Allir þrír Íslendingarnir í herbúðum Sogndal voru í byrjunarliðinu í dag. Áðurnefndur Jónatan Ingi, Valdimar Þór Ingimundarson í fremstu víglínu og Óskar Borgþórsson á miðjunni.
Martin Sjølstad skoraði mark Sogndal á 58. mínútu en Sindre Austevoll jafnaði leikinn á 76. mínútu og þar við sat.
Sogndal eru í harði baráttu um að komast upp í úrvalsdeild og sitja í þéttum pakka um umspil, en 3. - 6. sæti gefur sæti í umspili. Sogndal er með 35 stig í 5. sæti en aðeins munar átta stigum á 4. og 10. sæti og deildin því enn galopin þegar 24. umferð er að klárast af 30.