… hver er á bakvakt? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 26. september 2023 16:00 Bakvaktir í almennu velferðarsamfélagi eru hverjum einasta þegna þess lífsnauðsynlegar. Það eru bakvaktir á sjúkrahúsum, auk þess eru líka starfandi hjúkrunar -og læknalið sjúkrastofnunum á vöktum allan sólarhringinn. Bakvaktir eru hjá lögreglu, slökkviliði, almannavörnum, björgunarsveitum, sveitastjórnarfólki þegar almannahætta steðjar að samfélaginu með einhverjum hætti. Þarna er kannski komin “þriðja vaktin” sú sem yfir okkur vakir og við treystum á. Fólkið á bakvöktum og í allri vaktavinnunni tekur á móti öllu fólki sem til þess leita, kyn, staða, stétt, hneigð skiptir engu máli. Allir eru jafnir. EN einn hópur er skilin útundan og miða ég við það sem ég þekki til. Það er táknmálsfólkið og um þá brotalöm ætla ég að fjalla hér. Kannski gleymdist þetta atriði eða kannski mun það opna augu þeirra sem völdin hafa og verða til þess að skref í átt til hins betra og réttlátari bakvaktar fyrir okkur táknmálsfólkið verði tekin, við finnum fyrir ákveðnu öryggi og því mun verða fagnað. Fyrir aðeins nokkrum árum síðan þá gátum við táknmálsfólkið treyst á að ef við þyrftum svo ólukkulega að leita til bráðamóttöku að táknmálstúlkur komi og það er vel skilyrt í lögum um réttindi sjúklinga að við eigum skýlausan rétt á táknmálstúlki í samskiptum okkar við lækna og hjúkrunarfólk um sjúkdóm/veikindi okkar. En svo var breytt (ekki lögunum heldur pöntunarferlið að fá táknmálstúlk) og Neyðarlínan 112 tók yfir að sjá um að annast táknmálstúlka pantanir sem komu utan almenns dagvinnutíma á virkum dögum. Pöntun um táknmálstúlk varð að berast frá sjúkrastofnunni. Það gekk ekki mjög vel og þar sem við getum sjálf sent sms skilaboð á 112 þá getum við líka óskað eftir táknmálstúlk. Þetta gerist aðallega þegar við erum stödd á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Neyðarlínuteymi 112 hefur yfir að ráða lista yfir táknmálstúlka sem geta svarað fyrirspurninni/pöntun frá Neyðarlínuteyminu og mætt á bráðamóttökuna. Fyrirvari er oft engin og hafa táknmálstúlkar því alveg val hvort þeir verði við beiðninni eða svara ekki og mæta ekki. Þeim er engin skylda gerð að svara. Þeir eru EKKI Á BAKVAKT. Þeim er ekki greidd nein laun fyrir að vera á bakvakt. Í stuttu máli þá er enginn táknmálstúlkur á bakvakt. Það er hið versta mál fyrir táknmálsfólkið og elur bara af sér ójafnræði og óöryggi. Þarna er táknmálsfólk sett í mjög óþægilegar aðstæður. Það er óþægilegt að mæta eftir dagvinnutíma á bráðamóttöku axlarbrotin með mögulega blæðingu í hnakka/höfuð eftir fall og fá engan táknmálstúlk til að geta átt samskipti og skilið allt sem læknirinn/hjúkrunarfólkið er að segja og jafnvel geta líka sagt líðan manns sjálfs á táknmáli, því máli sem manni er tamast og getur tjáð sig sem mest á og notar dagsdaglega í öllum samskiptum sínum. Þarna eru læknar og hjúkrunarfólk líka sett í óþægilegar aðstæður; að geta ekki átt góð og réttlát samskipti við sjúkling sinn og verið viss um að leiðbeiningar/ráðleggingar um lyf, aðgerð, meðferð og eftirfylgni séu skiljanlegar. Þarna í þessu ferli má sjá að lög um réttindi sjúklinga og ferli að fá táknmálstúlk eru ekki í takt. Þetta er sem sagt óviðunandi ástand fyrir alla sem að þessu koma. Það er alveg á hreinu að þetta þarf að bæta og það er örugglega hægt að gera það með einu pennastriki. Kannski er þetta eitthvað sem er falið óréttlæti í samfélaginu sem þarfnast úrbóta. Þannig að við þá sem hafa völdin og geta lagað þetta segi ég bara: “Lagið þetta!” ykkur verður ekki meint af því. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Bakvaktir í almennu velferðarsamfélagi eru hverjum einasta þegna þess lífsnauðsynlegar. Það eru bakvaktir á sjúkrahúsum, auk þess eru líka starfandi hjúkrunar -og læknalið sjúkrastofnunum á vöktum allan sólarhringinn. Bakvaktir eru hjá lögreglu, slökkviliði, almannavörnum, björgunarsveitum, sveitastjórnarfólki þegar almannahætta steðjar að samfélaginu með einhverjum hætti. Þarna er kannski komin “þriðja vaktin” sú sem yfir okkur vakir og við treystum á. Fólkið á bakvöktum og í allri vaktavinnunni tekur á móti öllu fólki sem til þess leita, kyn, staða, stétt, hneigð skiptir engu máli. Allir eru jafnir. EN einn hópur er skilin útundan og miða ég við það sem ég þekki til. Það er táknmálsfólkið og um þá brotalöm ætla ég að fjalla hér. Kannski gleymdist þetta atriði eða kannski mun það opna augu þeirra sem völdin hafa og verða til þess að skref í átt til hins betra og réttlátari bakvaktar fyrir okkur táknmálsfólkið verði tekin, við finnum fyrir ákveðnu öryggi og því mun verða fagnað. Fyrir aðeins nokkrum árum síðan þá gátum við táknmálsfólkið treyst á að ef við þyrftum svo ólukkulega að leita til bráðamóttöku að táknmálstúlkur komi og það er vel skilyrt í lögum um réttindi sjúklinga að við eigum skýlausan rétt á táknmálstúlki í samskiptum okkar við lækna og hjúkrunarfólk um sjúkdóm/veikindi okkar. En svo var breytt (ekki lögunum heldur pöntunarferlið að fá táknmálstúlk) og Neyðarlínan 112 tók yfir að sjá um að annast táknmálstúlka pantanir sem komu utan almenns dagvinnutíma á virkum dögum. Pöntun um táknmálstúlk varð að berast frá sjúkrastofnunni. Það gekk ekki mjög vel og þar sem við getum sjálf sent sms skilaboð á 112 þá getum við líka óskað eftir táknmálstúlk. Þetta gerist aðallega þegar við erum stödd á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Neyðarlínuteymi 112 hefur yfir að ráða lista yfir táknmálstúlka sem geta svarað fyrirspurninni/pöntun frá Neyðarlínuteyminu og mætt á bráðamóttökuna. Fyrirvari er oft engin og hafa táknmálstúlkar því alveg val hvort þeir verði við beiðninni eða svara ekki og mæta ekki. Þeim er engin skylda gerð að svara. Þeir eru EKKI Á BAKVAKT. Þeim er ekki greidd nein laun fyrir að vera á bakvakt. Í stuttu máli þá er enginn táknmálstúlkur á bakvakt. Það er hið versta mál fyrir táknmálsfólkið og elur bara af sér ójafnræði og óöryggi. Þarna er táknmálsfólk sett í mjög óþægilegar aðstæður. Það er óþægilegt að mæta eftir dagvinnutíma á bráðamóttöku axlarbrotin með mögulega blæðingu í hnakka/höfuð eftir fall og fá engan táknmálstúlk til að geta átt samskipti og skilið allt sem læknirinn/hjúkrunarfólkið er að segja og jafnvel geta líka sagt líðan manns sjálfs á táknmáli, því máli sem manni er tamast og getur tjáð sig sem mest á og notar dagsdaglega í öllum samskiptum sínum. Þarna eru læknar og hjúkrunarfólk líka sett í óþægilegar aðstæður; að geta ekki átt góð og réttlát samskipti við sjúkling sinn og verið viss um að leiðbeiningar/ráðleggingar um lyf, aðgerð, meðferð og eftirfylgni séu skiljanlegar. Þarna í þessu ferli má sjá að lög um réttindi sjúklinga og ferli að fá táknmálstúlk eru ekki í takt. Þetta er sem sagt óviðunandi ástand fyrir alla sem að þessu koma. Það er alveg á hreinu að þetta þarf að bæta og það er örugglega hægt að gera það með einu pennastriki. Kannski er þetta eitthvað sem er falið óréttlæti í samfélaginu sem þarfnast úrbóta. Þannig að við þá sem hafa völdin og geta lagað þetta segi ég bara: “Lagið þetta!” ykkur verður ekki meint af því. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar