Stígum öll upp úr skotgröfunum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 28. september 2023 07:30 Við lifum á tímum mikilla breytinga og stórra áskorana sem krefjast þess að við tileinkum okkur nýjar aðferðir og ný viðhorf þegar við tökumst á við þann breytta heim sem við lifum nú í. Þegar kemur að stjórnmálum, þá þurfum við að hætta að hörfa í þær skotgrafir sem einkenna stjórnmál dagsins í dag. Skotgrafir til þess að verja örfáa hagsmunaaðila. Skotgrafir íhaldssemi til að verjast breyttu heimsmyndinni. Skotgrafir til þess að fela slæm vinnubrögð og frændhygli. Á sama tíma þurfa þeir sem berjast gegn spillingu, ógagnsæi og íhaldssemi einnig að stíga upp úr skotgröfunum og finna sameiginlegar leiðir fram á við. Já, við þurfum að losna undan þeirri pólaríseringu sem hefur átt sér stað í stjórnmálum um allan heim undanfarna áratugi. Við þurfum nýja kynslóð stjórnmálamanna sem ekki er bundin af hlekkjum fortíðarinnar og sligi áratuga spillingar. Kynslóð sem er tilbúin að vinna saman að því að takast á við þær breytingar og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Aðferðafræði síðustu aldar dugar ekki til þess að tækla vandamál nútímans. Einfaldar sviðsmyndir gamalla stjórnmálakenninga duga ekki til þess að leysa flókin vandamál samtímans. Það er nauðsynlegt að hugsa upp á nýtt hvernig við byggjum upp samfélag sem á sama tíma verndar umhverfið og styður við þá sem þurfa aðstoð, án þess þó að setja fjötra sem draga úr frelsi og framtakssemi einstaklingsins. Á meðan við felum okkur bak við „já en svona höfum við alltaf gert það“ og „við þurfum að fara hægt í breytingar“, þá þýtur heimurinn framhjá okkur og skilur okkur eftir í hamfarasvæði þess pólitíska stríðs sem háð er úr skotgröfum. Það er komið að því að við þurfum öll að stíga næsta skrefið til að bæta og þróa stjórnmál á Íslandi. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að berja á öðrum flokkum í von um að slíkt skili sér í atkvæðum næst þegar kemur að kosningum. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að gera þeim flokkum sem eru í ríkisstjórn erfitt fyrir í von um að spennan á stjórnarheimilinu verði svo mikil að upp úr slitni. Nei, við þurfum stjórnmál sem snúa að því að vinna saman að því að tækla hin fjölmörgu stóru vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Þessi vandamál eru svo miklu stærri en hin pólitíska refskák sem háð er á Alþingi í dag. Þau eru af þeim skala að einungis með því að standa saman og vinna af heilindum með hvoru öðru getur okkur tekist að standast þann storm sem næstu ár og áratugir munu bera með sér. Við þurfum fólk í stjórnmálum á Íslandi sem er tilbúið að leggja allt sitt að mörkum til þess að tryggja framtíð okkar lands og þeirra kynslóða sem munu erfa það. Fólk sem er tilbúið að vinna þvert á flokka að því að tækla þau mein sem þegar herja á okkar samfélag og búa okkur undir að takast á við enn stærri vandamál sem þegar eru farin að banka að dyrum. Fólk sem ekki setur tímabundna eiginhagsmuni í forgrunn, heldur sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar um komandi kynslóðir. Fólk sem lætur ekki gamlar pólitískar kreddur og aðferðir ráða för, heldur byggir nýjar alvöru lausnir á sameiginlegum gildum og samvinnu. Þetta eru þau stjórnmál sem ég vil sjá, hvað með þig? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum mikilla breytinga og stórra áskorana sem krefjast þess að við tileinkum okkur nýjar aðferðir og ný viðhorf þegar við tökumst á við þann breytta heim sem við lifum nú í. Þegar kemur að stjórnmálum, þá þurfum við að hætta að hörfa í þær skotgrafir sem einkenna stjórnmál dagsins í dag. Skotgrafir til þess að verja örfáa hagsmunaaðila. Skotgrafir íhaldssemi til að verjast breyttu heimsmyndinni. Skotgrafir til þess að fela slæm vinnubrögð og frændhygli. Á sama tíma þurfa þeir sem berjast gegn spillingu, ógagnsæi og íhaldssemi einnig að stíga upp úr skotgröfunum og finna sameiginlegar leiðir fram á við. Já, við þurfum að losna undan þeirri pólaríseringu sem hefur átt sér stað í stjórnmálum um allan heim undanfarna áratugi. Við þurfum nýja kynslóð stjórnmálamanna sem ekki er bundin af hlekkjum fortíðarinnar og sligi áratuga spillingar. Kynslóð sem er tilbúin að vinna saman að því að takast á við þær breytingar og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Aðferðafræði síðustu aldar dugar ekki til þess að tækla vandamál nútímans. Einfaldar sviðsmyndir gamalla stjórnmálakenninga duga ekki til þess að leysa flókin vandamál samtímans. Það er nauðsynlegt að hugsa upp á nýtt hvernig við byggjum upp samfélag sem á sama tíma verndar umhverfið og styður við þá sem þurfa aðstoð, án þess þó að setja fjötra sem draga úr frelsi og framtakssemi einstaklingsins. Á meðan við felum okkur bak við „já en svona höfum við alltaf gert það“ og „við þurfum að fara hægt í breytingar“, þá þýtur heimurinn framhjá okkur og skilur okkur eftir í hamfarasvæði þess pólitíska stríðs sem háð er úr skotgröfum. Það er komið að því að við þurfum öll að stíga næsta skrefið til að bæta og þróa stjórnmál á Íslandi. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að berja á öðrum flokkum í von um að slíkt skili sér í atkvæðum næst þegar kemur að kosningum. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að gera þeim flokkum sem eru í ríkisstjórn erfitt fyrir í von um að spennan á stjórnarheimilinu verði svo mikil að upp úr slitni. Nei, við þurfum stjórnmál sem snúa að því að vinna saman að því að tækla hin fjölmörgu stóru vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Þessi vandamál eru svo miklu stærri en hin pólitíska refskák sem háð er á Alþingi í dag. Þau eru af þeim skala að einungis með því að standa saman og vinna af heilindum með hvoru öðru getur okkur tekist að standast þann storm sem næstu ár og áratugir munu bera með sér. Við þurfum fólk í stjórnmálum á Íslandi sem er tilbúið að leggja allt sitt að mörkum til þess að tryggja framtíð okkar lands og þeirra kynslóða sem munu erfa það. Fólk sem er tilbúið að vinna þvert á flokka að því að tækla þau mein sem þegar herja á okkar samfélag og búa okkur undir að takast á við enn stærri vandamál sem þegar eru farin að banka að dyrum. Fólk sem ekki setur tímabundna eiginhagsmuni í forgrunn, heldur sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar um komandi kynslóðir. Fólk sem lætur ekki gamlar pólitískar kreddur og aðferðir ráða för, heldur byggir nýjar alvöru lausnir á sameiginlegum gildum og samvinnu. Þetta eru þau stjórnmál sem ég vil sjá, hvað með þig? Höfundur er þingmaður Pírata.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun