Þegar vonin dofnar Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 30. september 2023 14:00 Niðurstöður nýlegrar könnunar hefur sýnt að atvinnuþátttaka fólks frá Venesúela sem fengið hefur landvistarleyfi hérlendis er marktækt hærri en meðal Íslendinga. Við sem þjóð þurfum á góðu fólki að halda til að manna störf og auðga mannlífið. Það hefur verið mér sönn ánægja að hafa haft kynni við fólk frá Venesúela gegnum atvinnu sem og í daglegu lífi í frítímanum. Sjálf fæ ég aðstoð með þrif og eldamennsku á heimilinu frá yndislegri og hámenntaðri stúlku frá Venesúela. Hún er lærður kokkur og hefur kennt mér ýmislegt þegar kemur að matreiðslu. Staðan er nefnilega sú að aðkomufólk frá Venesúela hefur oft á tíðum fjölbreyttan og sterkan menntunarbakgrunn og starfsreynslu og gengur auðveldlega í ólík störf, sérstaklega þegar það hefur náð tökum á íslenskunni. Ég hef eignast marga góða vini frá Venesúela og því var það mér áfall að sjá að íslensk stjórnvöld munu líklega brottvísa fjölda þessa fólks frá Íslandi og hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við það samkvæmt viðtali við dómsmálaráðherra. Frá árinu 2014 hafa um sjö milljónir einstaklinga frá Venesúela yfirgefið heimili sín sökum ógnarstjórnun og verðbólgu en einnig vegna þess að landið er að mörgu leyti í molum. Margir búa ekki við fæðuöryggi sökum lakra launakjara, skortur er á lyfjum og heilbrigðisþjónusta er ekki aðgengileg fólkinu með sama hætti og áður fyrr. Næstkomandi miðvikudag, 4.október, klukkan 10, verður sýnd samstaða í þögn fyrir utan Hallgrímskirkju til stuðnings fólks frá Venesúela á Íslandi! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Flóttafólk á Íslandi Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar könnunar hefur sýnt að atvinnuþátttaka fólks frá Venesúela sem fengið hefur landvistarleyfi hérlendis er marktækt hærri en meðal Íslendinga. Við sem þjóð þurfum á góðu fólki að halda til að manna störf og auðga mannlífið. Það hefur verið mér sönn ánægja að hafa haft kynni við fólk frá Venesúela gegnum atvinnu sem og í daglegu lífi í frítímanum. Sjálf fæ ég aðstoð með þrif og eldamennsku á heimilinu frá yndislegri og hámenntaðri stúlku frá Venesúela. Hún er lærður kokkur og hefur kennt mér ýmislegt þegar kemur að matreiðslu. Staðan er nefnilega sú að aðkomufólk frá Venesúela hefur oft á tíðum fjölbreyttan og sterkan menntunarbakgrunn og starfsreynslu og gengur auðveldlega í ólík störf, sérstaklega þegar það hefur náð tökum á íslenskunni. Ég hef eignast marga góða vini frá Venesúela og því var það mér áfall að sjá að íslensk stjórnvöld munu líklega brottvísa fjölda þessa fólks frá Íslandi og hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við það samkvæmt viðtali við dómsmálaráðherra. Frá árinu 2014 hafa um sjö milljónir einstaklinga frá Venesúela yfirgefið heimili sín sökum ógnarstjórnun og verðbólgu en einnig vegna þess að landið er að mörgu leyti í molum. Margir búa ekki við fæðuöryggi sökum lakra launakjara, skortur er á lyfjum og heilbrigðisþjónusta er ekki aðgengileg fólkinu með sama hætti og áður fyrr. Næstkomandi miðvikudag, 4.október, klukkan 10, verður sýnd samstaða í þögn fyrir utan Hallgrímskirkju til stuðnings fólks frá Venesúela á Íslandi! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar