Hittumst og ræðum um menntamál! Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 28. september 2023 09:00 Menntun er ræktun manneskjunnar og leggur grunn að farsælu lífi hvers og eins. Menntastarfið sjálft, sú ræktun, er seinlegt verk. Þetta þekkja foreldrar og allir uppalendur. Þolinmæði er nauðsynleg til að við fáum numið heildarmyndina hvert svo sem viðfangsefnið er, en einnig til að bera kennsl á og rækta hið besta í hverjum einstaklingi sem við umgöngumst og störfum með. Flest eigum við vafalítið minningar um; kennara sem gáfu sér tíma til að skilja nemendur sína og virtu sérstöðu hvers og eins, þjálfara sem voru lausir við óþol og æsing en höfðu samt ætíð annað augað á þroskamöguleikum skjólstæðinga sinna, og misstu ekki sjónar á lokamarkmiðinu, einstaklingsþroskanum. Á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs sem fer fram 28. - 29. september, eru kynntar rannsóknir um það sem efst er á baugi í menntavísindum hér á landi. og Þar ber ræktun manneskjunnar svo sannarlega á góma. Ræktun manneskjunnar er seinlegt verk vegna þess að hún krefst skilnings og innsæis, en hvorugt verður knúið fram með ofsa. Við þurfum að rækta skilninginn og innsæið. Það byggist ekki bara á því að fella dóma um hitt og þetta heldur ekki síður að fresta dómum, bíða með að fullyrða þar til við höfum skýra mynd af viðfangsefninu. Til að öðlast heildstæða mynd af viðfangsefninu, höfum við sem störfum að menntarannsóknum einbeitt okkur að fjölbreytilegum eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum. Við temjum okkur virðingu gagnvart viðfangsefninu hvert svo sem það er. Þannig gefum við raunveruleikanum færi á að birta sig, raungerast í fjölbreyttum myndum, svo ég leyfi mér dálítið hátíðlegt orðalag. Hér skiptir málfrelsi og akademískt frelsi höfuð máli. Málfrelsið byggist á því að við viðurkennum að við erum ekki handhafar sannleikans, a.m.k. ekki alls sannleikans og jafnvel þegar við föngum allan sannleikann þurfum við á andstæðum sjónarmiðum að halda til að halda sannleikanum lifandi og virkum. Þannig er hæfileikinn til að læra af öðrum ekki eingöngu forsenda menntunar heldur einnig æðsta stig þroskans. Með aukinni menntun vex löngunin til að læra af öðrum, um leið og við deilum þekkingu okkar með öðrum. Rannsóknir í menntavísindum hafa tekið stórstígum framförum á umliðnum áratugum. Menntarannsakendur hafa í auknum mæli lært af vísindamönnum af öðrum fræðasviðum, tileinkað sér aðferðir þeirra og niðurstöður, og um leið höfum við breytt skilningi annarra fræðimanna á ytri landamærum vísindanna. Við höfum innleitt og þróað okkar eigin rannsóknaraðferðir – mótað nýjar hefðir menntavísinda – til að mynda á sviði starfendarannsókna og fjölbreyttra þátttöku-og samvinnurannsókna. Menntarannsakendur hafa einnig mótað nýjar hefðir og rannsóknaraðferðir í mælingar- og matsfræðum sem hafa opnað nýjar leiðir að viðfangsefninu. Menntavísindin hafa því fyrir löngu sannað gildi sitt og öðlast samþykki í heimi vísindanna. Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er nú haldin í 27. skipti og hefur því heldur betur slitið barnsskónum. Við höfum náð þessum árangri vegna þess fólks sem ruddi brautina fyrir okkur og gegndu frumkvöðlastarfi við að móta þau fræðasvið sem hér eru stunduð. Á meðal þeirra eru Steingrímur Arason, kennari, sem starfaði við Kennaraskólann á fyrri hluta 20. aldar og Þuríður J. Kristjánsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor kennaraháskólans sem starfaði á síðari hluta 20. aldar, og eru verðugir fulltrúar ólíkra tímabila. Á opnunarmálstofu Menntakviku verður úthlutað alls sjö styrkjum til doktorsnema og menntarannsakenda úr tveimur styrktarsjóðum sem þau ánöfnuðu til eflingar menntarannsókna og eiga þau því miklar þakkir skildar. Mikla deigla er í íslensku menntakerfi um þessar mundir þar sem lögð er áhersla á heildstæða samvinnu um farsæld og menntun barna og ungmenna. Nýtt ráðuneyti mennta- og barnamála varð til árið 2021 og farsældarlög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi sama ár. Það er því vel við hæfi að aðalerindi ráðstefnunnar sem fer fram fimmtudaginn 28. september kl. 14.00 sé helgað því að rýna í framkvæmd menntastefnu og samvinnu um hana. Hvaða máli skiptir menntastefna og hverjir koma að mótun hennar? Hvaða hlutverki gegna ólíkar fagstéttir til að stuðla að menntun og farsæld barna og ungmenna? Hver eru breytt hlutverk skóla og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja örri tækniþróun? Hvaða áhrif hafa breyttir lífshættir á heilsu, næringu, félagatengsl og tómstundastarf í nútímasamfélagi? Síðast en ekki síst, hvaða sameiginlegu gildi ætti íslenskt samfélag að hafa að leiðarljósi þegar kemur að menntun og farsæld? Leitað verður svara við þessum spurningum og mörgum fleiri á þeim fjölmörgu málstofum sem haldnar verða fimmtudag 28. september og föstudag 29. september á Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð og í streymi á ZOOM. Alls verða flutt 225 erindi í 65 málstofum og því er úr nægu að velja. Dagskrá má sjá á heimasíðu ráðstefnunnar: https://menntakvika.hi.is/ Verið öll velkomin! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun er ræktun manneskjunnar og leggur grunn að farsælu lífi hvers og eins. Menntastarfið sjálft, sú ræktun, er seinlegt verk. Þetta þekkja foreldrar og allir uppalendur. Þolinmæði er nauðsynleg til að við fáum numið heildarmyndina hvert svo sem viðfangsefnið er, en einnig til að bera kennsl á og rækta hið besta í hverjum einstaklingi sem við umgöngumst og störfum með. Flest eigum við vafalítið minningar um; kennara sem gáfu sér tíma til að skilja nemendur sína og virtu sérstöðu hvers og eins, þjálfara sem voru lausir við óþol og æsing en höfðu samt ætíð annað augað á þroskamöguleikum skjólstæðinga sinna, og misstu ekki sjónar á lokamarkmiðinu, einstaklingsþroskanum. Á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs sem fer fram 28. - 29. september, eru kynntar rannsóknir um það sem efst er á baugi í menntavísindum hér á landi. og Þar ber ræktun manneskjunnar svo sannarlega á góma. Ræktun manneskjunnar er seinlegt verk vegna þess að hún krefst skilnings og innsæis, en hvorugt verður knúið fram með ofsa. Við þurfum að rækta skilninginn og innsæið. Það byggist ekki bara á því að fella dóma um hitt og þetta heldur ekki síður að fresta dómum, bíða með að fullyrða þar til við höfum skýra mynd af viðfangsefninu. Til að öðlast heildstæða mynd af viðfangsefninu, höfum við sem störfum að menntarannsóknum einbeitt okkur að fjölbreytilegum eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum. Við temjum okkur virðingu gagnvart viðfangsefninu hvert svo sem það er. Þannig gefum við raunveruleikanum færi á að birta sig, raungerast í fjölbreyttum myndum, svo ég leyfi mér dálítið hátíðlegt orðalag. Hér skiptir málfrelsi og akademískt frelsi höfuð máli. Málfrelsið byggist á því að við viðurkennum að við erum ekki handhafar sannleikans, a.m.k. ekki alls sannleikans og jafnvel þegar við föngum allan sannleikann þurfum við á andstæðum sjónarmiðum að halda til að halda sannleikanum lifandi og virkum. Þannig er hæfileikinn til að læra af öðrum ekki eingöngu forsenda menntunar heldur einnig æðsta stig þroskans. Með aukinni menntun vex löngunin til að læra af öðrum, um leið og við deilum þekkingu okkar með öðrum. Rannsóknir í menntavísindum hafa tekið stórstígum framförum á umliðnum áratugum. Menntarannsakendur hafa í auknum mæli lært af vísindamönnum af öðrum fræðasviðum, tileinkað sér aðferðir þeirra og niðurstöður, og um leið höfum við breytt skilningi annarra fræðimanna á ytri landamærum vísindanna. Við höfum innleitt og þróað okkar eigin rannsóknaraðferðir – mótað nýjar hefðir menntavísinda – til að mynda á sviði starfendarannsókna og fjölbreyttra þátttöku-og samvinnurannsókna. Menntarannsakendur hafa einnig mótað nýjar hefðir og rannsóknaraðferðir í mælingar- og matsfræðum sem hafa opnað nýjar leiðir að viðfangsefninu. Menntavísindin hafa því fyrir löngu sannað gildi sitt og öðlast samþykki í heimi vísindanna. Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er nú haldin í 27. skipti og hefur því heldur betur slitið barnsskónum. Við höfum náð þessum árangri vegna þess fólks sem ruddi brautina fyrir okkur og gegndu frumkvöðlastarfi við að móta þau fræðasvið sem hér eru stunduð. Á meðal þeirra eru Steingrímur Arason, kennari, sem starfaði við Kennaraskólann á fyrri hluta 20. aldar og Þuríður J. Kristjánsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor kennaraháskólans sem starfaði á síðari hluta 20. aldar, og eru verðugir fulltrúar ólíkra tímabila. Á opnunarmálstofu Menntakviku verður úthlutað alls sjö styrkjum til doktorsnema og menntarannsakenda úr tveimur styrktarsjóðum sem þau ánöfnuðu til eflingar menntarannsókna og eiga þau því miklar þakkir skildar. Mikla deigla er í íslensku menntakerfi um þessar mundir þar sem lögð er áhersla á heildstæða samvinnu um farsæld og menntun barna og ungmenna. Nýtt ráðuneyti mennta- og barnamála varð til árið 2021 og farsældarlög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi sama ár. Það er því vel við hæfi að aðalerindi ráðstefnunnar sem fer fram fimmtudaginn 28. september kl. 14.00 sé helgað því að rýna í framkvæmd menntastefnu og samvinnu um hana. Hvaða máli skiptir menntastefna og hverjir koma að mótun hennar? Hvaða hlutverki gegna ólíkar fagstéttir til að stuðla að menntun og farsæld barna og ungmenna? Hver eru breytt hlutverk skóla og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja örri tækniþróun? Hvaða áhrif hafa breyttir lífshættir á heilsu, næringu, félagatengsl og tómstundastarf í nútímasamfélagi? Síðast en ekki síst, hvaða sameiginlegu gildi ætti íslenskt samfélag að hafa að leiðarljósi þegar kemur að menntun og farsæld? Leitað verður svara við þessum spurningum og mörgum fleiri á þeim fjölmörgu málstofum sem haldnar verða fimmtudag 28. september og föstudag 29. september á Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð og í streymi á ZOOM. Alls verða flutt 225 erindi í 65 málstofum og því er úr nægu að velja. Dagskrá má sjá á heimasíðu ráðstefnunnar: https://menntakvika.hi.is/ Verið öll velkomin! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun