„Ég þoli ekki að bíða eftir þóknanlegum viðbrögðum frá einhverjum yfirmanni“ Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2023 10:48 Snorri Másson hefur stofnað nýjan fjölmiðil og áhuginn lætur ekki á sér standa. vísir/vilhelm „Ég þarf að vera hluti af lausninni fyrir íslenskt samfélag, en ekki vandamálið,“ segir Snorri Másson fjölmiðlamaður, býsna brattur. Snorri hefur stofnað fjölmiðil sem heitir „Snorri Másson ritstjóri“. Samhliða efni sem þar birtist, en um er að ræða áskriftarvefsíðu, fer Snorri vikulega yfir fréttir vikunnar í sérstökum fréttaþætti í sjónvarpi á öllum hugsanlegum samfélagsmiðlum, frá hlaðvarpsveitum og til YouTube og X. Slóðin á miðilinn er ritstjori.is „Að hægt sé að miðla efni beint til lesenda án milliliða eins og fjölmiðla eða stofnana er að mínu mati bylting í upplýsingamiðlun fyrir mannkynið. Sú bylting er rétt að hefjast og ég ætla að taka þátt,“ segir Snorri. Áskriftirnar hrannast upp Snorri sendi út tilkynningu í morgun, um að hinn nýi miðill væri í farvatninu og hann segir að áskriftirnar hrannist upp. „Já, ég er ánægður með áhugann á þessu. Það eru raunverulega að hrannast inn áskriftir á síðuna og hraðar en ég gat ímyndað mér þannig að ég trúi ekki öðru en að það verði eftirspurn eftir manni sem þorir að segja það sem hann hugsar.“ Snorri Másson fagnar því nú að geta skrifað og sagt nákvæmlega það sem honum sýnist.vísir/vilhelm Snorri starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu og færði sig síðan yfir á Vísi og Stöð 2. Þar sem hann átti góðu gengi að fagna en hann lét af störfum þar nýverið. „Tæknin er orðin slík að nú get ég náð til allra á eigin vegum og mig langar til að skrifa frá hjartanu. Sumum þykir það gott hjarta, öðrum ef til vill eitthvað morknara en engu að síður er það hjarta. Nú er ég bara byrjaður að vinna og vinna.“ Vill brúa bil milli ólíkra hópa Á Snorri Másson ritstjóri er vefsíða þar sem verður ritað efni, hlaðvarp og sjónvarp. „Og ég veit ekki hvað og hvað. Það er þörf á að blása nýju lífi í íslenska fjölmiðla sem mér finnst hafa verið í ládeyðu. Það er alla veganna stór hópur af lesendum sem finnst ekki að það sé verið að tala við þau. Ekki verið að sinna þeirra sjónarmiðum.“ Snorri lýsir því svo að hann eigi auðvelt með að vera meginstraumsmaður sem og flæktur í skrítnar kenningar á internetinu. „Ég get ferðast á milli þessara heima og brúað bilið. Yfir gjánna sem hefur myndast í samfélaginu í einhverju leyti. Ég hef áhuga á því að útskýra allt fyrir öllum,“ segir Snorri. Og er í raun að vísa til pólaríseringar sem einkennir samfélagið. Snorri segir blaðamenn á meginstraumsmiðlum fara létt með að ritskoða sjálfa sig.vísir/vilhelm „Þetta er allt í upphrópunum. Það er alltaf verið að draga fólk í dilka. Sem er ótrúlega ógjöful aðferð að skilja veruleikann. Þar sem þú ert hluti af þessum hópi ertu vondur. Góður ef þú tilheyrir öðrum. Ég held að manneskjan viti ekki neitt, við erum að reyna að fóta okkur.“ Sjálfsritskoðun blaðamanna Þetta eru háleit markmið. Ertu að segja að þú hafir ekki notið frelsis þegar þú starfaðir á meginstraumsmiðlum? „Jújú, ég myndi alveg segja að ég hafi notið frelsis að svo miklu leyti sem blaðamaður í meginstraumsmiðli getur notið. Þegar maður talar um að maður sé ritskoðaður og megi ekki segja hitt og þetta þá er um að ræða háþróaðan mekkanisma. Blaðamenn eru fullfærir um að ritskoða sig sjálfa. Maður er með innbyggðan lesanda í fréttinni sem maður vill ekki styggja.“ Þessu oki vildi Snorri lyfta. „Nú geti ég sagt nákvæmlega það sem mér sýnist. Fólk má hafa skoðun á þessu, endilega, en það kemur ekki að ofan. Kannski er þetta einhver ófyrirleitni eða uppreisnarseggurinn í mér en ég þoli ekki að bíða eftir þóknanlegum viðbrögðum frá einhverjum yfirmanni.“ Fjölmiðlar Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Snorri hefur stofnað fjölmiðil sem heitir „Snorri Másson ritstjóri“. Samhliða efni sem þar birtist, en um er að ræða áskriftarvefsíðu, fer Snorri vikulega yfir fréttir vikunnar í sérstökum fréttaþætti í sjónvarpi á öllum hugsanlegum samfélagsmiðlum, frá hlaðvarpsveitum og til YouTube og X. Slóðin á miðilinn er ritstjori.is „Að hægt sé að miðla efni beint til lesenda án milliliða eins og fjölmiðla eða stofnana er að mínu mati bylting í upplýsingamiðlun fyrir mannkynið. Sú bylting er rétt að hefjast og ég ætla að taka þátt,“ segir Snorri. Áskriftirnar hrannast upp Snorri sendi út tilkynningu í morgun, um að hinn nýi miðill væri í farvatninu og hann segir að áskriftirnar hrannist upp. „Já, ég er ánægður með áhugann á þessu. Það eru raunverulega að hrannast inn áskriftir á síðuna og hraðar en ég gat ímyndað mér þannig að ég trúi ekki öðru en að það verði eftirspurn eftir manni sem þorir að segja það sem hann hugsar.“ Snorri Másson fagnar því nú að geta skrifað og sagt nákvæmlega það sem honum sýnist.vísir/vilhelm Snorri starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu og færði sig síðan yfir á Vísi og Stöð 2. Þar sem hann átti góðu gengi að fagna en hann lét af störfum þar nýverið. „Tæknin er orðin slík að nú get ég náð til allra á eigin vegum og mig langar til að skrifa frá hjartanu. Sumum þykir það gott hjarta, öðrum ef til vill eitthvað morknara en engu að síður er það hjarta. Nú er ég bara byrjaður að vinna og vinna.“ Vill brúa bil milli ólíkra hópa Á Snorri Másson ritstjóri er vefsíða þar sem verður ritað efni, hlaðvarp og sjónvarp. „Og ég veit ekki hvað og hvað. Það er þörf á að blása nýju lífi í íslenska fjölmiðla sem mér finnst hafa verið í ládeyðu. Það er alla veganna stór hópur af lesendum sem finnst ekki að það sé verið að tala við þau. Ekki verið að sinna þeirra sjónarmiðum.“ Snorri lýsir því svo að hann eigi auðvelt með að vera meginstraumsmaður sem og flæktur í skrítnar kenningar á internetinu. „Ég get ferðast á milli þessara heima og brúað bilið. Yfir gjánna sem hefur myndast í samfélaginu í einhverju leyti. Ég hef áhuga á því að útskýra allt fyrir öllum,“ segir Snorri. Og er í raun að vísa til pólaríseringar sem einkennir samfélagið. Snorri segir blaðamenn á meginstraumsmiðlum fara létt með að ritskoða sjálfa sig.vísir/vilhelm „Þetta er allt í upphrópunum. Það er alltaf verið að draga fólk í dilka. Sem er ótrúlega ógjöful aðferð að skilja veruleikann. Þar sem þú ert hluti af þessum hópi ertu vondur. Góður ef þú tilheyrir öðrum. Ég held að manneskjan viti ekki neitt, við erum að reyna að fóta okkur.“ Sjálfsritskoðun blaðamanna Þetta eru háleit markmið. Ertu að segja að þú hafir ekki notið frelsis þegar þú starfaðir á meginstraumsmiðlum? „Jújú, ég myndi alveg segja að ég hafi notið frelsis að svo miklu leyti sem blaðamaður í meginstraumsmiðli getur notið. Þegar maður talar um að maður sé ritskoðaður og megi ekki segja hitt og þetta þá er um að ræða háþróaðan mekkanisma. Blaðamenn eru fullfærir um að ritskoða sig sjálfa. Maður er með innbyggðan lesanda í fréttinni sem maður vill ekki styggja.“ Þessu oki vildi Snorri lyfta. „Nú geti ég sagt nákvæmlega það sem mér sýnist. Fólk má hafa skoðun á þessu, endilega, en það kemur ekki að ofan. Kannski er þetta einhver ófyrirleitni eða uppreisnarseggurinn í mér en ég þoli ekki að bíða eftir þóknanlegum viðbrögðum frá einhverjum yfirmanni.“
Fjölmiðlar Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira