„Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 24. september 2023 19:31 Ingunn vonast til að árásarmaðurinn fái þá hjálp sem hann þurfi. steingrímur dúi Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. Í dag er mánuður liðinn frá því að Ingunn Björnsdóttir varð fyrir fólskulegri hnífaárás nemanda í Oslóarháskóla í Noregi þar sem hún hefur starfað í áratug. Daginn örlagaríka mætti nemandinn á fund til Ingunnar og samstarfskonu hennar. Þegar fundinum var að ljúka segir Ingunn nemandann hafa skyndilega dregið upp hníf. Skar fyrst í hálsinn „Hann byrjaði hérna,“ segir Ingunn og bendir á hálsinn. Hún segir hann hafa sagt nokkuð sem hún vilji ekki hafa eftir honum, en þar með hafi henni orðið ljóst að hann vildi meiða hana. „Svo fannst mér líða heil eilífð þar sem við öskruðum eins og ljón.“ Á örskömmum tíma veitti árásarmaðurinn Ingunni minnst sextán stunguáverka. Stuttu síðar komu starfsmenn skólans aðvífandi. Ingunn segist muna vel eftir árásinni, hún hafi verið með meðvitund allt þar til hún var svæfð á Ullevål-háskólasjúkrahúsinu. Henni hafi strax orðið ljóst að nemandinn ætlaði sér að meiða hana. „Hann sagði það. Ekki með þessum orðum, en það var ljóst að það var ég.“ Þú veist ekki af hverju? „Nei ég veit ekki af hverju.“ Ingunn lá þungt haldin á spítala.Ingunn Björnsdóttir Samstarfsfólkið brást rétt við Ingunn segist hafa varist grimmt og það sjáist vel á áverkum hennar. „Ég hefði ekki sloppið lifandi út úr þessu ef kollegi minn hefði ekki verið þarna og vegna kolleganna sem komu aðvífandi. Það er í raun ótrúlegt að ég skyldu sleppa lifandi frá þessu.“ Hún hafi þó ekki hræðst dauðann. „Hann stakk mig hérna,“ segir Ingunn og bendir á síðuna. „Hnífurinn kom hér inn í síðuna og þá hugsaði ég: Ég lifi þetta ekki af, en það var svo skrítið að þá var ég ekkert hrædd en svo kemur adrenalínið og ég fann engan sársauka á meðan hann var að þessu.“ Ber engan kala til árásarmannsins Ingunn hefur tekið árásinni af miklu æðruleysi og segist ekki reið. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“ Ingunn hefur verið á Íslandi frá því að hún útskrifaðist af sjúkrahúsi í byrjun mánaðar og hefur sagt íbúð sinni í Osló upp. „Þetta var kjallaraíbúð og það var hægt að horfa niður á rúmið mitt. Ég hefði ekki getað sofið rólega í því rúmi.“ steingrímur dúi Tekur einn dag í einu Aðspurð segist hún ekki vita hvort eða hvenær hún snúi aftur til kennslu. Ef hann myndi biðjast afsökunar, er þetta eitthvað sem þú getur fyrirgefið? „Tökum einn dag í einu.“ Samkvæmt norska miðlinum Khrono hefur nemandanum verið gert að sæta geðrannsókn. Hann var á föstudaginn úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22. september 2023 20:43 Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Í dag er mánuður liðinn frá því að Ingunn Björnsdóttir varð fyrir fólskulegri hnífaárás nemanda í Oslóarháskóla í Noregi þar sem hún hefur starfað í áratug. Daginn örlagaríka mætti nemandinn á fund til Ingunnar og samstarfskonu hennar. Þegar fundinum var að ljúka segir Ingunn nemandann hafa skyndilega dregið upp hníf. Skar fyrst í hálsinn „Hann byrjaði hérna,“ segir Ingunn og bendir á hálsinn. Hún segir hann hafa sagt nokkuð sem hún vilji ekki hafa eftir honum, en þar með hafi henni orðið ljóst að hann vildi meiða hana. „Svo fannst mér líða heil eilífð þar sem við öskruðum eins og ljón.“ Á örskömmum tíma veitti árásarmaðurinn Ingunni minnst sextán stunguáverka. Stuttu síðar komu starfsmenn skólans aðvífandi. Ingunn segist muna vel eftir árásinni, hún hafi verið með meðvitund allt þar til hún var svæfð á Ullevål-háskólasjúkrahúsinu. Henni hafi strax orðið ljóst að nemandinn ætlaði sér að meiða hana. „Hann sagði það. Ekki með þessum orðum, en það var ljóst að það var ég.“ Þú veist ekki af hverju? „Nei ég veit ekki af hverju.“ Ingunn lá þungt haldin á spítala.Ingunn Björnsdóttir Samstarfsfólkið brást rétt við Ingunn segist hafa varist grimmt og það sjáist vel á áverkum hennar. „Ég hefði ekki sloppið lifandi út úr þessu ef kollegi minn hefði ekki verið þarna og vegna kolleganna sem komu aðvífandi. Það er í raun ótrúlegt að ég skyldu sleppa lifandi frá þessu.“ Hún hafi þó ekki hræðst dauðann. „Hann stakk mig hérna,“ segir Ingunn og bendir á síðuna. „Hnífurinn kom hér inn í síðuna og þá hugsaði ég: Ég lifi þetta ekki af, en það var svo skrítið að þá var ég ekkert hrædd en svo kemur adrenalínið og ég fann engan sársauka á meðan hann var að þessu.“ Ber engan kala til árásarmannsins Ingunn hefur tekið árásinni af miklu æðruleysi og segist ekki reið. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“ Ingunn hefur verið á Íslandi frá því að hún útskrifaðist af sjúkrahúsi í byrjun mánaðar og hefur sagt íbúð sinni í Osló upp. „Þetta var kjallaraíbúð og það var hægt að horfa niður á rúmið mitt. Ég hefði ekki getað sofið rólega í því rúmi.“ steingrímur dúi Tekur einn dag í einu Aðspurð segist hún ekki vita hvort eða hvenær hún snúi aftur til kennslu. Ef hann myndi biðjast afsökunar, er þetta eitthvað sem þú getur fyrirgefið? „Tökum einn dag í einu.“ Samkvæmt norska miðlinum Khrono hefur nemandanum verið gert að sæta geðrannsókn. Hann var á föstudaginn úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22. september 2023 20:43 Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22. september 2023 20:43
Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47