Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. september 2023 22:34 Vísir / Hulda Margrét „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. Breiðablik spilaði mun betur í dag en þeir hafa gert í deildinni að undanförnu, þeir byggja þannig vel á góðri frammistöðu í Sambandsdeildinni síðastliðinn fimmtudag og breikka bilið í næstu lið fyrir neðan sig. „Mér fannst þetta kröftug frammistaða og ég er ánægður með liðið. Við erum í harðri baráttu við KR, FH og Stjörnuna um þessi tvö lausu Evrópusæti þannig að þetta er dýrmætur sigur“ Óskar segir lið sitt hafa sýnt mikinn sigurvilja í dag, eitthvað sem hefur vantað að undanförnu. „Meiri dugnaður, meiri græðgi og meira hungur. Það hefur kannski svolítið vantað í leikina hjá okkur í deildinni að undanförnu. Auðvitað erum við ekki að keppa við Víkinga, þeir pökkuðu deildinni saman og bara vel gert hjá þeim. En fyrir okkur var þetta dýrmætur sigur.“ Óskar Hrafn tekur í spaðann á Arnari eftir leikVísir / Hulda Margrét Það er stíft leikjaprógramm framundan hjá Breiðablik, liðið mætir Val næstkomandi fimmtudag, leikur svo aftur næsta sunnudag gegn KR áður en þeir taka á móti Zorya Luhansk í Sambandsdeildinni. „Við þurfum bara að taka einn leik í einu og þegar þú ert í þeirri stöðu sem við erum í, með þau verkefni sem við höfum þá er ekki hægt að kvarta undan neinu álagi eða þreytu. Við þurfum bara að koma okkur upp á lappirnar á morgun fyrir Valsleikinn. Við erum með ágætis hóp og það eru ekki margir meiddir þannig að breiddin er fín“ sagði Óskar að lokum. Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik 3-1 Víkingur | Nýkrýndir Íslandsmeistarar töpuðu á Kópavogsvelli Fráfarandi Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkinga á Kópavogsvelli í 24. umferð Bestu deildar karla. Blikar þurftu nauðsynlega á stigum að halda í baráttunni um Evrópusæti og tókst að tryggja sér öll þrjú stigin gegn erkifjendum sínum. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir berast inn á Vísi innan skamms. 25. september 2023 18:30 Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Breiðablik spilaði mun betur í dag en þeir hafa gert í deildinni að undanförnu, þeir byggja þannig vel á góðri frammistöðu í Sambandsdeildinni síðastliðinn fimmtudag og breikka bilið í næstu lið fyrir neðan sig. „Mér fannst þetta kröftug frammistaða og ég er ánægður með liðið. Við erum í harðri baráttu við KR, FH og Stjörnuna um þessi tvö lausu Evrópusæti þannig að þetta er dýrmætur sigur“ Óskar segir lið sitt hafa sýnt mikinn sigurvilja í dag, eitthvað sem hefur vantað að undanförnu. „Meiri dugnaður, meiri græðgi og meira hungur. Það hefur kannski svolítið vantað í leikina hjá okkur í deildinni að undanförnu. Auðvitað erum við ekki að keppa við Víkinga, þeir pökkuðu deildinni saman og bara vel gert hjá þeim. En fyrir okkur var þetta dýrmætur sigur.“ Óskar Hrafn tekur í spaðann á Arnari eftir leikVísir / Hulda Margrét Það er stíft leikjaprógramm framundan hjá Breiðablik, liðið mætir Val næstkomandi fimmtudag, leikur svo aftur næsta sunnudag gegn KR áður en þeir taka á móti Zorya Luhansk í Sambandsdeildinni. „Við þurfum bara að taka einn leik í einu og þegar þú ert í þeirri stöðu sem við erum í, með þau verkefni sem við höfum þá er ekki hægt að kvarta undan neinu álagi eða þreytu. Við þurfum bara að koma okkur upp á lappirnar á morgun fyrir Valsleikinn. Við erum með ágætis hóp og það eru ekki margir meiddir þannig að breiddin er fín“ sagði Óskar að lokum.
Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik 3-1 Víkingur | Nýkrýndir Íslandsmeistarar töpuðu á Kópavogsvelli Fráfarandi Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkinga á Kópavogsvelli í 24. umferð Bestu deildar karla. Blikar þurftu nauðsynlega á stigum að halda í baráttunni um Evrópusæti og tókst að tryggja sér öll þrjú stigin gegn erkifjendum sínum. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir berast inn á Vísi innan skamms. 25. september 2023 18:30 Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik 3-1 Víkingur | Nýkrýndir Íslandsmeistarar töpuðu á Kópavogsvelli Fráfarandi Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkinga á Kópavogsvelli í 24. umferð Bestu deildar karla. Blikar þurftu nauðsynlega á stigum að halda í baráttunni um Evrópusæti og tókst að tryggja sér öll þrjú stigin gegn erkifjendum sínum. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir berast inn á Vísi innan skamms. 25. september 2023 18:30
Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54