Samstaða í stað samsæriskenninga Finnur Th. Eiríksson skrifar 29. september 2023 14:00 Um þessar mundir steðja raunverulegar ógnir að Vesturlöndum, meðal annars frá vopnaskaki Pútíns í Úkraínu og auknum umsvifum kínverskra yfirvalda í Evrópu. Þótt Vesturlandabúar hafi ærið tilefni til að þétta raðirnar, er langt um liðið síðan vestrænt samfélag var jafn sundrað. Það einkennist í auknum mæli af hugmyndafræðilega einangruðum afkimum og skotgrafastjórnmálum. Þessi þróun er reyndar ekki ný af nálinni. Undanfarna áratugi hafa andvestræn alræðisríki markvisst beitt upplýsingahernaði gegn Vesturlöndum. Mikið af áróðri þeirra rekur uppruna sinn til yfirvalda í Rússlandi. En vestrænir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar eru einnig meðsekir í útbreiðslu hans. Þeir hafa átt sinn þátt í að skapa umræðuhefð sem er fjandsamleg málamiðlunum og elur á sundrung. Algrímar samfélagsmiðlanna magna öfgaraddir á meðan skynsemisraddir eru kaffærðar. Í þessu óreiðukennda umhverfi er að ákveðnu leyti skiljanlegt að fólk leiðist út á braut samsæriskenninga. Fjölskyldum sundrað Í mörgum samsæriskenningum má finna stök sannleikskorn. En í höndum samsæriskenningafólks er þessum kornum undantekningarlaust hnoðað saman við óstaðfestar og beinlínis rangar upplýsingar. Afleiðingin er sú að kenningarnar eru ekki til þess fallnar að valda vitundarvakningu heldur sundrung.Þrátt fyrir að vera hugmyndafræðilegs eðlis geta þær engu að síður haft raunveruleg og samfélagslega skaðleg áhrif. Ég hef áður skrifað umhvernig þær geta bókstaflega stofnað samfélagshópum í lífshættu. En samsæriskenningar geta einnig haft lúmskari áhrif. Þær hafa meðal annars sundrað vinahópum og fjölskyldum. Stofnaðir hafa verið stuðningshópar fyrir aðstandendur þeirra sem hafa orðið gagnteknir af samsæriskenningum. En hvers vegna ná samsæriskenningar tangarhaldi á ákveðnum einstaklingum? Svarið er að samsæriskenningar eru sérsniðnar til að hafa áhrif á frumstæð varnarviðbrögð heilans. Þessi viðbrögð eru heilbrigð upp að ákveðnu marki, en hjá sumum virðast þau vera öðrum kenndum yfirsterkari. Auk þess getur hópþrýstingur og félagsleg viðurkenning viðhaldið trúnni á samsæriskenningar. Hafi einstaklingur tileinkað sér slíkar kenningar gæti honum reynst erfitt að fylla upp í tómarúmið sem myndast þegar hann segir skilið við þær. Leiðin til baka Margir tengja samsæriskenningar eingöngu við hægri-öfgamenn en staðreyndin er sú að þær er einnig að finna meðal vinstri-öfgamanna. Fyrir um áratug síðan var ég hallur undir ýmsar samsæriskenningar sem nutu vinsælda á vinstri vængnum. En smám saman rann upp fyrir mér að sannleiksgildi þessara kenninga var lítið sem ekkert og að þær höfðu haft neikvæð áhrif á andlega líðan mína. Það var lítil furða því þær ólu á tortryggni og neikvæðni gagnvart öðrum samfélagshópum. Til að losna undan áhrifum þeirra þurfti ég að yfirgefa bergmálshellana sem ég hafði dvalið í. Árið 2016 eyddi ég reikningum mínum á samfélagsmiðlum og byrjaði á nýjum grunni. Í stað reyfarakenndra myndskeiða á Youtube og svipuðum síðum fór ég að afla mér heimilda í virtum fræðiritum. Til dæmis varð ég fljótt mikill aðdáandi alfræðibókarinnar Encyclopædia Britannica, sem hefur verið stöðugt uppfærð frá árinu 1768 og hefur að geyma fjöldann allan af ritrýndum fræðigreinum. Ég er einnig dyggur lesandi Ground News sem safnar sambærilegum fréttum frá ólíkum fréttamiðlum og tiltekur hvort þeir hafi hægri- eða vinstrisveiflu. Þessi breyting krafðist sjálfsaga, en hún hefur einungis haft jákvæð áhrif á líf mitt. Lokaorð Þrátt fyrir sundrungina sem einkennir Vesturlönd um þessar mundir er enn fullt tilefni til bjartsýni. Til dæmis eru lífsgæði og mannréttindi hvergi meiri en á Vesturlöndum. Frjáls fjölmiðlun, þrískipting ríkisvaldsins og fleiri aðalsmerki vestrænna ríkja eru eitur í beinum alræðisríkja sem neita þegnum sínum um slíkan munað. Þau þrá því ekkert heitar en að sjá Vesturlandabúa sóa velmegun sinni í skotgrafastjórnmál og samsæriskenningar. Það er hafið yfir allan vafa að fyrrnefnd alræðisríki hafi markvisst alið á þessari sundrung. Munum við koma þeim upp með það? Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir steðja raunverulegar ógnir að Vesturlöndum, meðal annars frá vopnaskaki Pútíns í Úkraínu og auknum umsvifum kínverskra yfirvalda í Evrópu. Þótt Vesturlandabúar hafi ærið tilefni til að þétta raðirnar, er langt um liðið síðan vestrænt samfélag var jafn sundrað. Það einkennist í auknum mæli af hugmyndafræðilega einangruðum afkimum og skotgrafastjórnmálum. Þessi þróun er reyndar ekki ný af nálinni. Undanfarna áratugi hafa andvestræn alræðisríki markvisst beitt upplýsingahernaði gegn Vesturlöndum. Mikið af áróðri þeirra rekur uppruna sinn til yfirvalda í Rússlandi. En vestrænir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar eru einnig meðsekir í útbreiðslu hans. Þeir hafa átt sinn þátt í að skapa umræðuhefð sem er fjandsamleg málamiðlunum og elur á sundrung. Algrímar samfélagsmiðlanna magna öfgaraddir á meðan skynsemisraddir eru kaffærðar. Í þessu óreiðukennda umhverfi er að ákveðnu leyti skiljanlegt að fólk leiðist út á braut samsæriskenninga. Fjölskyldum sundrað Í mörgum samsæriskenningum má finna stök sannleikskorn. En í höndum samsæriskenningafólks er þessum kornum undantekningarlaust hnoðað saman við óstaðfestar og beinlínis rangar upplýsingar. Afleiðingin er sú að kenningarnar eru ekki til þess fallnar að valda vitundarvakningu heldur sundrung.Þrátt fyrir að vera hugmyndafræðilegs eðlis geta þær engu að síður haft raunveruleg og samfélagslega skaðleg áhrif. Ég hef áður skrifað umhvernig þær geta bókstaflega stofnað samfélagshópum í lífshættu. En samsæriskenningar geta einnig haft lúmskari áhrif. Þær hafa meðal annars sundrað vinahópum og fjölskyldum. Stofnaðir hafa verið stuðningshópar fyrir aðstandendur þeirra sem hafa orðið gagnteknir af samsæriskenningum. En hvers vegna ná samsæriskenningar tangarhaldi á ákveðnum einstaklingum? Svarið er að samsæriskenningar eru sérsniðnar til að hafa áhrif á frumstæð varnarviðbrögð heilans. Þessi viðbrögð eru heilbrigð upp að ákveðnu marki, en hjá sumum virðast þau vera öðrum kenndum yfirsterkari. Auk þess getur hópþrýstingur og félagsleg viðurkenning viðhaldið trúnni á samsæriskenningar. Hafi einstaklingur tileinkað sér slíkar kenningar gæti honum reynst erfitt að fylla upp í tómarúmið sem myndast þegar hann segir skilið við þær. Leiðin til baka Margir tengja samsæriskenningar eingöngu við hægri-öfgamenn en staðreyndin er sú að þær er einnig að finna meðal vinstri-öfgamanna. Fyrir um áratug síðan var ég hallur undir ýmsar samsæriskenningar sem nutu vinsælda á vinstri vængnum. En smám saman rann upp fyrir mér að sannleiksgildi þessara kenninga var lítið sem ekkert og að þær höfðu haft neikvæð áhrif á andlega líðan mína. Það var lítil furða því þær ólu á tortryggni og neikvæðni gagnvart öðrum samfélagshópum. Til að losna undan áhrifum þeirra þurfti ég að yfirgefa bergmálshellana sem ég hafði dvalið í. Árið 2016 eyddi ég reikningum mínum á samfélagsmiðlum og byrjaði á nýjum grunni. Í stað reyfarakenndra myndskeiða á Youtube og svipuðum síðum fór ég að afla mér heimilda í virtum fræðiritum. Til dæmis varð ég fljótt mikill aðdáandi alfræðibókarinnar Encyclopædia Britannica, sem hefur verið stöðugt uppfærð frá árinu 1768 og hefur að geyma fjöldann allan af ritrýndum fræðigreinum. Ég er einnig dyggur lesandi Ground News sem safnar sambærilegum fréttum frá ólíkum fréttamiðlum og tiltekur hvort þeir hafi hægri- eða vinstrisveiflu. Þessi breyting krafðist sjálfsaga, en hún hefur einungis haft jákvæð áhrif á líf mitt. Lokaorð Þrátt fyrir sundrungina sem einkennir Vesturlönd um þessar mundir er enn fullt tilefni til bjartsýni. Til dæmis eru lífsgæði og mannréttindi hvergi meiri en á Vesturlöndum. Frjáls fjölmiðlun, þrískipting ríkisvaldsins og fleiri aðalsmerki vestrænna ríkja eru eitur í beinum alræðisríkja sem neita þegnum sínum um slíkan munað. Þau þrá því ekkert heitar en að sjá Vesturlandabúa sóa velmegun sinni í skotgrafastjórnmál og samsæriskenningar. Það er hafið yfir allan vafa að fyrrnefnd alræðisríki hafi markvisst alið á þessari sundrung. Munum við koma þeim upp með það? Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun