FCK er komið í 16-liða úrslit dönsku bikarkeppninnar eftir stórsigur á Lyseng. Liðið er á toppi 3. deildarinnar í Danmörku en átti ekki roð í ríkjandi deildar- og bikarmeistarana frá Kaupmannahöfn.
Þeir tóku forystuna strax á 4. mínútu og komust svo tveimur mörkum yfir á 12. mínútu. Orri Steinn skoraði svo þriðja og fjórða markið stuttu síðar áður en Roony Barghdij skoraði fimmta og síðasta mark fyrri hálfleiksins.
FCK bætti svo fjórum mörkum við í seinni hálfleiknum sem gerði lokatölur leiksins 9-0 samtals. Þeir mæta næst FC Helsingør í 16-liða úrslitunum en þeir slógu Aarhus Fr úr leik fyrr í dag.
Stefán Teitur Þórðarson spilaði svo allan leikinn á miðjunni í 3-1 útisigri Silkeborg á Thisted. Heimaliðið er úr dönsku 2. deildinni, þeir komust óvænt yfir í upphafi leiks en Silkeborg voru ekki lengi að snúa leiknum við, settu tvö mörk á tveimur mínútum fljótlega eftir og sigldu svo sigrinum örugglega heim.
Silkeborg mæta næst Ishøj IF í 16-liða úrslitunum.
Í deildinni situr FCK í efsta sæti með 22 stig og Silkeborg eru í öðru sætinu með 19 stig þegar 9 umferðir eru búnar.