Kannast hvorki við „Latino-hópinn“ né meinta vargöld Árni Sæberg skrifar 29. september 2023 07:00 Þeir Jhon Sebastian og Lúkas Geir urðu fyrir árásinni á Bankastræti Club auk þriðja manns. Instagram Brotaþolar í Bankastrætis Club málinu segjast hvorki kannast við svokallaðan „Latino-hóp“ né meinta vargöld sem sakborningar í málinu hafa lýst milli hópsins og hóps sakborninga. Þetta kom fram í skýrslutökum yfir þremur brotaþolum í málinu í gærmorgun. Einn sætir ákæru fyrir að hafa reynt að verða þeim þremur að bana, tíu fyrir stórfelldar líkamsárásir gegn þeim og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Tveir brotaþolanna, þeir Lúkas Geir Ingvarsson og Jhon Sebastian, stigu fram tveimur dögum eftir árásina og lýstu henni og líðan sinni í kjölfar hennar. Þeir eru því nafngreindir en ekki sá þriðji sem hefur ekki stigið fram opinberlega. Sakborningar lýstu áralöngum hatrömmum deilum tveggja hópa Sakborningarnir 25 í málinu báru flestir um það í skýrslutökum að tilgangurinn með því að fara inn á Bankastræti Club að kvöldi 17. nóvember síðastliðins væri að ræða við meðlimi svokallaðs „Latino-hóps“. Meðlimir þess hóps hefðu árin á undan hótað mönnum úr röðum sakborninga og fjölskyldum þeirra margvíslegu ofbeldi. Þá hafi þeir til að mynda lagt eld að bifhjólum í eigu besta vinar þess sakbornings sem ákærður er fyrir tilraunir til manndráps skömmu fyrir árásina á skemmtistaðnum. Óttuðust um líf sitt Jhon Sebastian reið á vaðið í gærmorgun og lýsti upplifun sinni af atburðum kvöldsins örlagaríka. Hann segir þá þrjá hafa verið í svokölluðu VIP-herbergi á Bankastræti Club í um hálftíma og verið á leið á salernið þegar hópur manna réðst inn. „Ráðist á okkur af helling af mönnum. Þegar þeir fóru út þá áttuðum við okkur á því að við hefðum verið stungnir, fórum að óttast um líf okkar,“ sagði hann. Þá sagði hann að hann hefði þekkt nokkra úr hópnum í gegnum grímur þeirra. Hann teldi að árásin beindist gegn sér enda hefði hann átt í rifrildum við einn þeirra sem hann þekkti. Spurður út í það af verjanda eins sakborninga kannaðist hann við að væringar hefðu verið milli hans og þess sem átti bifhjólin, sem sakborningar sögðu hafa verið kveikt í, en þvertók fyrir það að hann eða nokkur vinur hans hefði hótað honum nokkru. Sagðist eiga þrjá vini Sakborningar hafa lýst því að hinn svokallaði „Latino-hópur“ telji á bilinu þrjátíu til sextíu manns og að þeir væru oft margir saman á skemmtanalífinu í miðbæ Reykjavíkur. Jhon Sebastian kvaðst ekkert kannast við þessar lýsingar. „Ég á þrjá vini.“ Þá sagði hann að hinir brotaþolarnir tveir væru frekar kunningjar hans en vinir. Hann hefði þó þekkt Lúkas Geir nokkuð lengi en þann þriðja aðeins í um einn mánuð. Óvinnufær eftir árásina Jhon Sebastian sagðist enn glíma við töluverðar afleiðingar árásarinnar hann sé máttlaus og finni fyrir miklum verkjum í allri hægri hlið líkamans, en hann hlaut stungusár á hægri fótlegg, hægri handlegg og bak við hægra herðablað auk fleiri áverka. Aðspurður af réttargæslumanni sínum kvaðst hann hafa verið í fullu starfi fyrir árásina en ekki geta starfað eftir hana. Hann hefur gert kröfu um fimm milljóna króna miskabætur auk skaðabóta vegna fjártjóns. „Það er bútur hangandi úr bakinu á mér“ Lúkas Geir lýsti næstur atburðum. Hann sagði sömu sögu og Jhon Sebastian um aðdragandann. „Við erum bara þrír slakir að fá okkur drykk. Erum að fara á klósettið eða fara út og þá koma þeir allir,“ sagði hann. Þá sagðist hann þekkja hópinn sem réðst inn, vegna þess að hann hefði séð þá margoft niðri í bæ. Hann þekki suma þeirra en ekki flesta. Þeir séu ekki beint vinir, heilsist bara. Engar deilur væru milli þeirra. Hann segir að hann hafi verið felldur í gólfið skömmu eftir að hópurinn kom inn í herbergið og að ítrekað hafi verið ráðist á hann liggjandi í gólfinu. Hann hafi fundið fyrir því að verið væri að kýla hann, sparka í hann og stinga hann. „Ég stend upp og sé að ég er allur blóðugur, það er bútur hangandi úr bakinu á mér“ Fattaði ekki að hann hefði verið stunginn fyrr en eftir á Þriðji brotaþolinn sagði að þeir Jhon Sebastian og Lúkas Geir hefðu farið á Bankastræti Club á svokallað Latino-kvöld til þess að skemmta sér. Þeir væru góðir vinir en hefðu þó aðeins þekkt í tvo til þrjá mánuði. Næsta sem hann hafi vitað var að ráðist hafi verið á þá. „Erfitt að lýsa þessu, ég man ekki hundrað prósent hvað gerðist. Eina sem ég man er að mér var hrint niður og byrjað að kýla og sparka í mig.“ Hann hafi reynt að aðstoða Jhon Sebastian eftir að hafa náð að standa upp í skamma stund áður en hann var felldur á ný og höggin látin dynja á honum. „Þegar Lúkas sagði að við vorum stungnir, þá fattaði ég að ég var stunginn,“ sagði hann. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. 28. september 2023 13:40 „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslutökum yfir þremur brotaþolum í málinu í gærmorgun. Einn sætir ákæru fyrir að hafa reynt að verða þeim þremur að bana, tíu fyrir stórfelldar líkamsárásir gegn þeim og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Tveir brotaþolanna, þeir Lúkas Geir Ingvarsson og Jhon Sebastian, stigu fram tveimur dögum eftir árásina og lýstu henni og líðan sinni í kjölfar hennar. Þeir eru því nafngreindir en ekki sá þriðji sem hefur ekki stigið fram opinberlega. Sakborningar lýstu áralöngum hatrömmum deilum tveggja hópa Sakborningarnir 25 í málinu báru flestir um það í skýrslutökum að tilgangurinn með því að fara inn á Bankastræti Club að kvöldi 17. nóvember síðastliðins væri að ræða við meðlimi svokallaðs „Latino-hóps“. Meðlimir þess hóps hefðu árin á undan hótað mönnum úr röðum sakborninga og fjölskyldum þeirra margvíslegu ofbeldi. Þá hafi þeir til að mynda lagt eld að bifhjólum í eigu besta vinar þess sakbornings sem ákærður er fyrir tilraunir til manndráps skömmu fyrir árásina á skemmtistaðnum. Óttuðust um líf sitt Jhon Sebastian reið á vaðið í gærmorgun og lýsti upplifun sinni af atburðum kvöldsins örlagaríka. Hann segir þá þrjá hafa verið í svokölluðu VIP-herbergi á Bankastræti Club í um hálftíma og verið á leið á salernið þegar hópur manna réðst inn. „Ráðist á okkur af helling af mönnum. Þegar þeir fóru út þá áttuðum við okkur á því að við hefðum verið stungnir, fórum að óttast um líf okkar,“ sagði hann. Þá sagði hann að hann hefði þekkt nokkra úr hópnum í gegnum grímur þeirra. Hann teldi að árásin beindist gegn sér enda hefði hann átt í rifrildum við einn þeirra sem hann þekkti. Spurður út í það af verjanda eins sakborninga kannaðist hann við að væringar hefðu verið milli hans og þess sem átti bifhjólin, sem sakborningar sögðu hafa verið kveikt í, en þvertók fyrir það að hann eða nokkur vinur hans hefði hótað honum nokkru. Sagðist eiga þrjá vini Sakborningar hafa lýst því að hinn svokallaði „Latino-hópur“ telji á bilinu þrjátíu til sextíu manns og að þeir væru oft margir saman á skemmtanalífinu í miðbæ Reykjavíkur. Jhon Sebastian kvaðst ekkert kannast við þessar lýsingar. „Ég á þrjá vini.“ Þá sagði hann að hinir brotaþolarnir tveir væru frekar kunningjar hans en vinir. Hann hefði þó þekkt Lúkas Geir nokkuð lengi en þann þriðja aðeins í um einn mánuð. Óvinnufær eftir árásina Jhon Sebastian sagðist enn glíma við töluverðar afleiðingar árásarinnar hann sé máttlaus og finni fyrir miklum verkjum í allri hægri hlið líkamans, en hann hlaut stungusár á hægri fótlegg, hægri handlegg og bak við hægra herðablað auk fleiri áverka. Aðspurður af réttargæslumanni sínum kvaðst hann hafa verið í fullu starfi fyrir árásina en ekki geta starfað eftir hana. Hann hefur gert kröfu um fimm milljóna króna miskabætur auk skaðabóta vegna fjártjóns. „Það er bútur hangandi úr bakinu á mér“ Lúkas Geir lýsti næstur atburðum. Hann sagði sömu sögu og Jhon Sebastian um aðdragandann. „Við erum bara þrír slakir að fá okkur drykk. Erum að fara á klósettið eða fara út og þá koma þeir allir,“ sagði hann. Þá sagðist hann þekkja hópinn sem réðst inn, vegna þess að hann hefði séð þá margoft niðri í bæ. Hann þekki suma þeirra en ekki flesta. Þeir séu ekki beint vinir, heilsist bara. Engar deilur væru milli þeirra. Hann segir að hann hafi verið felldur í gólfið skömmu eftir að hópurinn kom inn í herbergið og að ítrekað hafi verið ráðist á hann liggjandi í gólfinu. Hann hafi fundið fyrir því að verið væri að kýla hann, sparka í hann og stinga hann. „Ég stend upp og sé að ég er allur blóðugur, það er bútur hangandi úr bakinu á mér“ Fattaði ekki að hann hefði verið stunginn fyrr en eftir á Þriðji brotaþolinn sagði að þeir Jhon Sebastian og Lúkas Geir hefðu farið á Bankastræti Club á svokallað Latino-kvöld til þess að skemmta sér. Þeir væru góðir vinir en hefðu þó aðeins þekkt í tvo til þrjá mánuði. Næsta sem hann hafi vitað var að ráðist hafi verið á þá. „Erfitt að lýsa þessu, ég man ekki hundrað prósent hvað gerðist. Eina sem ég man er að mér var hrint niður og byrjað að kýla og sparka í mig.“ Hann hafi reynt að aðstoða Jhon Sebastian eftir að hafa náð að standa upp í skamma stund áður en hann var felldur á ný og höggin látin dynja á honum. „Þegar Lúkas sagði að við vorum stungnir, þá fattaði ég að ég var stunginn,“ sagði hann.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. 28. september 2023 13:40 „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira
Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. 28. september 2023 13:40
„Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48