Hvar skildi pabbi vera á biðlistanum, ætli honum endist ævin að komast af þeim lista? Davíð Bergmann skrifar 28. september 2023 16:01 Hvar skildi pabbi gamli vera í röðinni á biðlistanum að komast inn á hjúkrunarheimili orðinn 90 ára gamall, ætli honum endist ævin að KOMAST AF ÞEIM LISTA? Það er alveg víst að dauðinn sækir okkur að lokum og skatturinn fylgir okkur ofan í gröfina, því hann vill fá 10% af því sem við höfum aflað okkur á lífsleiðinni þrátt fyrir að við höfum greitt skatt af því öllu áður. Hvað fáum við í staðinn, eitt er á hreinu, ekki viðeigandi aðstoð á efri árum. Hvað fær pabbi gamli að loknu dagsverki, búinn að skila sínu til samfélagsins og vel það. Maður sem hefur aldrei stolið krónu, ekki þurft að vera með kennitöluna sína á flótta undan einu né neinu. Alla tíð unnið með tveimur jafn sterkum og aldrei verið í því að naga blýanta eða flytja speki eða reyna að hafa vit fyrir öðrum. Hann hefur þurft að lemja lífi í sængina út á ballarhafi til að geta lagst til hvílu því hún var frosin, þá nýkominn af dekki eftir að hafa verið að berja klakann utan af dallinum svo hann myndi ekki sökkva. Þetta var í kringum 1960, hvort sem hann var til sjós á síðutogurum vertíð eftir vertíð eða í landi þá vann hann vinnu sem krafðist líkamlegs erfiðis og útsjónarsemi. Það síðasta sem hann vann við áður en hann veiktist, þá orðinn 75 ára, var að gróðursetja sjö metra háar fánastangir með skóflu, jaka og járnkalli að vopni. Gróf eins metra djúpar holur og svo var 180 kg steini komið fyrir með lagni sem var boltaður við stöngina. Allt var þetta gert með handafli einu saman og þær skipta tugum, ef ekki hundruð um alla borg þessar fánastangir í dag. Verðskuldar ekki svona maður að eiga áhyggjulaust ævikvöld, tala nú ekki um þegar hann er í lífsloka meðferð. Læknavísindin geta ekki gert meira fyrir hann í dag en að lina þjáningar hans með lyfjum. Orðinn 90 ára með þrjár hjartalokur virkar af fjórum, æxli djúpt í lunga, krepptur af gigt og fætinum styttri vegna viðurkenndra læknamistaka. Hann finnur enn til draugaverkja í „fætinum“ þó svo að fóturinn hafi verið tekinn af árið 2012. Maður hefði haldið, ekki síst vegna allra skattanna sem hann hefur greitt í gegnum árin að hann mætti hvíla sig og eiga áhyggjulaust ævikvöld, en nei hann hefur þurft að deila herbergi með þremur öðrum og tveir þeirra eru heilabilaðir sjúklingar, sem eru gargandi allan sólarhringinn. Hann er sjálfur með gott minni og er ekki að glíma við elliglöp. Eða eins og hann segir sjálfur ,,hausinn virkar fínt". Af hverju er honum komið fyrir á spítala, sem er rándýrt úrræði þegar hann ætti verið á hjúkrunarheimili? Ég er sannfærður að sagan hans pabba er ekki einstök. Ég heyrði frá hjúkrunarfræðingi um daginn, hún sagði mér að það séu 70-80 einstaklingar á spítalanum sem eiga hvergi annars staðar heima en á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Þetta ástand er átakanlega slæmt og við feðgar orðið mjög varir við það þegar við höfum farið nokkrum sinnum, síðast liðinn einn og hálfan mánuð, á Bráðadeild Borgarspítalans. Þar eru allir gangar og stofur yfirfullar af veiku gömlu fólki og fíklum sem eru ráfandi um gangana og vita hvorki í þennan heim né annan. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn leysið þetta strax, í raun ættuð þið ekki að gera neitt annað en að kippa þessu í liðinn. Ef að stórfyrirtæki eins og m.a Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Samherji gátu fengið fé til rannsóknarverkefna og þróunarverkefna úr ríkiskassanum, sem var rúmur milljarður, þá hljótið þið að geta grafið upp fé til að setja í þennan málaklokk. Er það ekki meira aðkallandi en að dæla peningum skattgreiðanda í ríkustu fyrirtæki landsins. Ekki eyða tímanum í að rífast um hvort selja eigi áfengi í búðum eða ekki, klárið þetta mál svo fólkið sem byggði upp stoðþjónustuna fái að deyja með reisn. Megið þið hafa ævarandi skömm fyrir það þingmenn og sveitarstjórnarmenn að hafa ekki tekið þetta málefni af festu og alvöru því hér ríkir neyðarástand í málefnum aldraðra. Þið vitið það að samsetning þjóðar er þannig að lífaldur hækkar á ári hverju. Með allar þær þarfagreiningar sem þið hafið látið vinna og með alla þessa öldrunar sérfræðinga á ykkar snærum, þá á ekki koma á óvart að hér vanti sárlega legupláss fyrir gamla fólkið okkar. Það er engin afsökun að hafa ekki látið hendur standa fram úr ermum og setja þennan málaflokk í algjöran forgang. Þess vegna þarf að byrja að byggja strax þessi 700 hjúkrunarrými sem kemur til með að vanta eftir örfá ár á höfuðborgarsvæðinu. Hundskammist ykkar og hefjast handa. Höfundur er hvítur miðaldra karlmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Davíð Bergmann Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Sjá meira
Hvar skildi pabbi gamli vera í röðinni á biðlistanum að komast inn á hjúkrunarheimili orðinn 90 ára gamall, ætli honum endist ævin að KOMAST AF ÞEIM LISTA? Það er alveg víst að dauðinn sækir okkur að lokum og skatturinn fylgir okkur ofan í gröfina, því hann vill fá 10% af því sem við höfum aflað okkur á lífsleiðinni þrátt fyrir að við höfum greitt skatt af því öllu áður. Hvað fáum við í staðinn, eitt er á hreinu, ekki viðeigandi aðstoð á efri árum. Hvað fær pabbi gamli að loknu dagsverki, búinn að skila sínu til samfélagsins og vel það. Maður sem hefur aldrei stolið krónu, ekki þurft að vera með kennitöluna sína á flótta undan einu né neinu. Alla tíð unnið með tveimur jafn sterkum og aldrei verið í því að naga blýanta eða flytja speki eða reyna að hafa vit fyrir öðrum. Hann hefur þurft að lemja lífi í sængina út á ballarhafi til að geta lagst til hvílu því hún var frosin, þá nýkominn af dekki eftir að hafa verið að berja klakann utan af dallinum svo hann myndi ekki sökkva. Þetta var í kringum 1960, hvort sem hann var til sjós á síðutogurum vertíð eftir vertíð eða í landi þá vann hann vinnu sem krafðist líkamlegs erfiðis og útsjónarsemi. Það síðasta sem hann vann við áður en hann veiktist, þá orðinn 75 ára, var að gróðursetja sjö metra háar fánastangir með skóflu, jaka og járnkalli að vopni. Gróf eins metra djúpar holur og svo var 180 kg steini komið fyrir með lagni sem var boltaður við stöngina. Allt var þetta gert með handafli einu saman og þær skipta tugum, ef ekki hundruð um alla borg þessar fánastangir í dag. Verðskuldar ekki svona maður að eiga áhyggjulaust ævikvöld, tala nú ekki um þegar hann er í lífsloka meðferð. Læknavísindin geta ekki gert meira fyrir hann í dag en að lina þjáningar hans með lyfjum. Orðinn 90 ára með þrjár hjartalokur virkar af fjórum, æxli djúpt í lunga, krepptur af gigt og fætinum styttri vegna viðurkenndra læknamistaka. Hann finnur enn til draugaverkja í „fætinum“ þó svo að fóturinn hafi verið tekinn af árið 2012. Maður hefði haldið, ekki síst vegna allra skattanna sem hann hefur greitt í gegnum árin að hann mætti hvíla sig og eiga áhyggjulaust ævikvöld, en nei hann hefur þurft að deila herbergi með þremur öðrum og tveir þeirra eru heilabilaðir sjúklingar, sem eru gargandi allan sólarhringinn. Hann er sjálfur með gott minni og er ekki að glíma við elliglöp. Eða eins og hann segir sjálfur ,,hausinn virkar fínt". Af hverju er honum komið fyrir á spítala, sem er rándýrt úrræði þegar hann ætti verið á hjúkrunarheimili? Ég er sannfærður að sagan hans pabba er ekki einstök. Ég heyrði frá hjúkrunarfræðingi um daginn, hún sagði mér að það séu 70-80 einstaklingar á spítalanum sem eiga hvergi annars staðar heima en á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Þetta ástand er átakanlega slæmt og við feðgar orðið mjög varir við það þegar við höfum farið nokkrum sinnum, síðast liðinn einn og hálfan mánuð, á Bráðadeild Borgarspítalans. Þar eru allir gangar og stofur yfirfullar af veiku gömlu fólki og fíklum sem eru ráfandi um gangana og vita hvorki í þennan heim né annan. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn leysið þetta strax, í raun ættuð þið ekki að gera neitt annað en að kippa þessu í liðinn. Ef að stórfyrirtæki eins og m.a Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Samherji gátu fengið fé til rannsóknarverkefna og þróunarverkefna úr ríkiskassanum, sem var rúmur milljarður, þá hljótið þið að geta grafið upp fé til að setja í þennan málaklokk. Er það ekki meira aðkallandi en að dæla peningum skattgreiðanda í ríkustu fyrirtæki landsins. Ekki eyða tímanum í að rífast um hvort selja eigi áfengi í búðum eða ekki, klárið þetta mál svo fólkið sem byggði upp stoðþjónustuna fái að deyja með reisn. Megið þið hafa ævarandi skömm fyrir það þingmenn og sveitarstjórnarmenn að hafa ekki tekið þetta málefni af festu og alvöru því hér ríkir neyðarástand í málefnum aldraðra. Þið vitið það að samsetning þjóðar er þannig að lífaldur hækkar á ári hverju. Með allar þær þarfagreiningar sem þið hafið látið vinna og með alla þessa öldrunar sérfræðinga á ykkar snærum, þá á ekki koma á óvart að hér vanti sárlega legupláss fyrir gamla fólkið okkar. Það er engin afsökun að hafa ekki látið hendur standa fram úr ermum og setja þennan málaflokk í algjöran forgang. Þess vegna þarf að byrja að byggja strax þessi 700 hjúkrunarrými sem kemur til með að vanta eftir örfá ár á höfuðborgarsvæðinu. Hundskammist ykkar og hefjast handa. Höfundur er hvítur miðaldra karlmaður.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar