Hvaða snillingur fann þetta upp? Jón Daníelsson skrifar 30. september 2023 20:00 Dóttir mín er fíkill. Eftir nokkur ár á götunni fékk hún úthlutað íbúð hjá Félagsbústöðum. Hún fékk skráningu sem öryrki og af því leiðir að TR greiðir henni mánaðarlega eitthvað yfir 300 þúsund á mánuði inn á bankareikning til frjálsrar ráðstöfunar. Þessir peningar duga vel til að greiða lága húsaleigu, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Það sem eftir verður dugar ljómandi vel til að greiða reikninga fyrir rafmagn og hita, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Fyrir þessa peninga er líka gert ráð fyrir að hún kaupi sér eitthvað að éta, sem hún gerir sjaldnast. Hún er fíkill. Fimmtudaginn 28. september var hún útskrifuð af Landspítalanum með lögregluvaldi. Hún fékk með sér göngugrind, sem átti víst að gegna því hlutverki að styðja hana upp stigann að leiguíbúðinni hjá Félagsbústöðum, sem er á fjórðu hæð í lyftulausu húsi. Þegar ég nefndi þetta við doktorinn, sneri hann sér að fíklinum í sjúkrarúminu og sagði: „Heldurðu að þú getir ekki hökt upp stigann.“ Ég heyrði ekkert spurningarmerki í röddinni. Undanfarinn mánuð hef ég reynt að fá þessa dóttur mína flutta í íbúð, þar sem hún gæti mögulega komist inn með aðstöð göngugrindar. Ég var ekki virtur viðlits, fyrr en sama dag og lögreglan færði hana út af Landspítalunum í hjólastól, sem öryggisvörður gerði síðan upptækan. Þennan sama dag gekk ég inn í starfsstöð Velverferðarráðs Reykjavíkur, settist niður og tilkynnti að út færi ég ekki án skýringa. Ég var búinn að tala við vegg í vel á annan mánuð. Þegar mér var nú loksins nóg boðið og fór í þetta setuverkfall, kom í ljós að auðvitað er biðlisti eftir íbúðaskiptum. Og þótt formleg umsókn liggi fyrir, kemst dóttir mín ekki einu sinni á þann biðlista fyrr en hún er búin að gera upp milljónaskuld sína við Félagsbústaði. Með hvaða peningum? Ef við reynum að draga þetta saman og máta við veruleikann, sýnist mér að aðferðafræðin sem við beitum til að þjónusta fárveika fíkla sé nokkurn veginn þessi: Við sjáum þeim ekki fyrir húsnæði, rafmagni né upphitun. Við gefum þeim ekki að éta. Og við sjáum þeim að sjálfsögðu ekki fyrir fíkniefnum. En við afhendum þeim fúslega peninga til að fíkniefnakaupa á svörtum markaði. Nú mega allir verða eins hissa og þeir vilja á þeirri sérvisku fíkla að kaupa sér dóp fyrir húsaleigu- og matarpeningana. Útborgunin frá TR dugar fíklunum að vísu ekki nema í nokkra daga. Eftir það þurfa þeir að sjá fyrir brýnustu lífsnauðsynjum sínum – sem að sjálfsögðu eru fíkniefnin - með ýmiskonar minniháttar verktakastarfsemi svo sem þjófnaði, innbrotum eða vændi. En það er allt í besta lagi, því við höfum líka byggt upp þetta fína fangelsiskerfi. Að vísu lenda fíklarnir líka á biðlista þar. Maður tekur auðvitað ofan fyrir þeim snillingi sem fann upp þetta kerfi. Hver var það eiginlega? Veit það einhver? Höfundur er aldraður faðir miðaldra fíkils. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Dóttir mín er fíkill. Eftir nokkur ár á götunni fékk hún úthlutað íbúð hjá Félagsbústöðum. Hún fékk skráningu sem öryrki og af því leiðir að TR greiðir henni mánaðarlega eitthvað yfir 300 þúsund á mánuði inn á bankareikning til frjálsrar ráðstöfunar. Þessir peningar duga vel til að greiða lága húsaleigu, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Það sem eftir verður dugar ljómandi vel til að greiða reikninga fyrir rafmagn og hita, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Fyrir þessa peninga er líka gert ráð fyrir að hún kaupi sér eitthvað að éta, sem hún gerir sjaldnast. Hún er fíkill. Fimmtudaginn 28. september var hún útskrifuð af Landspítalanum með lögregluvaldi. Hún fékk með sér göngugrind, sem átti víst að gegna því hlutverki að styðja hana upp stigann að leiguíbúðinni hjá Félagsbústöðum, sem er á fjórðu hæð í lyftulausu húsi. Þegar ég nefndi þetta við doktorinn, sneri hann sér að fíklinum í sjúkrarúminu og sagði: „Heldurðu að þú getir ekki hökt upp stigann.“ Ég heyrði ekkert spurningarmerki í röddinni. Undanfarinn mánuð hef ég reynt að fá þessa dóttur mína flutta í íbúð, þar sem hún gæti mögulega komist inn með aðstöð göngugrindar. Ég var ekki virtur viðlits, fyrr en sama dag og lögreglan færði hana út af Landspítalunum í hjólastól, sem öryggisvörður gerði síðan upptækan. Þennan sama dag gekk ég inn í starfsstöð Velverferðarráðs Reykjavíkur, settist niður og tilkynnti að út færi ég ekki án skýringa. Ég var búinn að tala við vegg í vel á annan mánuð. Þegar mér var nú loksins nóg boðið og fór í þetta setuverkfall, kom í ljós að auðvitað er biðlisti eftir íbúðaskiptum. Og þótt formleg umsókn liggi fyrir, kemst dóttir mín ekki einu sinni á þann biðlista fyrr en hún er búin að gera upp milljónaskuld sína við Félagsbústaði. Með hvaða peningum? Ef við reynum að draga þetta saman og máta við veruleikann, sýnist mér að aðferðafræðin sem við beitum til að þjónusta fárveika fíkla sé nokkurn veginn þessi: Við sjáum þeim ekki fyrir húsnæði, rafmagni né upphitun. Við gefum þeim ekki að éta. Og við sjáum þeim að sjálfsögðu ekki fyrir fíkniefnum. En við afhendum þeim fúslega peninga til að fíkniefnakaupa á svörtum markaði. Nú mega allir verða eins hissa og þeir vilja á þeirri sérvisku fíkla að kaupa sér dóp fyrir húsaleigu- og matarpeningana. Útborgunin frá TR dugar fíklunum að vísu ekki nema í nokkra daga. Eftir það þurfa þeir að sjá fyrir brýnustu lífsnauðsynjum sínum – sem að sjálfsögðu eru fíkniefnin - með ýmiskonar minniháttar verktakastarfsemi svo sem þjófnaði, innbrotum eða vændi. En það er allt í besta lagi, því við höfum líka byggt upp þetta fína fangelsiskerfi. Að vísu lenda fíklarnir líka á biðlista þar. Maður tekur auðvitað ofan fyrir þeim snillingi sem fann upp þetta kerfi. Hver var það eiginlega? Veit það einhver? Höfundur er aldraður faðir miðaldra fíkils.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun