Forvarnir gegn fávisku Birgir Dýrfjörð skrifar 24. september 2023 21:00 Í Kastljósi RUV 20. sept. 2023 birtist furðulegt viðtal við Hildi Sverrisdóttur nýbakaðan formann þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Umræðuefnið voru tillögur þingflokks sjálfstæðismanna og kvenna um að auka aðgengi almennings að áfengi. Aukning áfengisneyslu er þó 74% s.l. 30 ár. Skorpulifur, banvænn fylgisjúkdómur áfengis hefur áttfaldast. Mest fyrir bjórdrykkju og létt vín. Formaður þingflokksins sagði bara „Þetta er veruleiki sem við lifum við.“ Við fáum því ekki breytt. Fram kom í viðtalinu að aukið og auðveldað aðgengi að áfengi eykur mjög neyslu þess. Viðmælendur voru sammála, að með aukinni neyslu áfengis hafa aukst mikið afbrot, ofbeldi, slysfarir og sundrun fjölskyldna og brottfall æskufólks úr skólum. Það eykur síðan á vanhæfi þess unga fólks, að láta rætast drauma sína um gott líf, - það verður þá útundan í lífinu. Ríkið á ekki að vera að hafa vit fyrir fullorðnu fólki sagði formaðurinn. Hún upplýsti þó að það væri rifa í frumvarpinu fyrir afsiftasemi Ríkisins. Hún sagði: „Það er kveðið á um það í frumvarpinu okkar að það megiefla forvarnir.“ - Megi. Sem ábyrgur stjórnmálamaður benti hún líka á fjármögnun á kostnaði við forvarnir. „Það má selja Áfengisbúðirnar, þá fengist dágóð summa til að kosta forvarnir,“ sagði hún. (hægt er að sjá og heyra viðtalið á spilara ruv 20.9.´23) Spurt er. Til hvers eru forvarnir? Eru þær ekki til að koma í veg fyrir að eitthvað slæmt gerist. T.d. að það verði aukning á neyslu áfengis og fíkniefna í íslensku samfélagi? Hvernig getur formaður þingflokks sem flytur frumvarp um risaskref til að auka aðgengi að áfengi, og kallar forvarnir forræðishyggju ríkisins, hvernig getur hann í, sömu ræðunni, haldið því fram, að það megi selja fasteignir ríkisins til að fjármagna forvarnir gegn áfengi? Hvaða aulaháttur er þetta? Í hvaða kýrhaus er þetta fólk að draga Sjálfstæðisflokkinn? Besta forvörnin gegn þessari fávisku er, að gott og ærlegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem vissulega er stór hópur þar á bæ, taki höndum saman og visti hluta þingflokksins á skaðaminni stað en nú er. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í Kastljósi RUV 20. sept. 2023 birtist furðulegt viðtal við Hildi Sverrisdóttur nýbakaðan formann þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Umræðuefnið voru tillögur þingflokks sjálfstæðismanna og kvenna um að auka aðgengi almennings að áfengi. Aukning áfengisneyslu er þó 74% s.l. 30 ár. Skorpulifur, banvænn fylgisjúkdómur áfengis hefur áttfaldast. Mest fyrir bjórdrykkju og létt vín. Formaður þingflokksins sagði bara „Þetta er veruleiki sem við lifum við.“ Við fáum því ekki breytt. Fram kom í viðtalinu að aukið og auðveldað aðgengi að áfengi eykur mjög neyslu þess. Viðmælendur voru sammála, að með aukinni neyslu áfengis hafa aukst mikið afbrot, ofbeldi, slysfarir og sundrun fjölskyldna og brottfall æskufólks úr skólum. Það eykur síðan á vanhæfi þess unga fólks, að láta rætast drauma sína um gott líf, - það verður þá útundan í lífinu. Ríkið á ekki að vera að hafa vit fyrir fullorðnu fólki sagði formaðurinn. Hún upplýsti þó að það væri rifa í frumvarpinu fyrir afsiftasemi Ríkisins. Hún sagði: „Það er kveðið á um það í frumvarpinu okkar að það megiefla forvarnir.“ - Megi. Sem ábyrgur stjórnmálamaður benti hún líka á fjármögnun á kostnaði við forvarnir. „Það má selja Áfengisbúðirnar, þá fengist dágóð summa til að kosta forvarnir,“ sagði hún. (hægt er að sjá og heyra viðtalið á spilara ruv 20.9.´23) Spurt er. Til hvers eru forvarnir? Eru þær ekki til að koma í veg fyrir að eitthvað slæmt gerist. T.d. að það verði aukning á neyslu áfengis og fíkniefna í íslensku samfélagi? Hvernig getur formaður þingflokks sem flytur frumvarp um risaskref til að auka aðgengi að áfengi, og kallar forvarnir forræðishyggju ríkisins, hvernig getur hann í, sömu ræðunni, haldið því fram, að það megi selja fasteignir ríkisins til að fjármagna forvarnir gegn áfengi? Hvaða aulaháttur er þetta? Í hvaða kýrhaus er þetta fólk að draga Sjálfstæðisflokkinn? Besta forvörnin gegn þessari fávisku er, að gott og ærlegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem vissulega er stór hópur þar á bæ, taki höndum saman og visti hluta þingflokksins á skaðaminni stað en nú er. Höfundur er rafvirki.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar