Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 21:07 Bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga. Vogar Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. Víkurfréttir greindu fyrst frá og í samtali við miðilinn sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri, að ákvörðun bæjarráðs væri rökrétt framhald af þeirri vinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili. Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Voga.Sigurjón Ólason Það væri sjálfsagt að fulltrúar sveitarfélaganna ræði um sameiginleg málefni og framtíðarþróun svæðisins. Aðspurður hvort sameining efldi svæðið sagði Gunnar að það mætti örugglega færa mjög góð rök fyrir því að sameinuð myndu sveitarfélögin hafa talsvert meiri slagkraft og sömuleiðis svæðið sem slíkt. Hins vegar væru eflaust jafnmörg rök í hina áttina. Hin sveitarfélögin jákvæð fyrir frumkvæðinu Á fimmtudag greindu Víkurfréttir svo frá því að bæjarstjórar bæði Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar tækju jákvætt í frumkvæði Vogamanna um að skoða frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Grindvíkinga sagði að heimsókn Vogamanna yrði vel tekið en það væri ekki mikill sameiningartónn í Grindvíkingum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Vísir/Egill „Við tökum vel í hugmyndina og erum tilbúin í viðræður. Þetta hlýtur að vera framtíðin, þetta mun gerast með einum eða öðrum hætti en vissulega þar að vanda þetta mjög vel. Það er ljóst að það má spara verulega bæði tíma og peninga, í yfirstjórn og samstarfi sveitarfélaganna, íbúunum til heilla,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Þess ber að geta að Reykjanesbær varð til með sameiningu Keflavíkurbæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafna árið 1994. Suðurnesjabær varð til þegar sveitarfélögin Garður og Sandgerði sameinuðust í lok árs 2017. Þá sagðist Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ekki eiga von á öðru en að Suðurnesjabær væri tilbúinn til viðræðna án þess að það fæli í sér fyrir fram gefna afstöðu til sameiningar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagðist eiga von á formlegu erindi frá Vogamönnum og að sveitarfélagið myndi örugglega taka vel í hittinginn. Hins vegar sagði hann að það væri ekki meiri sameiningartónn í íbúum Grindavíkur en hefur áður verið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að viðbragðsaðilar séu undirbúnir ef það skildi byrja að gjósa.Vísir/Arnar Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Víkurfréttir greindu fyrst frá og í samtali við miðilinn sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri, að ákvörðun bæjarráðs væri rökrétt framhald af þeirri vinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili. Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Voga.Sigurjón Ólason Það væri sjálfsagt að fulltrúar sveitarfélaganna ræði um sameiginleg málefni og framtíðarþróun svæðisins. Aðspurður hvort sameining efldi svæðið sagði Gunnar að það mætti örugglega færa mjög góð rök fyrir því að sameinuð myndu sveitarfélögin hafa talsvert meiri slagkraft og sömuleiðis svæðið sem slíkt. Hins vegar væru eflaust jafnmörg rök í hina áttina. Hin sveitarfélögin jákvæð fyrir frumkvæðinu Á fimmtudag greindu Víkurfréttir svo frá því að bæjarstjórar bæði Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar tækju jákvætt í frumkvæði Vogamanna um að skoða frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Grindvíkinga sagði að heimsókn Vogamanna yrði vel tekið en það væri ekki mikill sameiningartónn í Grindvíkingum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Vísir/Egill „Við tökum vel í hugmyndina og erum tilbúin í viðræður. Þetta hlýtur að vera framtíðin, þetta mun gerast með einum eða öðrum hætti en vissulega þar að vanda þetta mjög vel. Það er ljóst að það má spara verulega bæði tíma og peninga, í yfirstjórn og samstarfi sveitarfélaganna, íbúunum til heilla,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Þess ber að geta að Reykjanesbær varð til með sameiningu Keflavíkurbæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafna árið 1994. Suðurnesjabær varð til þegar sveitarfélögin Garður og Sandgerði sameinuðust í lok árs 2017. Þá sagðist Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ekki eiga von á öðru en að Suðurnesjabær væri tilbúinn til viðræðna án þess að það fæli í sér fyrir fram gefna afstöðu til sameiningar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagðist eiga von á formlegu erindi frá Vogamönnum og að sveitarfélagið myndi örugglega taka vel í hittinginn. Hins vegar sagði hann að það væri ekki meiri sameiningartónn í íbúum Grindavíkur en hefur áður verið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að viðbragðsaðilar séu undirbúnir ef það skildi byrja að gjósa.Vísir/Arnar
Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira