Vefurinn er ætlaður fólki sem er komið yfir miðjan aldur og tekur Steingerður við stöðunni af Ernu Indriðadóttur.
Í tilkynningu segir að Steingerður sé með BA-próf í ensku og fjölmiðlafræði og diplóma i hagnýtri fjölmiðlun.
„Hún er einnig með diplóma í kennsluréttindum. Hún á að baki áratuga starfsferil á fjölmiðlum, sem hófst á Þjóðviljanum. Fljótlega fór hún að vinna á tímaritum og var lengst af á Vikunni, fyrst sem blaðamaður og svo ritstjóri frá 2012 til 2022.
Erna Indriðadóttir fráfarandi ritstjóri stofnaði Lifðu núna í byrjun árs 2014 og hefur rekið vefinn síðan. Lestur hans hefur aukist ár frá ári, allar götur síðan og er í dag nokkuð víðlesinn enda er hann eini fjölmiðillinn sem fjallar eingöngu um lífið eftir miðjan aldur og mun halda áfram að gera það í ritstjórn Steingerðar.
Erna sem er að fara á eftirlaun eftir rúm 40 ár á vinnumarkaði hyggst snúa sér að öðrum verkefnum,“ segir í tilkynningunni.