Sameining sveitarfélaga á endanum ákvörðun íbúa Helena Rós Sturludóttir skrifar 24. september 2023 12:32 Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga. Vísir/Steingrímur Dúi Sveitarfélagið Vogar útilokar ekki mögulega sameiningu við neinn að sögn bæjarstjóra. Nágrannasveitarfélögunum á Suðurnesjum verði sent formlegt erindi á næstu dögum um samtal en of snemmt sé að spá fyrir um það hvort samtalið muni leiða til breytinga. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög um mögulega sameiningarkosti. Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri Voga segir þetta rökrétt framhald af valkostagreiningu sem þegar hafi verið farið í, þar sem kostir og gallar við mismunandi sameiningar hafi verið skoðaðar. „Það var í rauninni ekki búið að ljúka verkefninu þannig að við ákváðum að taka það aftur upp núna og við leituðum í sjálfu sér ekkert sérstaklega til Reykjanesbæjar heldur einfaldlega samþykkti bæjarráð að hefja aftur samtöl við nágranna sveitarfélögin og kanna hug þeirra til sameininga,“ segir Gunnar Axel. Útilokar ekki önnur sveitarfélög Vogar liggi mitt á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar og að sveitarfélagið útilokaði ekki að skoða sameiningu við Hafnarfjörð. „En sveitarfélögin á Suðurnesjum eiga í mjög miklu samstarfi í mörgum stórum verkefnum; sorpmálum, brunavörnum, heilbrigðiseftirlit og svo framvegis og það gengur allt mjög vel þannig það er kannski eðlilegra að leita til nágrannasveitarfélaganna í svona samtali,“ segir Gunnar Axel jafnframt. Aðspurður segir Gunnar fjárhagserfiðleika ekki ástæðu fyrir samtalinu. Sveitarfélagið eigi ekki í neinum frekari fjárhagserfiðleikum en önnur sveitarfélög. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga sé erfitt og þannig verði það sennilega áfram. Vilja tryggja betri lífsskilyrði „Bæjarstjórnin hér lítur bara á það sem sína skyldu að horfa til framtíðar og velta upp spurningum á borð við hvað er skynsamlegast fyrir íbúana. Er skynsamlegast að hafa óbreytt fyrirkomulag eða tryggjum við íbúum betri lífsskilyrði með því að vinna nánar saman sem eitt,“ segir Gunnar Axel. Vogar útiloki ekki samstarf við neinn og næsta skref sé að senda formlegt erindi á Suðurnesjabæ, Grindavík og Reykjanesbæ og fara í könnunarviðræður. „Sem gætu svo á endanum leitt til að við ákveðum tvö eða fleiri sveitarfélög að fara í formlegar sameiningarviðræður þá verður farið í svona ítarlegri vinnu og allar hliðar málsins skoðaðar. Svo er þetta auðvitað bara á endanum íbúanna að taka svona ákvarðanir, valdið liggur hjá þeim í ákvörðunum um sameiningar,“ segir Gunnar Axel að lokum. Vogar Sveitarstjórnarmál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög um mögulega sameiningarkosti. Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri Voga segir þetta rökrétt framhald af valkostagreiningu sem þegar hafi verið farið í, þar sem kostir og gallar við mismunandi sameiningar hafi verið skoðaðar. „Það var í rauninni ekki búið að ljúka verkefninu þannig að við ákváðum að taka það aftur upp núna og við leituðum í sjálfu sér ekkert sérstaklega til Reykjanesbæjar heldur einfaldlega samþykkti bæjarráð að hefja aftur samtöl við nágranna sveitarfélögin og kanna hug þeirra til sameininga,“ segir Gunnar Axel. Útilokar ekki önnur sveitarfélög Vogar liggi mitt á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar og að sveitarfélagið útilokaði ekki að skoða sameiningu við Hafnarfjörð. „En sveitarfélögin á Suðurnesjum eiga í mjög miklu samstarfi í mörgum stórum verkefnum; sorpmálum, brunavörnum, heilbrigðiseftirlit og svo framvegis og það gengur allt mjög vel þannig það er kannski eðlilegra að leita til nágrannasveitarfélaganna í svona samtali,“ segir Gunnar Axel jafnframt. Aðspurður segir Gunnar fjárhagserfiðleika ekki ástæðu fyrir samtalinu. Sveitarfélagið eigi ekki í neinum frekari fjárhagserfiðleikum en önnur sveitarfélög. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga sé erfitt og þannig verði það sennilega áfram. Vilja tryggja betri lífsskilyrði „Bæjarstjórnin hér lítur bara á það sem sína skyldu að horfa til framtíðar og velta upp spurningum á borð við hvað er skynsamlegast fyrir íbúana. Er skynsamlegast að hafa óbreytt fyrirkomulag eða tryggjum við íbúum betri lífsskilyrði með því að vinna nánar saman sem eitt,“ segir Gunnar Axel. Vogar útiloki ekki samstarf við neinn og næsta skref sé að senda formlegt erindi á Suðurnesjabæ, Grindavík og Reykjanesbæ og fara í könnunarviðræður. „Sem gætu svo á endanum leitt til að við ákveðum tvö eða fleiri sveitarfélög að fara í formlegar sameiningarviðræður þá verður farið í svona ítarlegri vinnu og allar hliðar málsins skoðaðar. Svo er þetta auðvitað bara á endanum íbúanna að taka svona ákvarðanir, valdið liggur hjá þeim í ákvörðunum um sameiningar,“ segir Gunnar Axel að lokum.
Vogar Sveitarstjórnarmál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira