Olga Prudnykova nýr Íslandsmeistari kvenna í skák Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2023 21:37 Lenku Ptácníková, Olga Prudnykova og Guðlaug Þorsteinsdóttir. Aðsend Olga Prudnykova varð í dag Íslandsmeistari kvenna í skák en æsispennandi Íslandsmóti kvenna lauk í húsnæði Skákskóla Íslands í dag. Fyrir umferðina hafði Olga Prudnykova, sem er úkraínskur flóttamaður búsett hérlendis, hálf vinnings forskot á tvær skákkonur - Lenku Ptácníková, sem er fjórtánfaldur Íslandsmeistari, og Guðlaugu Þorsteinsdóttur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari. Guðlaug er jafnframt sú fyrsta í sögunni sem hampaði titlinum en hún vann fyrsta mótið sem haldið var 1975, þá aðeins fimmtán ára gömul. Olga Prudnykova.Skáksambandið Í tilkynningu frá Skáksambandinu segir að Olga hafi mætt Lenku í lokaumferðinni og ljóst að sigur myndi tryggja henni titilinn. Jafntefli myndi ávallt duga í aukakeppni – ef Guðlaug ynni Guðrúnu Fanneyju Briem, yngsta keppanda mótsins. „Svo fór að Olga vann sigur á Lenku í æsilegri skák þar sem Lenka reyndi að tefla til vinnings og féll að lokum á tíma í jafnteflisstöðu. Svo fór að Guðlaug tapaði fyrir Guðrúnu í ekki síður spennandi skák. Þegar uppi stóð var því sigur Olgu frekar öruggur. Hún hlaut 4½ vinning af 5 mögulegum. Guðlaug og Lenka urðu jafnar í 2.-3. sæti með 3 vinninga. Þar með lauk samfelldri 11 ára sigurgöngu Lenku á mótinu. Olga er eins og áður sagði úkraínskur flóttamaður. Hún býr á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni. Þrátt fyrir að vera ekki íslenskur ríkisborgari er hún Íslandsmeistari í skák þar sem hún hefur rétt til að tefla fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum mótum. Hennar frumraun sem íslenskur landsliðsmaður verður á EM landsliða sem fram fer í Svartfjallalandi í nóvember nk. og ljóst að koma hennar styrkir mjög liðið.“ Skák Innflytjendamál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Fyrir umferðina hafði Olga Prudnykova, sem er úkraínskur flóttamaður búsett hérlendis, hálf vinnings forskot á tvær skákkonur - Lenku Ptácníková, sem er fjórtánfaldur Íslandsmeistari, og Guðlaugu Þorsteinsdóttur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari. Guðlaug er jafnframt sú fyrsta í sögunni sem hampaði titlinum en hún vann fyrsta mótið sem haldið var 1975, þá aðeins fimmtán ára gömul. Olga Prudnykova.Skáksambandið Í tilkynningu frá Skáksambandinu segir að Olga hafi mætt Lenku í lokaumferðinni og ljóst að sigur myndi tryggja henni titilinn. Jafntefli myndi ávallt duga í aukakeppni – ef Guðlaug ynni Guðrúnu Fanneyju Briem, yngsta keppanda mótsins. „Svo fór að Olga vann sigur á Lenku í æsilegri skák þar sem Lenka reyndi að tefla til vinnings og féll að lokum á tíma í jafnteflisstöðu. Svo fór að Guðlaug tapaði fyrir Guðrúnu í ekki síður spennandi skák. Þegar uppi stóð var því sigur Olgu frekar öruggur. Hún hlaut 4½ vinning af 5 mögulegum. Guðlaug og Lenka urðu jafnar í 2.-3. sæti með 3 vinninga. Þar með lauk samfelldri 11 ára sigurgöngu Lenku á mótinu. Olga er eins og áður sagði úkraínskur flóttamaður. Hún býr á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni. Þrátt fyrir að vera ekki íslenskur ríkisborgari er hún Íslandsmeistari í skák þar sem hún hefur rétt til að tefla fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum mótum. Hennar frumraun sem íslenskur landsliðsmaður verður á EM landsliða sem fram fer í Svartfjallalandi í nóvember nk. og ljóst að koma hennar styrkir mjög liðið.“
Skák Innflytjendamál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira