Rak taílenskan þingmann út af veitingastað í Kópavogi Árni Sæberg skrifar 30. september 2023 14:28 Ari Alexander vildi ekki hafa þingmanninn inni á veitingastaðnum sem hann vinnur á. Instagram/Tokyo Sushi Ari Alexander Guðjónsson, yfirkokkur Tokyo sushi, rak taílenska öldungardeildarþingmanninn Porntip Rojanasunan út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi í gær. Í myndbandi af gjörningum, sem hann deildi á Facebook, má heyra hann segja að Rojanasunan hafi skaðað Taíland. Ari Alexander sýndi frá því þegar hann rak Rojanasunan út af staðnum í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Myndskeiðið er ekki aðgengilegt en fjöldi taílenskra miðla hefur greint frá innihaldi þess. Porntip Rojanasunan fékk ekki að borða sushi í gær.Skjáskot/PBS Í myndskeiðinu heyrist Ari Alexander ekki gefa aðrar útskýringar á brottrekstri Rojanasunan en að hún hefði valdið Taílandi miklum skaða. Ari Alexander er af taílenskum uppruna. „Þú ert ekki velkomin hér, farðu út af veitingastaðnum mínum,“ sagði Ari Alexander á ensku. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. Talið tengjast pólitískum ágreiningi Í taílenska miðlinum PBS segir að talið sé að Ari Alexander hafi ekki viljað hafa Rojanasunan inni á staðnum vegna andstöðu hennar við stjórnmálaflokk sem vill minnka áhrif konungsfjölskyldunnar í Taílandi. „No comment," sagði Ari Alexander þegar Vísir náði tali af honum í dag. Rojanasunan er hér á landi í fríi ásamt nokkuð stórum hópi fólks. Ari Alexander gerði ekki athugasemdir við veru annarra í hópnum á staðnum en hennar. Hún deildi mynd af sér í nótt á samfélagsmiðlinum Instagram og sagði að hún hefði loksins náð markmiði sínu að sjá norðurljósin. View this post on Instagram A post shared by Porntip Rojanasunan (@porntip_nai) Frægasti réttarmeinafræðingur landsins Porntip Rojanasunan er vel þekkt í stjórnmálum Taílands. Hún er menntaður læknir og réttarmeinafræðingur. Hún steig fram í sviðsljósið árið 1998 og varð fljótlega þekktasti réttarmeinafræðingur landsins. Hún var frumkvöðull í notkun erfðaefnisrannsókna í landinu og athyglisverðar hárgreiðslur hennar ýttu undir frægðina. Rojanasunan stýrði réttarmeinastofnun Taílands um tíma og var kjörin á þing árið 2019. Veitingastaðir Kópavogur Taíland Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Ari Alexander sýndi frá því þegar hann rak Rojanasunan út af staðnum í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Myndskeiðið er ekki aðgengilegt en fjöldi taílenskra miðla hefur greint frá innihaldi þess. Porntip Rojanasunan fékk ekki að borða sushi í gær.Skjáskot/PBS Í myndskeiðinu heyrist Ari Alexander ekki gefa aðrar útskýringar á brottrekstri Rojanasunan en að hún hefði valdið Taílandi miklum skaða. Ari Alexander er af taílenskum uppruna. „Þú ert ekki velkomin hér, farðu út af veitingastaðnum mínum,“ sagði Ari Alexander á ensku. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. Talið tengjast pólitískum ágreiningi Í taílenska miðlinum PBS segir að talið sé að Ari Alexander hafi ekki viljað hafa Rojanasunan inni á staðnum vegna andstöðu hennar við stjórnmálaflokk sem vill minnka áhrif konungsfjölskyldunnar í Taílandi. „No comment," sagði Ari Alexander þegar Vísir náði tali af honum í dag. Rojanasunan er hér á landi í fríi ásamt nokkuð stórum hópi fólks. Ari Alexander gerði ekki athugasemdir við veru annarra í hópnum á staðnum en hennar. Hún deildi mynd af sér í nótt á samfélagsmiðlinum Instagram og sagði að hún hefði loksins náð markmiði sínu að sjá norðurljósin. View this post on Instagram A post shared by Porntip Rojanasunan (@porntip_nai) Frægasti réttarmeinafræðingur landsins Porntip Rojanasunan er vel þekkt í stjórnmálum Taílands. Hún er menntaður læknir og réttarmeinafræðingur. Hún steig fram í sviðsljósið árið 1998 og varð fljótlega þekktasti réttarmeinafræðingur landsins. Hún var frumkvöðull í notkun erfðaefnisrannsókna í landinu og athyglisverðar hárgreiðslur hennar ýttu undir frægðina. Rojanasunan stýrði réttarmeinastofnun Taílands um tíma og var kjörin á þing árið 2019.
Veitingastaðir Kópavogur Taíland Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira