„Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2023 12:00 Guðbergur Bergsson, rithöfundur. Kveðjuathöfn í hans anda verður haldin í Silfurbergi í Hörpu klukkan fjögur í dag. Vísir/Egill Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs. Guðbergur Bergsson lést 4. september síðastliðinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins; eftir hann liggur fjöldi bóka af ýmsum toga og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. Og í dag á að kveðja hann með pompi og prakt í Hörpu. Guðni Þorbjörnsson, sambýlismaður Guðbergs, stendur að athöfninni. Hann segir að það hafi alls ekki komið til greina að halda hefðbundna útför fyrir Guðberg. „Þetta er ekkert venjulegur viðburður, þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður. Við erum með Hörpuna út af fyrir okkur. Þarna verðum við með landslið listamanna með okkur, tónlistarfólk, rithöfunda og alla bestu vini okkar. Þarna verður Bubbi Morthens vinur okkar með sturlað atriði sem enginn hefur séð aður. Þá er Bubbi að búa til nýtt lag fyrir okkur,“ segir Guðni. Allir velkomnir og beint streymi á Vísi Athöfnin verður sett upp sem „hinsta listaverk“ Guðbergs, að sögn Guðna. Séra Sigfinnur Þorleifsson stýrir kveðjustundinni og auk áðurnefnds Bubba Morthens koma meðal annarra fram Ragnar Jónasson, Steinunn Sigurðardóttir og Jóhann Páll Valdimarsson. Blóm og kransar eru afþakkaðir í anda Guðbergs - og athöfnin er opin öllum. „Þetta er ofsalega flottur viðburður og það eru allir velkomnir. Þannig að ég vona að sem flestir komi og verði með okkur,“ segir Guðni Þorbjörnsson. Kveðjuathöfn Guðbergs hefst klukkan fjögur í Silfurbergi í Hörpu. Streymt verður beint frá athöfninni á Vísi. Bókmenntir Andlát Menning Reykjavík Tengdar fréttir Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. 29. september 2023 06:27 Kveðjuathöfn Guðbergs verður í Hörpu Kveðjuathöfn vegna andláts Guðbergs Bergssonar, sem lést hinn 4. september síðastliðinn, verður haldin í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn 29. september klukkan 16. 23. september 2023 06:00 Guðbergur Bergsson er látinn Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. 6. september 2023 06:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Guðbergur Bergsson lést 4. september síðastliðinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins; eftir hann liggur fjöldi bóka af ýmsum toga og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. Og í dag á að kveðja hann með pompi og prakt í Hörpu. Guðni Þorbjörnsson, sambýlismaður Guðbergs, stendur að athöfninni. Hann segir að það hafi alls ekki komið til greina að halda hefðbundna útför fyrir Guðberg. „Þetta er ekkert venjulegur viðburður, þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður. Við erum með Hörpuna út af fyrir okkur. Þarna verðum við með landslið listamanna með okkur, tónlistarfólk, rithöfunda og alla bestu vini okkar. Þarna verður Bubbi Morthens vinur okkar með sturlað atriði sem enginn hefur séð aður. Þá er Bubbi að búa til nýtt lag fyrir okkur,“ segir Guðni. Allir velkomnir og beint streymi á Vísi Athöfnin verður sett upp sem „hinsta listaverk“ Guðbergs, að sögn Guðna. Séra Sigfinnur Þorleifsson stýrir kveðjustundinni og auk áðurnefnds Bubba Morthens koma meðal annarra fram Ragnar Jónasson, Steinunn Sigurðardóttir og Jóhann Páll Valdimarsson. Blóm og kransar eru afþakkaðir í anda Guðbergs - og athöfnin er opin öllum. „Þetta er ofsalega flottur viðburður og það eru allir velkomnir. Þannig að ég vona að sem flestir komi og verði með okkur,“ segir Guðni Þorbjörnsson. Kveðjuathöfn Guðbergs hefst klukkan fjögur í Silfurbergi í Hörpu. Streymt verður beint frá athöfninni á Vísi.
Bókmenntir Andlát Menning Reykjavík Tengdar fréttir Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. 29. september 2023 06:27 Kveðjuathöfn Guðbergs verður í Hörpu Kveðjuathöfn vegna andláts Guðbergs Bergssonar, sem lést hinn 4. september síðastliðinn, verður haldin í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn 29. september klukkan 16. 23. september 2023 06:00 Guðbergur Bergsson er látinn Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. 6. september 2023 06:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. 29. september 2023 06:27
Kveðjuathöfn Guðbergs verður í Hörpu Kveðjuathöfn vegna andláts Guðbergs Bergssonar, sem lést hinn 4. september síðastliðinn, verður haldin í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn 29. september klukkan 16. 23. september 2023 06:00
Guðbergur Bergsson er látinn Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. 6. september 2023 06:15