Fram kemur í umfjöllun The Independent að Björk hafi ekki veitt verðlaunum viðtöku síðan árið 2012. Kvöldið hafi verið magnað og athöfnin hátíðleg. Björk, Wet Leg og RAYE voru á meðal þeirra sem hlutu verðlaun.
Áheyrendur fengu að hlýða á tónlistaratriði frá P Money & Whiney, Laughta og Cassia. Breski rapparinn Avelino kom líka fram þar sem fimmtíu árum af hip hoppi var fagnað. Avelino vann verðlaun fyrir bestu sjálfstæðu plötuna í samstarfi við Spotify.
Soulwax 2ManyDJsvann verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til tónlistar. Bjark þakkaði fyrir sig í ræðu á hátíðinni.
„Það er mikill heiður að vera valin af aðdáendum sem besti flytjandinn. Ég er rosalega þakklát. Ég hef sungið á tónleikum síðan ég var barn. Einhver mest gefandi augnablik lífs míns hafa verið í samverustundum með áhorfendum þegar nærvera mín og þeirra rennur saman,“ sagði Björk og átti erfitt með að halda aftur tárunum. Þá þakkaði hún teyminu sínu á Cornucopia tónleikaferðalaginu en flest þeirra voru með Björk í salnum í London.
„Sjálfstæðir útgefendur, við getum þetta!“ sagði Björk.
Ræðuna á ensku má heyra að neðan.
RAYE og 070 Shake unnu einnig verðlaun í flokknum „Besta sjálfstæða lagið“ fyrir smellinn „Escapism“.
Evening Standard fjallaði um hátíðina og snerti á því að hundruðir dróna hefðu verið hluti af sviðsmynd tónleika hennar á Coachella tónlistarhátíðinni í Kaliforníu fyrr á þessu ári.“
. @bjork, Orchestra, Drones & @coachella 2023 pic.twitter.com/mtVnkgAJ4K
— Adib Hidayat (@AdibHidayat) April 17, 2023
AIM(Association of Independent Music) verðlaunahátíðin hefur verið haldin síðan 2011 og verðlaunað ýmsa í tónlistarbransanum og má þar nefna Björk, Stormzy, Adele, The Prodigy, og marga fleiri.
MarkmiðAIMsamtakanna er að jafna stöðu sjálfstæðra tónlistarmanna og sjálfstæðra útgáfufyrirtækja á Englandi. Björk gefur út hjá One little Indian.