… hver er á bakvakt? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 26. september 2023 16:00 Bakvaktir í almennu velferðarsamfélagi eru hverjum einasta þegna þess lífsnauðsynlegar. Það eru bakvaktir á sjúkrahúsum, auk þess eru líka starfandi hjúkrunar -og læknalið sjúkrastofnunum á vöktum allan sólarhringinn. Bakvaktir eru hjá lögreglu, slökkviliði, almannavörnum, björgunarsveitum, sveitastjórnarfólki þegar almannahætta steðjar að samfélaginu með einhverjum hætti. Þarna er kannski komin “þriðja vaktin” sú sem yfir okkur vakir og við treystum á. Fólkið á bakvöktum og í allri vaktavinnunni tekur á móti öllu fólki sem til þess leita, kyn, staða, stétt, hneigð skiptir engu máli. Allir eru jafnir. EN einn hópur er skilin útundan og miða ég við það sem ég þekki til. Það er táknmálsfólkið og um þá brotalöm ætla ég að fjalla hér. Kannski gleymdist þetta atriði eða kannski mun það opna augu þeirra sem völdin hafa og verða til þess að skref í átt til hins betra og réttlátari bakvaktar fyrir okkur táknmálsfólkið verði tekin, við finnum fyrir ákveðnu öryggi og því mun verða fagnað. Fyrir aðeins nokkrum árum síðan þá gátum við táknmálsfólkið treyst á að ef við þyrftum svo ólukkulega að leita til bráðamóttöku að táknmálstúlkur komi og það er vel skilyrt í lögum um réttindi sjúklinga að við eigum skýlausan rétt á táknmálstúlki í samskiptum okkar við lækna og hjúkrunarfólk um sjúkdóm/veikindi okkar. En svo var breytt (ekki lögunum heldur pöntunarferlið að fá táknmálstúlk) og Neyðarlínan 112 tók yfir að sjá um að annast táknmálstúlka pantanir sem komu utan almenns dagvinnutíma á virkum dögum. Pöntun um táknmálstúlk varð að berast frá sjúkrastofnunni. Það gekk ekki mjög vel og þar sem við getum sjálf sent sms skilaboð á 112 þá getum við líka óskað eftir táknmálstúlk. Þetta gerist aðallega þegar við erum stödd á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Neyðarlínuteymi 112 hefur yfir að ráða lista yfir táknmálstúlka sem geta svarað fyrirspurninni/pöntun frá Neyðarlínuteyminu og mætt á bráðamóttökuna. Fyrirvari er oft engin og hafa táknmálstúlkar því alveg val hvort þeir verði við beiðninni eða svara ekki og mæta ekki. Þeim er engin skylda gerð að svara. Þeir eru EKKI Á BAKVAKT. Þeim er ekki greidd nein laun fyrir að vera á bakvakt. Í stuttu máli þá er enginn táknmálstúlkur á bakvakt. Það er hið versta mál fyrir táknmálsfólkið og elur bara af sér ójafnræði og óöryggi. Þarna er táknmálsfólk sett í mjög óþægilegar aðstæður. Það er óþægilegt að mæta eftir dagvinnutíma á bráðamóttöku axlarbrotin með mögulega blæðingu í hnakka/höfuð eftir fall og fá engan táknmálstúlk til að geta átt samskipti og skilið allt sem læknirinn/hjúkrunarfólkið er að segja og jafnvel geta líka sagt líðan manns sjálfs á táknmáli, því máli sem manni er tamast og getur tjáð sig sem mest á og notar dagsdaglega í öllum samskiptum sínum. Þarna eru læknar og hjúkrunarfólk líka sett í óþægilegar aðstæður; að geta ekki átt góð og réttlát samskipti við sjúkling sinn og verið viss um að leiðbeiningar/ráðleggingar um lyf, aðgerð, meðferð og eftirfylgni séu skiljanlegar. Þarna í þessu ferli má sjá að lög um réttindi sjúklinga og ferli að fá táknmálstúlk eru ekki í takt. Þetta er sem sagt óviðunandi ástand fyrir alla sem að þessu koma. Það er alveg á hreinu að þetta þarf að bæta og það er örugglega hægt að gera það með einu pennastriki. Kannski er þetta eitthvað sem er falið óréttlæti í samfélaginu sem þarfnast úrbóta. Þannig að við þá sem hafa völdin og geta lagað þetta segi ég bara: “Lagið þetta!” ykkur verður ekki meint af því. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Bakvaktir í almennu velferðarsamfélagi eru hverjum einasta þegna þess lífsnauðsynlegar. Það eru bakvaktir á sjúkrahúsum, auk þess eru líka starfandi hjúkrunar -og læknalið sjúkrastofnunum á vöktum allan sólarhringinn. Bakvaktir eru hjá lögreglu, slökkviliði, almannavörnum, björgunarsveitum, sveitastjórnarfólki þegar almannahætta steðjar að samfélaginu með einhverjum hætti. Þarna er kannski komin “þriðja vaktin” sú sem yfir okkur vakir og við treystum á. Fólkið á bakvöktum og í allri vaktavinnunni tekur á móti öllu fólki sem til þess leita, kyn, staða, stétt, hneigð skiptir engu máli. Allir eru jafnir. EN einn hópur er skilin útundan og miða ég við það sem ég þekki til. Það er táknmálsfólkið og um þá brotalöm ætla ég að fjalla hér. Kannski gleymdist þetta atriði eða kannski mun það opna augu þeirra sem völdin hafa og verða til þess að skref í átt til hins betra og réttlátari bakvaktar fyrir okkur táknmálsfólkið verði tekin, við finnum fyrir ákveðnu öryggi og því mun verða fagnað. Fyrir aðeins nokkrum árum síðan þá gátum við táknmálsfólkið treyst á að ef við þyrftum svo ólukkulega að leita til bráðamóttöku að táknmálstúlkur komi og það er vel skilyrt í lögum um réttindi sjúklinga að við eigum skýlausan rétt á táknmálstúlki í samskiptum okkar við lækna og hjúkrunarfólk um sjúkdóm/veikindi okkar. En svo var breytt (ekki lögunum heldur pöntunarferlið að fá táknmálstúlk) og Neyðarlínan 112 tók yfir að sjá um að annast táknmálstúlka pantanir sem komu utan almenns dagvinnutíma á virkum dögum. Pöntun um táknmálstúlk varð að berast frá sjúkrastofnunni. Það gekk ekki mjög vel og þar sem við getum sjálf sent sms skilaboð á 112 þá getum við líka óskað eftir táknmálstúlk. Þetta gerist aðallega þegar við erum stödd á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Neyðarlínuteymi 112 hefur yfir að ráða lista yfir táknmálstúlka sem geta svarað fyrirspurninni/pöntun frá Neyðarlínuteyminu og mætt á bráðamóttökuna. Fyrirvari er oft engin og hafa táknmálstúlkar því alveg val hvort þeir verði við beiðninni eða svara ekki og mæta ekki. Þeim er engin skylda gerð að svara. Þeir eru EKKI Á BAKVAKT. Þeim er ekki greidd nein laun fyrir að vera á bakvakt. Í stuttu máli þá er enginn táknmálstúlkur á bakvakt. Það er hið versta mál fyrir táknmálsfólkið og elur bara af sér ójafnræði og óöryggi. Þarna er táknmálsfólk sett í mjög óþægilegar aðstæður. Það er óþægilegt að mæta eftir dagvinnutíma á bráðamóttöku axlarbrotin með mögulega blæðingu í hnakka/höfuð eftir fall og fá engan táknmálstúlk til að geta átt samskipti og skilið allt sem læknirinn/hjúkrunarfólkið er að segja og jafnvel geta líka sagt líðan manns sjálfs á táknmáli, því máli sem manni er tamast og getur tjáð sig sem mest á og notar dagsdaglega í öllum samskiptum sínum. Þarna eru læknar og hjúkrunarfólk líka sett í óþægilegar aðstæður; að geta ekki átt góð og réttlát samskipti við sjúkling sinn og verið viss um að leiðbeiningar/ráðleggingar um lyf, aðgerð, meðferð og eftirfylgni séu skiljanlegar. Þarna í þessu ferli má sjá að lög um réttindi sjúklinga og ferli að fá táknmálstúlk eru ekki í takt. Þetta er sem sagt óviðunandi ástand fyrir alla sem að þessu koma. Það er alveg á hreinu að þetta þarf að bæta og það er örugglega hægt að gera það með einu pennastriki. Kannski er þetta eitthvað sem er falið óréttlæti í samfélaginu sem þarfnast úrbóta. Þannig að við þá sem hafa völdin og geta lagað þetta segi ég bara: “Lagið þetta!” ykkur verður ekki meint af því. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun