Jóni Steinari svarað Sævar Þór Jónsson skrifar 1. október 2023 13:00 Föstudaginn síðasta, 29. september sl., birti ég greinarkorn undir fyrirsögninni: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Þar fjallaði ég m.a. um gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrverandi Hæstaréttardómara á tilteknum fréttaflutningi RÚV. Ekki stóð á viðbrögðum Jóns Steinars við grein minni sem svaraði nánast um hæl. Hann aftur á móti fór fram úr sér í svari sínu og gerði mér upp skoðanir, sem mér þykir miður af mínum gamla kennara. Jón dregur stórar ályktanir af litlu tilefni í svörum sínum og segir að svo virðist sem ég vilji breyta hegningarlögum á þá leið að refsa megi ósakhæfum einstaklingum vegna óskar brotaþola um það. Meiri að segja fyrrum aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sá sig knúinn til að gera hið sama í athugasemdakerfum Facebook. Hvergi í grein minni er því haldið fram að breyta þurfi þeirri reglu að ósakhæfum einstaklingum sé ekki gerð refsing og það er fjarstæðukennt af Jóni að halda því fram að það hafi verið inntak greinar minnar. Ég get verið sammála Jóni um það að fréttamenn þurfi að vera nákvæmari í fréttaflutningi sínum en það breytir ekki þeirri staðreynd að upplifun brotaþola, sérstaklega í kynferðisbrotamálum og viðlíka alvarlegum málum, er umhugsunarverð einkum þegar horft er til réttarstöðu brotaþola á hinum Norðurlöndunum. Að Danmörku undanskilinni þá hafa brotaþolar meiri aðkomu að meðferð sakamála, t.d. hvað varðar aðgang að gögnum, þátttöku réttargæslumanna í málsmeðferð fyrir dómi og rétt til að áfrýja málum. Lögum um meðferð sakamála var nýlega breytt en sú lagabreyting gekk ekki nógu langt að mínu mati. Við ásamt Dönum stöndum hinum Norðurlandaþjóðunum ennþá töluvert að baki í þessum efnum. Það er mín skoðun að það sé réttmætt að vekja máls á þessu málefni. Mér finnst það bæði eðlilegt og nauðsynlegt að umræða fari fram um það hvar þessi mörk eigi að liggja, sem takmarka aðkomu brotaþola í meðferð sakamála. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Tengdar fréttir Svar til lögmanns Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans. 29. september 2023 17:01 Jón Steinar tekur upp hanskann Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. 29. september 2023 07:31 Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Sjá meira
Föstudaginn síðasta, 29. september sl., birti ég greinarkorn undir fyrirsögninni: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Þar fjallaði ég m.a. um gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrverandi Hæstaréttardómara á tilteknum fréttaflutningi RÚV. Ekki stóð á viðbrögðum Jóns Steinars við grein minni sem svaraði nánast um hæl. Hann aftur á móti fór fram úr sér í svari sínu og gerði mér upp skoðanir, sem mér þykir miður af mínum gamla kennara. Jón dregur stórar ályktanir af litlu tilefni í svörum sínum og segir að svo virðist sem ég vilji breyta hegningarlögum á þá leið að refsa megi ósakhæfum einstaklingum vegna óskar brotaþola um það. Meiri að segja fyrrum aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sá sig knúinn til að gera hið sama í athugasemdakerfum Facebook. Hvergi í grein minni er því haldið fram að breyta þurfi þeirri reglu að ósakhæfum einstaklingum sé ekki gerð refsing og það er fjarstæðukennt af Jóni að halda því fram að það hafi verið inntak greinar minnar. Ég get verið sammála Jóni um það að fréttamenn þurfi að vera nákvæmari í fréttaflutningi sínum en það breytir ekki þeirri staðreynd að upplifun brotaþola, sérstaklega í kynferðisbrotamálum og viðlíka alvarlegum málum, er umhugsunarverð einkum þegar horft er til réttarstöðu brotaþola á hinum Norðurlöndunum. Að Danmörku undanskilinni þá hafa brotaþolar meiri aðkomu að meðferð sakamála, t.d. hvað varðar aðgang að gögnum, þátttöku réttargæslumanna í málsmeðferð fyrir dómi og rétt til að áfrýja málum. Lögum um meðferð sakamála var nýlega breytt en sú lagabreyting gekk ekki nógu langt að mínu mati. Við ásamt Dönum stöndum hinum Norðurlandaþjóðunum ennþá töluvert að baki í þessum efnum. Það er mín skoðun að það sé réttmætt að vekja máls á þessu málefni. Mér finnst það bæði eðlilegt og nauðsynlegt að umræða fari fram um það hvar þessi mörk eigi að liggja, sem takmarka aðkomu brotaþola í meðferð sakamála. Höfundur er lögmaður.
Svar til lögmanns Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans. 29. september 2023 17:01
Jón Steinar tekur upp hanskann Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. 29. september 2023 07:31
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar