Finnur Freyr: Nýir möguleikar og nýir hlutir sem þróa liðið aðeins Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 21:31 Þeir vinna vel saman, Kristófer Acox og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Kristófer átti frábæran leik hjá Val með 18 stig og 17 fráköst. Vísir Bára Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var ánægður með sigur sinna manna gegn Tindastóli í Meistarakeppni KKÍ. „Bara sitt lítið af hverju,“ sagði Finnur Freyr aðspurður hvað Valsmenn hefðu gert vel til að vinna Tindastól fyrir norðan. „Við gerðum ágætlega að spila vörn heilt yfir. Þegar við vorum að hreyfa boltann vel og sækja á þá vorum við að skapa okkur skot allan leikinn.“ Valsmenn náðu að halda tempóinu aðeins niðri í leiknum en Finnur var þó ekki endilega á því að það væri leikur Vals frekar en Stólanna. „Ég veit ekki um okkar leik eða þennan. Þetta var jafn leikur. Mér fannst við gera það sem við gerðum oft illa í fyrra, að koma út úr hálfleiknum, gera það vel. Mér fannst þeir vera að halda sér inni í leiknum á óþarfa körfum sem Þórir var að skora og einhverjum mjúkum villum í skotum. Mér fannst mikið af óþarfa vítum sem þeir voru að fá, bæði lélegt af okkur og svo var eitthvað verið að jafna dómgæsluna frá því í fyrri hálfleik.“ Valsmenn eru í meiðslavandræðum og til að mynda voru bæði Kári Jónsson og Ástþór Svalason í borgaralegum klæðum á varamannabekknum. Finnur Freyr hrósaði Daða Lár Jónssyni sérstaklega. „Sterkt að koma inn og ég er virkilega ánægður með Daða Lár hvernig hann stígur inn í bakvarðastöðuna í fjarveru allra hinna bakvarðanna. Kristinn Pálsson náttúrulega, mjög flott fyrsta framminstaða hans í Valsbúningnum,“ en Kristinn átti frábæran leik í kvöld og var stigahæstur Valsmanna. Hann kom til liðsins fyrir tímabilið. „Eins og þú veist þá vantar helling í bakvarðasveitina okkar. Það er styrkur okkar að við höfum verið að spila án manna og verið að prófa okkur áfram. Þó þetta sé mikið til sama lið og í fyrra þá eru að koma nýir strákar inn, nýir möguleikar og nýir hlutir sem þróa liðið aðeins og breyta því.“ Hann sagði gott að verja Meistarabikarinn þó hann sagði álit fólks á honum mismunandi. „Allavega titill í dag. Týpískur titill sem maður talar vel um þegar maður vinnur hann en spilar hann niður þegar maður tapar. Gott að ná að verja þennan eftir að hafa unnið hann líka í fyrra.“ Valur Tindastóll Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
„Bara sitt lítið af hverju,“ sagði Finnur Freyr aðspurður hvað Valsmenn hefðu gert vel til að vinna Tindastól fyrir norðan. „Við gerðum ágætlega að spila vörn heilt yfir. Þegar við vorum að hreyfa boltann vel og sækja á þá vorum við að skapa okkur skot allan leikinn.“ Valsmenn náðu að halda tempóinu aðeins niðri í leiknum en Finnur var þó ekki endilega á því að það væri leikur Vals frekar en Stólanna. „Ég veit ekki um okkar leik eða þennan. Þetta var jafn leikur. Mér fannst við gera það sem við gerðum oft illa í fyrra, að koma út úr hálfleiknum, gera það vel. Mér fannst þeir vera að halda sér inni í leiknum á óþarfa körfum sem Þórir var að skora og einhverjum mjúkum villum í skotum. Mér fannst mikið af óþarfa vítum sem þeir voru að fá, bæði lélegt af okkur og svo var eitthvað verið að jafna dómgæsluna frá því í fyrri hálfleik.“ Valsmenn eru í meiðslavandræðum og til að mynda voru bæði Kári Jónsson og Ástþór Svalason í borgaralegum klæðum á varamannabekknum. Finnur Freyr hrósaði Daða Lár Jónssyni sérstaklega. „Sterkt að koma inn og ég er virkilega ánægður með Daða Lár hvernig hann stígur inn í bakvarðastöðuna í fjarveru allra hinna bakvarðanna. Kristinn Pálsson náttúrulega, mjög flott fyrsta framminstaða hans í Valsbúningnum,“ en Kristinn átti frábæran leik í kvöld og var stigahæstur Valsmanna. Hann kom til liðsins fyrir tímabilið. „Eins og þú veist þá vantar helling í bakvarðasveitina okkar. Það er styrkur okkar að við höfum verið að spila án manna og verið að prófa okkur áfram. Þó þetta sé mikið til sama lið og í fyrra þá eru að koma nýir strákar inn, nýir möguleikar og nýir hlutir sem þróa liðið aðeins og breyta því.“ Hann sagði gott að verja Meistarabikarinn þó hann sagði álit fólks á honum mismunandi. „Allavega titill í dag. Týpískur titill sem maður talar vel um þegar maður vinnur hann en spilar hann niður þegar maður tapar. Gott að ná að verja þennan eftir að hafa unnið hann líka í fyrra.“
Valur Tindastóll Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira