð af störfum heldur en fólki til að vinna. Ferðaþjónustan hefur tekið mikinn kipp og það er mjög mannaflafrek grein sem þarf mjög margar hendur og þar hefur fólk náttúrulega safnast í vinnu.“ Venesúelabúum sem fréttastofa ræddi við á laugardag þykir ákvörðun íslenskra stjórnvalda furðuleg. Sér í lagi í ljósi þess að Bandaríkjamenn ákváðu að framlengja tímabundna vernd Venesúelabúa í landinu um átján mánuði sökum ástandsins þar í landi. Á það þó eingöngu við um þá sem komu til Bandaríkjaríkjanna og fengu landvistarleyfi fyrir 31. júlí þessa árs. Uppfært 4. október Vinnumálastofnun segir í tilkynningu á vef sínum að útgefin bráðabirgðaatvinnuleyfi til íbúa frá Venesúela séu 56 talsins frá 1. janúar 2022. Því sé það rangt sem fram komi í máli Helga lögmanns að stór hluti umrædds hóps sé starfandi með slíkt atvinnuleyfi. Stofnunin áréttar að hún býr ekki yfir neinni tölfræði um atvinnuþátttöku íbúa frá Venesúela sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hér á landi. Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53 Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. 30. september 2023 13:01 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Hælisleitendur frá Venesúela eru hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Greint hefur verið frá því í kvöldfréttum Stöðvar tvö að um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelji hér á landi og bíði nú eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Af þeim fimmtán hundruð sem nú bíða niðurstöðu eru margir með atvinnu hér. Samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu var atvinnuþátttaka 647 flóttamanna sem komu Íslands frá Venesúela á árunum 2018 til 2022 86,5 prósent. Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður, segir yfirgnæfandi meirihluta Venesúelabúa sem bíða niðurstöðu vera starfandi. „Bæði eftir að hafa hlotið vernd og einnig mjög stór hluti sem nýtir sér úrræðið að vera með bráðabirgðaatvinnuleyfi á meðan umsóknin er til meðferðar,“ segir hann. Unnur Sverrisdóttir, fortjóri Vinnumálastofnunar, segir engar tölur til í þeirra skrám um fjölda starfandi. „Þetta fólk fékk flest mannúðarleyfi og viðbótarvernd og slíkum dvalarleyfum fylgir líka réttur til vinnu þannig það er ekki skráð hjá okkur hversu margir eru í vinnu af þessum hópi. Þau koma í rauninni aldrei inn á borð hjá okkur,“ segir Unnur. Atvinnuþátttaka flóttafólks hafi þó verið mjög góð hingað til. „Núna er staðan þessi og hefur verið á þessu ári. Það er gríðarleg eftirspurn eftir fólki til starfa. Það er meira framboð af störfum heldur en fólki til að vinna. Ferðaþjónustan hefur tekið mikinn kipp og það er mjög mannaflafrek grein sem þarf mjög margar hendur og þar hefur fólk náttúrulega safnast í vinnu.“ Venesúelabúum sem fréttastofa ræddi við á laugardag þykir ákvörðun íslenskra stjórnvalda furðuleg. Sér í lagi í ljósi þess að Bandaríkjamenn ákváðu að framlengja tímabundna vernd Venesúelabúa í landinu um átján mánuði sökum ástandsins þar í landi. Á það þó eingöngu við um þá sem komu til Bandaríkjaríkjanna og fengu landvistarleyfi fyrir 31. júlí þessa árs. Uppfært 4. október Vinnumálastofnun segir í tilkynningu á vef sínum að útgefin bráðabirgðaatvinnuleyfi til íbúa frá Venesúela séu 56 talsins frá 1. janúar 2022. Því sé það rangt sem fram komi í máli Helga lögmanns að stór hluti umrædds hóps sé starfandi með slíkt atvinnuleyfi. Stofnunin áréttar að hún býr ekki yfir neinni tölfræði um atvinnuþátttöku íbúa frá Venesúela sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hér á landi.
Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53 Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. 30. september 2023 13:01 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
„Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53
Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. 30. september 2023 13:01