Verk RAX til sýnis á Victoria and Albert safninu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. september 2023 23:42 Where the World is Melting heitir myndasyrpa RAX. Aðsend Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, sýnir nú verk sín á ljósmyndasýningu á Victoria and Albert safninu í Lundúnum. Safnið er á listum yfir virtustu ljósmyndasöfn heims auk þess sem það er stærsta nytjalista- og hönnunarsafn heims. Ragnar hlaut í sumar tilnefningu til Prix Pictet verðlaunanna, en þau eru sögð virtustu verðlaun sem veitt eru fyrir ljósmyndun. Verðlaunin voru veitt í gær og hreppti indverski ljósmyndarinn Gauri Gill hnossið. Frá opnunarathöfn sýningarinnar. Eins og myndin gefur til kynna var þema keppninnar Human. Aðsend Opnunarathöfn ljósmyndasýningar ljósmyndaranna tólf sem tilnefndir voru fór fram í kvöld. Ragnar sýnir ljósmyndir úr myndröðinni Where The World is Melting. Myndirnar voru teknar á Íslandi, Grænlandi og Síberíu. Ragnar sagði tilnefninguna mikinn heiður í samtali við fréttastofu í sumar. „Þetta er ákveðið statement um að maður sé að gera eitthvað af viti,“ sagði hann. Victoria and Albert safnið opnaði fyrst árið 1852 of er eitt virtasta ljósmyndasafn heims. Aðsend Sýningin á Victoria and Albert safninu stendur yfir til 22. október næstkomandi. Þá færist sýningin á Red Cross safnið í Genf í Sviss og verður þar fram í apríl á næsta ári. RAX á yfir fjörutíu ára feril að baki í faginu og er hvergi nærri hættur. Hann starfaði lengi sem ljósmyndari Morgunblaðsins auk þess sem hann hefur gefið út samtals átta ljósmyndabækur. Ljósmyndir RAX hafa verið birtar í tímaritum á borð við Life, Newsweek, Stern, National geograpic og Time. Gestir virða fyrir sér ljósmyndir RAX.Aðsend Nú vinnur hann að nýrri ljósmyndabók- og sýningu þar sem hann hefur ferðast um heimskautalöndin og tekið myndir. Hann segir markmið verkefnisins vera að vekja athygli á heimskautalöndunum í tengslum við loftslagsmál og mismunandi lifnaðarhætti íbúa heimskautalandanna. Í þáttunum RAX augnablik sem sýndir eru á Vísi og Stöð 2 Maraþon segir Ragnar sögurnar á bak við ógleymanlegar ljósmyndir sínar. Þættina má nálgast hér. RAX Ljósmyndun Söfn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir RAX tilnefndur til stórra ljósmyndaverðlauna Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, hefur verið tilnefndur til Prix Pictet ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin eru ein þau virtustu sem veitt eru í faginu. 7. júlí 2023 12:45 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Ragnar hlaut í sumar tilnefningu til Prix Pictet verðlaunanna, en þau eru sögð virtustu verðlaun sem veitt eru fyrir ljósmyndun. Verðlaunin voru veitt í gær og hreppti indverski ljósmyndarinn Gauri Gill hnossið. Frá opnunarathöfn sýningarinnar. Eins og myndin gefur til kynna var þema keppninnar Human. Aðsend Opnunarathöfn ljósmyndasýningar ljósmyndaranna tólf sem tilnefndir voru fór fram í kvöld. Ragnar sýnir ljósmyndir úr myndröðinni Where The World is Melting. Myndirnar voru teknar á Íslandi, Grænlandi og Síberíu. Ragnar sagði tilnefninguna mikinn heiður í samtali við fréttastofu í sumar. „Þetta er ákveðið statement um að maður sé að gera eitthvað af viti,“ sagði hann. Victoria and Albert safnið opnaði fyrst árið 1852 of er eitt virtasta ljósmyndasafn heims. Aðsend Sýningin á Victoria and Albert safninu stendur yfir til 22. október næstkomandi. Þá færist sýningin á Red Cross safnið í Genf í Sviss og verður þar fram í apríl á næsta ári. RAX á yfir fjörutíu ára feril að baki í faginu og er hvergi nærri hættur. Hann starfaði lengi sem ljósmyndari Morgunblaðsins auk þess sem hann hefur gefið út samtals átta ljósmyndabækur. Ljósmyndir RAX hafa verið birtar í tímaritum á borð við Life, Newsweek, Stern, National geograpic og Time. Gestir virða fyrir sér ljósmyndir RAX.Aðsend Nú vinnur hann að nýrri ljósmyndabók- og sýningu þar sem hann hefur ferðast um heimskautalöndin og tekið myndir. Hann segir markmið verkefnisins vera að vekja athygli á heimskautalöndunum í tengslum við loftslagsmál og mismunandi lifnaðarhætti íbúa heimskautalandanna. Í þáttunum RAX augnablik sem sýndir eru á Vísi og Stöð 2 Maraþon segir Ragnar sögurnar á bak við ógleymanlegar ljósmyndir sínar. Þættina má nálgast hér.
RAX Ljósmyndun Söfn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir RAX tilnefndur til stórra ljósmyndaverðlauna Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, hefur verið tilnefndur til Prix Pictet ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin eru ein þau virtustu sem veitt eru í faginu. 7. júlí 2023 12:45 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
RAX tilnefndur til stórra ljósmyndaverðlauna Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, hefur verið tilnefndur til Prix Pictet ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin eru ein þau virtustu sem veitt eru í faginu. 7. júlí 2023 12:45