Þegar vonin dofnar Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 30. september 2023 14:00 Niðurstöður nýlegrar könnunar hefur sýnt að atvinnuþátttaka fólks frá Venesúela sem fengið hefur landvistarleyfi hérlendis er marktækt hærri en meðal Íslendinga. Við sem þjóð þurfum á góðu fólki að halda til að manna störf og auðga mannlífið. Það hefur verið mér sönn ánægja að hafa haft kynni við fólk frá Venesúela gegnum atvinnu sem og í daglegu lífi í frítímanum. Sjálf fæ ég aðstoð með þrif og eldamennsku á heimilinu frá yndislegri og hámenntaðri stúlku frá Venesúela. Hún er lærður kokkur og hefur kennt mér ýmislegt þegar kemur að matreiðslu. Staðan er nefnilega sú að aðkomufólk frá Venesúela hefur oft á tíðum fjölbreyttan og sterkan menntunarbakgrunn og starfsreynslu og gengur auðveldlega í ólík störf, sérstaklega þegar það hefur náð tökum á íslenskunni. Ég hef eignast marga góða vini frá Venesúela og því var það mér áfall að sjá að íslensk stjórnvöld munu líklega brottvísa fjölda þessa fólks frá Íslandi og hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við það samkvæmt viðtali við dómsmálaráðherra. Frá árinu 2014 hafa um sjö milljónir einstaklinga frá Venesúela yfirgefið heimili sín sökum ógnarstjórnun og verðbólgu en einnig vegna þess að landið er að mörgu leyti í molum. Margir búa ekki við fæðuöryggi sökum lakra launakjara, skortur er á lyfjum og heilbrigðisþjónusta er ekki aðgengileg fólkinu með sama hætti og áður fyrr. Næstkomandi miðvikudag, 4.október, klukkan 10, verður sýnd samstaða í þögn fyrir utan Hallgrímskirkju til stuðnings fólks frá Venesúela á Íslandi! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Flóttafólk á Íslandi Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar könnunar hefur sýnt að atvinnuþátttaka fólks frá Venesúela sem fengið hefur landvistarleyfi hérlendis er marktækt hærri en meðal Íslendinga. Við sem þjóð þurfum á góðu fólki að halda til að manna störf og auðga mannlífið. Það hefur verið mér sönn ánægja að hafa haft kynni við fólk frá Venesúela gegnum atvinnu sem og í daglegu lífi í frítímanum. Sjálf fæ ég aðstoð með þrif og eldamennsku á heimilinu frá yndislegri og hámenntaðri stúlku frá Venesúela. Hún er lærður kokkur og hefur kennt mér ýmislegt þegar kemur að matreiðslu. Staðan er nefnilega sú að aðkomufólk frá Venesúela hefur oft á tíðum fjölbreyttan og sterkan menntunarbakgrunn og starfsreynslu og gengur auðveldlega í ólík störf, sérstaklega þegar það hefur náð tökum á íslenskunni. Ég hef eignast marga góða vini frá Venesúela og því var það mér áfall að sjá að íslensk stjórnvöld munu líklega brottvísa fjölda þessa fólks frá Íslandi og hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við það samkvæmt viðtali við dómsmálaráðherra. Frá árinu 2014 hafa um sjö milljónir einstaklinga frá Venesúela yfirgefið heimili sín sökum ógnarstjórnun og verðbólgu en einnig vegna þess að landið er að mörgu leyti í molum. Margir búa ekki við fæðuöryggi sökum lakra launakjara, skortur er á lyfjum og heilbrigðisþjónusta er ekki aðgengileg fólkinu með sama hætti og áður fyrr. Næstkomandi miðvikudag, 4.október, klukkan 10, verður sýnd samstaða í þögn fyrir utan Hallgrímskirkju til stuðnings fólks frá Venesúela á Íslandi! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar