Þegar vonin dofnar Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 30. september 2023 14:00 Niðurstöður nýlegrar könnunar hefur sýnt að atvinnuþátttaka fólks frá Venesúela sem fengið hefur landvistarleyfi hérlendis er marktækt hærri en meðal Íslendinga. Við sem þjóð þurfum á góðu fólki að halda til að manna störf og auðga mannlífið. Það hefur verið mér sönn ánægja að hafa haft kynni við fólk frá Venesúela gegnum atvinnu sem og í daglegu lífi í frítímanum. Sjálf fæ ég aðstoð með þrif og eldamennsku á heimilinu frá yndislegri og hámenntaðri stúlku frá Venesúela. Hún er lærður kokkur og hefur kennt mér ýmislegt þegar kemur að matreiðslu. Staðan er nefnilega sú að aðkomufólk frá Venesúela hefur oft á tíðum fjölbreyttan og sterkan menntunarbakgrunn og starfsreynslu og gengur auðveldlega í ólík störf, sérstaklega þegar það hefur náð tökum á íslenskunni. Ég hef eignast marga góða vini frá Venesúela og því var það mér áfall að sjá að íslensk stjórnvöld munu líklega brottvísa fjölda þessa fólks frá Íslandi og hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við það samkvæmt viðtali við dómsmálaráðherra. Frá árinu 2014 hafa um sjö milljónir einstaklinga frá Venesúela yfirgefið heimili sín sökum ógnarstjórnun og verðbólgu en einnig vegna þess að landið er að mörgu leyti í molum. Margir búa ekki við fæðuöryggi sökum lakra launakjara, skortur er á lyfjum og heilbrigðisþjónusta er ekki aðgengileg fólkinu með sama hætti og áður fyrr. Næstkomandi miðvikudag, 4.október, klukkan 10, verður sýnd samstaða í þögn fyrir utan Hallgrímskirkju til stuðnings fólks frá Venesúela á Íslandi! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Flóttafólk á Íslandi Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar könnunar hefur sýnt að atvinnuþátttaka fólks frá Venesúela sem fengið hefur landvistarleyfi hérlendis er marktækt hærri en meðal Íslendinga. Við sem þjóð þurfum á góðu fólki að halda til að manna störf og auðga mannlífið. Það hefur verið mér sönn ánægja að hafa haft kynni við fólk frá Venesúela gegnum atvinnu sem og í daglegu lífi í frítímanum. Sjálf fæ ég aðstoð með þrif og eldamennsku á heimilinu frá yndislegri og hámenntaðri stúlku frá Venesúela. Hún er lærður kokkur og hefur kennt mér ýmislegt þegar kemur að matreiðslu. Staðan er nefnilega sú að aðkomufólk frá Venesúela hefur oft á tíðum fjölbreyttan og sterkan menntunarbakgrunn og starfsreynslu og gengur auðveldlega í ólík störf, sérstaklega þegar það hefur náð tökum á íslenskunni. Ég hef eignast marga góða vini frá Venesúela og því var það mér áfall að sjá að íslensk stjórnvöld munu líklega brottvísa fjölda þessa fólks frá Íslandi og hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við það samkvæmt viðtali við dómsmálaráðherra. Frá árinu 2014 hafa um sjö milljónir einstaklinga frá Venesúela yfirgefið heimili sín sökum ógnarstjórnun og verðbólgu en einnig vegna þess að landið er að mörgu leyti í molum. Margir búa ekki við fæðuöryggi sökum lakra launakjara, skortur er á lyfjum og heilbrigðisþjónusta er ekki aðgengileg fólkinu með sama hætti og áður fyrr. Næstkomandi miðvikudag, 4.október, klukkan 10, verður sýnd samstaða í þögn fyrir utan Hallgrímskirkju til stuðnings fólks frá Venesúela á Íslandi! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar