Bandaríkjamenn leita að bílstjóra á brynvarinn bíl í borginni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2023 23:41 Bandaríska sendiráðið á Íslandi stendur við Engjateig. Það má telja sennilegt að sá sem hreppir bílstjórastöðuna komi til með að þurfa að rata þangað. Vísir/Vilhelm Bandaríska sendiráðið á Íslandi hefur auglýst eftir einkabílstjóra til að aka sendiherranum og öðrum starfsmönnum sendiráðsins í brynvörðum bíl. Starfið er auglýst á atvinnuleitarvefnum Alfreð, en auglýsingin var birt 25. september. Þar segir að bílstjórinn komi til með að stjórna brynvörðum bíl (e. fully armored vehicle) í því skyni að aka sendiherranum, og öðrum embættismönnum á vegum þess, milli staða í Reykjavík og nágrenni. Að sama skapi sé það í hans verkahring að sjá til þess að bifreiðin sé hrein og í nothæfu ástandi, auk þess að sinna minniháttar viðhaldi. Um helstu verkefni og ábyrgð þess sem gegnir stöðunni segir meðal annars: „Metur á skjótan og yfirvegaðan hátt áhættur og mögulegar aðgerðir, þar sem ítrasta öryggi farþega er í fyrirrúmi.“ Þarf að kunna ensku og á tölvur Eins og gefur að skilja er gilt og löglegt ökuskírteini fyrst á blað þegar kemur að menntunar- og hæfniskröfum. Þá er gerð krafa um að viðkomandi geti áttað sig á göllum í bifreiðum og tilkynnt þær til viðeigandi yfirvalda, auk þess sem grundvallar tölvukunnátta er áskilin. Að sama skapi er gerð krafa um að viðkomandi hafi minnst þriggja ára reynslu af akstri í atvinnuskyni, framhaldsskólapróf og góða íslenskukunnáttu. Minni kröfur eru gerðar á enskukunnáttu viðkomandi, en þó er áskilið að bílstjórinn hafi grunnhæfni í málinu. Í auglýsingunni er áhugasömum bent á að nánari upplýsingar um starfið megi finna á vef sendiráðsins, en umsóknarfresturinn er stuttur og rennur út næstkomandi laugardag, 30. september. Vilja stórefla öryggisvarnir Ýmislegt er á döfinni hjá sendiráðinu. Á dögunum fjölluðum við um hugmyndir sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu sagði hugmyndirnar fráleitar. Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Halla Helgadóttir, íbúar hverfisins, virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. Vinnumarkaður Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Starfið er auglýst á atvinnuleitarvefnum Alfreð, en auglýsingin var birt 25. september. Þar segir að bílstjórinn komi til með að stjórna brynvörðum bíl (e. fully armored vehicle) í því skyni að aka sendiherranum, og öðrum embættismönnum á vegum þess, milli staða í Reykjavík og nágrenni. Að sama skapi sé það í hans verkahring að sjá til þess að bifreiðin sé hrein og í nothæfu ástandi, auk þess að sinna minniháttar viðhaldi. Um helstu verkefni og ábyrgð þess sem gegnir stöðunni segir meðal annars: „Metur á skjótan og yfirvegaðan hátt áhættur og mögulegar aðgerðir, þar sem ítrasta öryggi farþega er í fyrirrúmi.“ Þarf að kunna ensku og á tölvur Eins og gefur að skilja er gilt og löglegt ökuskírteini fyrst á blað þegar kemur að menntunar- og hæfniskröfum. Þá er gerð krafa um að viðkomandi geti áttað sig á göllum í bifreiðum og tilkynnt þær til viðeigandi yfirvalda, auk þess sem grundvallar tölvukunnátta er áskilin. Að sama skapi er gerð krafa um að viðkomandi hafi minnst þriggja ára reynslu af akstri í atvinnuskyni, framhaldsskólapróf og góða íslenskukunnáttu. Minni kröfur eru gerðar á enskukunnáttu viðkomandi, en þó er áskilið að bílstjórinn hafi grunnhæfni í málinu. Í auglýsingunni er áhugasömum bent á að nánari upplýsingar um starfið megi finna á vef sendiráðsins, en umsóknarfresturinn er stuttur og rennur út næstkomandi laugardag, 30. september. Vilja stórefla öryggisvarnir Ýmislegt er á döfinni hjá sendiráðinu. Á dögunum fjölluðum við um hugmyndir sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu sagði hugmyndirnar fráleitar. Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Halla Helgadóttir, íbúar hverfisins, virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu.
Vinnumarkaður Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira