„Heimskuleg mistök“ Söru rændu hana sæti á einu eftirsóttasta móti ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2023 09:31 Sara Sigmundsdóttir reyndi að horfa á björtu hliðarnar en vonbrigðin voru skiljanlega mjög mikil. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir verður ekki með á Rogue Invitational CrossFit mótinu sem fer fram í Bandaríkjunum í lok októbermánaðar. Sara var hins vegar á góðri leið með að tryggja sér sæti á mótinu þegar hún fékk óvæntan tölvupóst að utan. Sara lofaði því að segja frá bæði góðu og slæmu dögunum á nýju Youtube síðunni sinni og hún stendur við það. Sara er enn að sleikja sárin eftir að hafa misst af heimsleikunum í CrossFit í ár. Gott tækifæri til að stimpla sig aftur inn meðal þeirra bestu var að komast inn á síðasta stórmót ársins sem er Rogue Invitational í Texas í október. Sara var ekki meðal þeirra sem var boðið á mótið en átti möguleika á því að komast þangað í gegnum undankeppni. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara fór yfir það á dögunum hvernig stendur á því að henni tókst ekki að tryggja sér sæti á Rogue mótinu þrátt fyrir flotta frammistöðu í undankeppninni. Ástæðan var sú að lyftingarstöngin hennar stóðst ekki kröfur Rogue. Átti mér þetta litla markmið Sara hafði verið á Íslandi í einn mánuð eftir að hafa eitt stærstum hluta síðasta árs í Dúbæ. Hún fór út og fylgdist með heimsleikunum þrátt fyrir að hafa enn eitt árið ekki fengið að keppa þar við þær bestu. „Ég átti mér þetta litla markmið að komast á Rogue. Endurhæfingin hafði gengið svo vel að ég vildi virkilega vera tilbúin fyrir undankeppnina. Um leið og ég kom aftur til Íslands þá tók við æfingarútínan með það markmið að undirbúa mig sem best,“ sagði Sara. Sara sýndi frá gleði sinni þegar hún kláraði lyftingaræfingu undankeppninnar með glæsibrag. Umboðsmaður hennar, Snorri Barón, var líka mjög ánægður með hana. Allt leit mjög vel út. Enn eitt áfallið „Æfingarnar gengu mun betur en ég bjóst við fyrir fram,“ sagði Sara en þá dundi yfir enn eitt áfallið hjá okkar konu á síðustu misserum. „Þegar voru bara tólf tímar fram að lokaskilum þá fékk ég tölvupóst frá þeim um að árangur minn væri ekki tekinn gildur. Lyftingarstöngin mín var ekki lögleg,“ sagði Sara. Hún þurfti því að endurtaka allar æfingarnar ætlaði hún að fá gildan árangur í undankeppninni. Það hefði ekki aðeins verið gríðarlega erfitt heldur einnig rosalegt álag á skrokkinn sem gæti hafi slæmar afleiðingar fyrir framhaldið. Hún tók þá ákvörðun að reyna ekki og átti því ekki lengur möguleika á að komast í gegnum undankeppnina. Engum öðrum að kenna „Stærsti lærdómurinn af þessu er að það var á minni ábyrgð. Þetta voru mín mistök og engum öðrum að kenna. Þetta voru heimskuleg mistök. Ég gerði líka önnur lítið mistök við upptökuna á æfingunum. Þetta var súr og erfið reynsla en það voru líka svo margir jákvæðir hlutir sem komu í ljós. Í fyrsta sinn frá undanúrslitamótinu þá leið mér aftur eins og íþróttamanni,“ sagði Sara sem eins og venjulega horfir á björtu hliðarnar þótt að vonbrigðin væru augljóslega mikil. Hér fyrir neðan má sjá Söru segja frá þessum vonbrigðum og því sem gekk á. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=qzogWEDgzLU">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Sara lofaði því að segja frá bæði góðu og slæmu dögunum á nýju Youtube síðunni sinni og hún stendur við það. Sara er enn að sleikja sárin eftir að hafa misst af heimsleikunum í CrossFit í ár. Gott tækifæri til að stimpla sig aftur inn meðal þeirra bestu var að komast inn á síðasta stórmót ársins sem er Rogue Invitational í Texas í október. Sara var ekki meðal þeirra sem var boðið á mótið en átti möguleika á því að komast þangað í gegnum undankeppni. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara fór yfir það á dögunum hvernig stendur á því að henni tókst ekki að tryggja sér sæti á Rogue mótinu þrátt fyrir flotta frammistöðu í undankeppninni. Ástæðan var sú að lyftingarstöngin hennar stóðst ekki kröfur Rogue. Átti mér þetta litla markmið Sara hafði verið á Íslandi í einn mánuð eftir að hafa eitt stærstum hluta síðasta árs í Dúbæ. Hún fór út og fylgdist með heimsleikunum þrátt fyrir að hafa enn eitt árið ekki fengið að keppa þar við þær bestu. „Ég átti mér þetta litla markmið að komast á Rogue. Endurhæfingin hafði gengið svo vel að ég vildi virkilega vera tilbúin fyrir undankeppnina. Um leið og ég kom aftur til Íslands þá tók við æfingarútínan með það markmið að undirbúa mig sem best,“ sagði Sara. Sara sýndi frá gleði sinni þegar hún kláraði lyftingaræfingu undankeppninnar með glæsibrag. Umboðsmaður hennar, Snorri Barón, var líka mjög ánægður með hana. Allt leit mjög vel út. Enn eitt áfallið „Æfingarnar gengu mun betur en ég bjóst við fyrir fram,“ sagði Sara en þá dundi yfir enn eitt áfallið hjá okkar konu á síðustu misserum. „Þegar voru bara tólf tímar fram að lokaskilum þá fékk ég tölvupóst frá þeim um að árangur minn væri ekki tekinn gildur. Lyftingarstöngin mín var ekki lögleg,“ sagði Sara. Hún þurfti því að endurtaka allar æfingarnar ætlaði hún að fá gildan árangur í undankeppninni. Það hefði ekki aðeins verið gríðarlega erfitt heldur einnig rosalegt álag á skrokkinn sem gæti hafi slæmar afleiðingar fyrir framhaldið. Hún tók þá ákvörðun að reyna ekki og átti því ekki lengur möguleika á að komast í gegnum undankeppnina. Engum öðrum að kenna „Stærsti lærdómurinn af þessu er að það var á minni ábyrgð. Þetta voru mín mistök og engum öðrum að kenna. Þetta voru heimskuleg mistök. Ég gerði líka önnur lítið mistök við upptökuna á æfingunum. Þetta var súr og erfið reynsla en það voru líka svo margir jákvæðir hlutir sem komu í ljós. Í fyrsta sinn frá undanúrslitamótinu þá leið mér aftur eins og íþróttamanni,“ sagði Sara sem eins og venjulega horfir á björtu hliðarnar þótt að vonbrigðin væru augljóslega mikil. Hér fyrir neðan má sjá Söru segja frá þessum vonbrigðum og því sem gekk á. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=qzogWEDgzLU">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð