Venesúelamenn á Íslandi reiðir og óttaslegnir Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2023 19:20 Fréttastofa ræddi við fjölda Venesúelamanna í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Um það bil fimmtán hundruð Venesúelamenn eru hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða eftir því að umsókn þeirra verði tekin fyrir hjá annað hvort Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála. Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það yrði umfangsmikið verkefni að koma þeim sem fá synjun úr landi. „Það verða líklegast mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela. Það verður að tryggja það að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. Á Ásbrú á Reykjanesi býr stór hluti þeirra Venesúelamanna sem dvelja hér landi. Mariangel Garcia er ein þeirra en fréttastofa ræddi einnig við hana fyrr í sumar. Á hún einhverfa dóttur en fékk synjun um hæli. Bíður hún nú eftir úrskurði frá kærunefndinni og gæti nú verið að synjunin verði staðfest. Hún segir orð kærunefndarinnar um að ástandið í Venesúela sé orðið betra geti ekki staðist skoðun. „Um það er rætt víða um heim að ástandið sé ekki gott núna. Hvernig getur Ísland haldið öðru fram? Ástandið er alls ekki gott. Hvernig getur Ísland sagt að ástandið í Venesúela sé gott?“ segir Mariangel. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði og segir fólkið ekki ætla sér að vera í Venesúela verði það sent þangað. „Ef við verðum send aftur til Venesúela munum við reyna að komast til annars lands. Þetta er sá raunveruleiki sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Carlos. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði. Vísir/Steingrímur Dúi Tomaso Desario segir Útlendingastofnun ekki sjá Venesúelamenn sem manneskjur. „Það er mjög sárt fyrir okkur að upplifa hvernig ríkisstjórn Íslands lítur á okkur sem tölur á blaði. Við erum ekki tölur, við erum manneskjur. Þetta er okkur mikið hjartans mál því við komum hingað í leit að betra lífi, í leit að friðsömu landi og í leit að öryggi. Annað vakti ekki fyrir okkur. Takk fyrir,“ segir Tomaso. Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Um það bil fimmtán hundruð Venesúelamenn eru hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða eftir því að umsókn þeirra verði tekin fyrir hjá annað hvort Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála. Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það yrði umfangsmikið verkefni að koma þeim sem fá synjun úr landi. „Það verða líklegast mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela. Það verður að tryggja það að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. Á Ásbrú á Reykjanesi býr stór hluti þeirra Venesúelamanna sem dvelja hér landi. Mariangel Garcia er ein þeirra en fréttastofa ræddi einnig við hana fyrr í sumar. Á hún einhverfa dóttur en fékk synjun um hæli. Bíður hún nú eftir úrskurði frá kærunefndinni og gæti nú verið að synjunin verði staðfest. Hún segir orð kærunefndarinnar um að ástandið í Venesúela sé orðið betra geti ekki staðist skoðun. „Um það er rætt víða um heim að ástandið sé ekki gott núna. Hvernig getur Ísland haldið öðru fram? Ástandið er alls ekki gott. Hvernig getur Ísland sagt að ástandið í Venesúela sé gott?“ segir Mariangel. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði og segir fólkið ekki ætla sér að vera í Venesúela verði það sent þangað. „Ef við verðum send aftur til Venesúela munum við reyna að komast til annars lands. Þetta er sá raunveruleiki sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Carlos. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði. Vísir/Steingrímur Dúi Tomaso Desario segir Útlendingastofnun ekki sjá Venesúelamenn sem manneskjur. „Það er mjög sárt fyrir okkur að upplifa hvernig ríkisstjórn Íslands lítur á okkur sem tölur á blaði. Við erum ekki tölur, við erum manneskjur. Þetta er okkur mikið hjartans mál því við komum hingað í leit að betra lífi, í leit að friðsömu landi og í leit að öryggi. Annað vakti ekki fyrir okkur. Takk fyrir,“ segir Tomaso.
Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira