Viðskipti innlent

Kaup Ljós­leiðarans á stofn­neti Sýnar heimiluð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Einar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.
Einar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.

Sam­keppnis­eftir­litið hefur heimilað kaup Ljós­leiðarans á stofn­neti Sýnar án skil­yrða. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Ljós­leiðaranum.

Þar kemur fram að með þessu sé síðasta fyrir­vara í samningi fé­laganna af­létt. Áður hafði fyrir­vörum um meðal annars á­reiðan­leika­könnun og fjár­mögnun þessa þriggja milljarða króna kaup­samnings verið af­létt.

Sam­hliða kaup­samningi var gerður þjónustu­samningur milli fé­laganna til tólf ára um heild­sölu­að­gang og þjónustu yfir burðar-og að­gangs­neti Ljós­leiðarans. Þá var einnig gerður samningur um þjónustu um net­tengingu til út­landa.

„Á­fanginn í dag er mikil­vægur. Samningur okkar við Sýn eflir Ljós­leiðarann og það er mikil­vægt að það séu að minnsta kosti tvö öflug fyrir­tæki að þjóna fjar­skipta­fé­lögunum um landið allt. Það skiptir máli fyrir fjar­skipta­öryggi og það skiptir máli fyrir sam­keppni um þessa þjónustu sem leikur sí­fellt stærra hlut­verk í at­vinnu­lífi og dag­legu lífi fólks,“ er haft eftir Einari Þórarins­syni, fram­kvæmda­stjóra Ljós­leiðarans.

„Þetta er stór á­fangi í löngu ferli og nú fögnum við nýjum vinnu­fé­lögum sem fylgja rekstri stofn­nets Sýnar yfir til okkar Ljós­leiðar­a­fólks. Líkt og við tvinnum netið sem við erum að kaupa saman við okkar, hlakka ég til að efla þjónustu okkar enn frekar í sam­starfi við þann góða liðs­styrk,“ segir Einar.

„Það er alveg skýrt í mínum huga að fram­tíð Ljós­leiðarans er björt með öflugum lands­hring fjar­skipta og traustum samningum við fjar­skipta­fyrir­tæki sem tryggja okkur tekjur af þessari og öðrum nauð­syn­legum fjár­festingum til að Ís­land sé vel undir fram­tíðina búið.“

Vísir er í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×