Þá er það #kennaravikan Magnús Þór Jónsson skrifar 2. október 2023 07:32 Þann 5. október ár hvert er haldið upp á Alþjóðadag kennara. Frá árinu 1994 hefur kennaradagurinn verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði UNESCO, UNICEF og Alþjóðasamtaka kennara EI (Education International). Innan alþjóðasamtakanna eru samtök evrópskra kennarafélaga, samtök sem bera skammstöfunina ETUCE, og er Kennarasamband Íslands virkt í starfi þeirra. ETUCE leggja að þessu sinni upp með að vikuna alla eigi kennarastarfið skilið athygli um leið og kynnt eru þau tíu meginatriði sem samtökin telja vera lykilatriði í starfi kennarans, mikilvæg til að starfið verði eftirsóknarvert, efli vellíðan og starfsanda sem leiðir af sér góðan árangur og auki gæði menntunar. Þau eru: 1.Tryggja faglegt sjálfstæði og akademískt frelsi skólafólks. 2.Hafa samvinnu og sameiningu að leiðarljósi við störf innan menntastofnana og ‐kerfa. 3.Bjóða mannsæmandi laun og koma í veg fyrir launamisrétti. 4.Tryggja góð og traust vinnuskilyrði og stuðla að velferð kennara. 5.Stýra vinnuálagi og vinnutímum. 6.Skapa vinnuumhverfi sem laðar að nýliða og stuðlar að því að starfsfólk haldist í starfi. 7.Tryggja rétt til vandaðrar kennaramenntunar án aðgreiningar og stöðugrar þróunar í starfi. 8.Fást við áskoranir á sviði jafnréttismála innan kennarastéttarinnar. 9.Stuðla að virkri og faglegri umræðu. 10.Valdefla kennarastéttina. Við hjá Kennarasambandi Íslands tökum virkan þátt í kennaravikunni og er hápunktur vikunnar Skólamálaþing okkar þann 4. október. Yfirskrift þingsins þetta árið er: „Með opnum örmum, hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna“, verkefni sem hefur stöðugt aukið vægi innan íslenskra skóla. Atriðin 10 frá ETUCE tala beint inn í íslenskan raunveruleika og í kennaravikunni er ætlun okkar hjá KÍ að varpa ljósi á þau á meðal félagsfólks okkar sem og í samfélaginu öllu. Við munum á netmiðlum okkar birta samtöl við lykilfólk í íslenskum stjórnmálum um tíu punkta ETUCE, á sama tíma og við skorum á alla kennara að ræða þau sín á milli á kaffistofunum og í sínu nærumhverfi, kennarastarfinu til heilla. Kennarastarfið er göfugt starf. Menntun er undirstaða hvers samfélags og það eru forréttindi að sinna því starfi að efla sitt samfélag. Í kennaravikunni treysti ég því að við sem sinnum því starfi eflum sýnileika starfsins okkar með fréttum af öllu því jákvæða sem býr í íslenskum skólum og á meðal nemenda okkar. Ég skora á okkur að nýta samfélagsmiðla á jákvæðan hátt, við leggjum upp með nota myllumerkið #kennaravikan í þeim fréttum sem við ætlum að birta næstu dagana og ég skora á kennara að nota það einnig á næstu dögum. Til hamingju með daginn á fimmtudaginn allir kennarar! Höfndur er formaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Þann 5. október ár hvert er haldið upp á Alþjóðadag kennara. Frá árinu 1994 hefur kennaradagurinn verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði UNESCO, UNICEF og Alþjóðasamtaka kennara EI (Education International). Innan alþjóðasamtakanna eru samtök evrópskra kennarafélaga, samtök sem bera skammstöfunina ETUCE, og er Kennarasamband Íslands virkt í starfi þeirra. ETUCE leggja að þessu sinni upp með að vikuna alla eigi kennarastarfið skilið athygli um leið og kynnt eru þau tíu meginatriði sem samtökin telja vera lykilatriði í starfi kennarans, mikilvæg til að starfið verði eftirsóknarvert, efli vellíðan og starfsanda sem leiðir af sér góðan árangur og auki gæði menntunar. Þau eru: 1.Tryggja faglegt sjálfstæði og akademískt frelsi skólafólks. 2.Hafa samvinnu og sameiningu að leiðarljósi við störf innan menntastofnana og ‐kerfa. 3.Bjóða mannsæmandi laun og koma í veg fyrir launamisrétti. 4.Tryggja góð og traust vinnuskilyrði og stuðla að velferð kennara. 5.Stýra vinnuálagi og vinnutímum. 6.Skapa vinnuumhverfi sem laðar að nýliða og stuðlar að því að starfsfólk haldist í starfi. 7.Tryggja rétt til vandaðrar kennaramenntunar án aðgreiningar og stöðugrar þróunar í starfi. 8.Fást við áskoranir á sviði jafnréttismála innan kennarastéttarinnar. 9.Stuðla að virkri og faglegri umræðu. 10.Valdefla kennarastéttina. Við hjá Kennarasambandi Íslands tökum virkan þátt í kennaravikunni og er hápunktur vikunnar Skólamálaþing okkar þann 4. október. Yfirskrift þingsins þetta árið er: „Með opnum örmum, hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna“, verkefni sem hefur stöðugt aukið vægi innan íslenskra skóla. Atriðin 10 frá ETUCE tala beint inn í íslenskan raunveruleika og í kennaravikunni er ætlun okkar hjá KÍ að varpa ljósi á þau á meðal félagsfólks okkar sem og í samfélaginu öllu. Við munum á netmiðlum okkar birta samtöl við lykilfólk í íslenskum stjórnmálum um tíu punkta ETUCE, á sama tíma og við skorum á alla kennara að ræða þau sín á milli á kaffistofunum og í sínu nærumhverfi, kennarastarfinu til heilla. Kennarastarfið er göfugt starf. Menntun er undirstaða hvers samfélags og það eru forréttindi að sinna því starfi að efla sitt samfélag. Í kennaravikunni treysti ég því að við sem sinnum því starfi eflum sýnileika starfsins okkar með fréttum af öllu því jákvæða sem býr í íslenskum skólum og á meðal nemenda okkar. Ég skora á okkur að nýta samfélagsmiðla á jákvæðan hátt, við leggjum upp með nota myllumerkið #kennaravikan í þeim fréttum sem við ætlum að birta næstu dagana og ég skora á kennara að nota það einnig á næstu dögum. Til hamingju með daginn á fimmtudaginn allir kennarar! Höfndur er formaður Kennarasambands Íslands
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar