Umfjöllun og viðtal: Fylkir - KA 2-4 | Árbæingum mistókst að slíta sig frá fallsætunum Kári Mímisson skrifar 24. september 2023 19:00 Hallgrímur Mar skoraði fyrir KA í dag. Vísir/Hulda Margrét Fylkir tók á móti KA í annarri umferð neðri hluta Bestu deild karla nú í dag. Fyrir leikinn var KA með 32 stig í efsta sæti neðri hluta deildarinnar á meðan Fylkir var tveimur sætum neðar en þó aðeins einu stigi frá fallsæti. Svo fór að lokum að KA vann mjög góðan 4-2 sigur sigur og styrki stöðu sína í 7. sætinu í leiðinni. Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins en það kom strax á 5. mínútu. Harley Willard skoraði þá eftir slæm varnarmistök hjá fyrirliðanum Ragnari Braga Sveinssyni. Ragnar reyndi þá að taka á móti boltanum rétt fyrir utan teig en boltinn fór af honum og beint fyrir Willard sem átti gott skot í fjærhornið fyrir utan teig. Fylkismönnum tókst þó að jafna rúmlega tíu mínútum seinna og það gerði hinn stóri og stæðilegi framherji þeirra, Pétur Bjarnason. Birkir Eyþórsson átti þá góða fyrirgjöf frá hægri sem endaði beint fyrir kollinn á Pétri sem stangaði boltann í netið. Á 20. mínútu leiksins urðu þó gestirnir fyrir miklu áfalli þegar markvörður þeirra, Kristijan Jajalo þurfti að fara meiddur af velli. Benedikt Daríus slapp einn í gegn og skaut að marki en skot hans fór beint í andlitið á Jajalo sem steinlá eftir. En norðanmenn létu þetta ekki á sig fá og skoruðu skömmu síðar. Það gerði Hallgrímur Mar Steingrímsson beint úr aukaspyrnu. Brotið var á Hallgrími rétt fyrir utan teig. Hann tók spyrnuna sjálfur. Spyrnan var föst og beint í samskeytin, óverjandi fyrir Ólaf Kristófer í marki Fylkis. Meira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og staðan því 2-1 fyrir gestina þegar liðin héldu til búningsherbergja. Eftir um tíu mínútna leik skoruðu gestirnir þriðja markið og þar var aftur að verki Harley Willard. Eftir góða sókn norðanmann reyndi Hallgrímur Mar að þræða Ingimar Torbjörnsson Stöle í gegn en boltinn fór af Elís Rafn Björnssyni og þaðan til Willards sem aftur átti hnitmiðað skot út við stöng fyrir utan teig. Þrjú mörk frá gestunum komin og allt með langskotum. Fylkismenn reyndu allt hvað þeir gátu til að minnka muninn en það voru gestirnir sem skoruðu og að þessu sinni var það varamaðurinn Sveinn Margeir Hauksson eftir sendingu frá Hallgrími Mar. Varnarleikur Fylkis leit alls ekki vel út í þessu marki en Sveinn Margeir tróð sér einfaldlega á milli Sveins Gísla Þorkelssonar og Arnórs Breka Ástþórssonar áður en hann skoraði fram hjá Ólafi Kristófer markverði Fylkis. Heimamenn náðu þó að klóra í bakkann á lokamínútu uppbótatímans þegar Þóroddur Víkingsson skoraði með góðu skoti eftir barning í vítateig KA. Lengra komust þó Fylkismenn ekki og 4-2 sigur KA því staðreynd. Af hverju vann KA? KA refsaði Fylki fyrir öll sín mistök og uppskáru fjögur glæsileg mörk. Liðið stýrði alls ekki leiknum í 90 mínútur en gæðin er mikil í þessu KA liði leit mjög vel út í dag. Þrjú mörk fyrir utan teig í dag er klárlega það sem gerir það að verkum að KA tekur stigin þrjú. Hverjir stóðu upp úr? Harley Willard var frábær og skoraði tvö glæsileg mörk og var ekki langt frá því að ná þrennunni. Hallgrímur Mar átti sömuleiðis góðan dag eins og svo oft áður fyrir KA. Mark og stoðsending frá honum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fylkis er áfram bitlaus og ekki beint til útflutnings. Herjuðu vel á KA menn eftir að þeir komust í 3-1 en voru aldrei líklegir að mínu mati. Hvað gerist næst? Fylkir fer í Kórinn þar sem liðið mætir HK. KA fær ÍBV í heimsókn. Báðir leikir eru á fimmtudaginn næstkomandi. Leikur Fylkis og HK hefst klukkan 19:15 á meðan KA gegn ÍBV hefst klukkan 16:15. „Úrslit leiksins finnst mér ekki gefa rétta mynd á það hvernig við spiluðum í dag“ Rúnar Páll var mjög sáttur að leik loknum.Vísir/Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var að vonum vonsvikinn eftir tapið í dag. Hann segir að það hafi verið erfitt að verjast þeim mörkum KA. „Aðallega bara vonbrigði. Leikurinn var náttúrulega svolítið sérstakur. Þeir refsa okkur alveg þvílíkt og skora þrjú mörk fyrir utan teig sem syngja í vinklunum. Alveg frábær mörk í sjálfu sér en við vorum náttúrulega klaufar að skapa þessar aðstæður fyrir þessi mörk finnst mér. Við eigum að vera grimmar og ekki að hafa menn lausa fyrir utan teig og hleypa þeim í þessi skot.“ „Þeir fengu engin opin færi eða opnanir þannig að þetta er mjög skrítið. Við fáum ágætis möguleika líka. Sköpum okkur fín færi og komust aftur fyrir þá. En eins og svo oft áður þá náum við ekki að klára þetta sem er í sjálfu sér vonbrigði. Við erum lítið effektívir fyrir framan mark andstæðinganna. En vonandi smellur þetta í lokin hjá okkur.“ Sagði Rúnar strax að leik loknum. En er Rúnar með einhver svör til að bæta frammistöðu liðsins í þeim mikilvægu leikjum sem eru á næstunni? „Við þurfum bara að gera betur og vera duglegri fyrir framan mark andstæðinganna. Það er nokkuð ljóst. Síðan fáum við á okkur þrjú mörk fyrir utan teig í dag sem er auðvitað galið atriði. En KA-menn gerðu það nú vel svo það er ekki hægt að taka það af þeim. Úrslit leiksins finnst mér ekki gefa rétta mynd á það hvernig við spiluðum í dag en það er ekkert talað um það þegar þú tapar 4-2.“ „Við getum tekið það sem stjórnum þessu liði hvað við séum að gera vel og hvað við getum gert betur. Við töpum þessum leik sem var mikilvægur fyrir okkur upp á þessa baráttu til að komast aðeins á undan þessum liðum sem eru í hættu á að falla. Núna er það bara þessi þétti pakki og við megum ekkert misstíga mikið meira. Við þurfum að eiga góða leiki það sem eftir er og aldrei missa trú á okkar eigin getu.“ Þóroddur Víkingsson skoraði í öðrum leiknum í röð en þessi ungi og efnilegi leikmaður hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum í sumar. Rúnar segist vera ánægður með að fá mörk sama hvaðan þau komi en telur liðið þurfa að gera betur fyrir framan mark andstæðinganna. „Þóroddur skorar í öðrum leiknum í röð sem er bara frábært. Hann klárar og skorar mörk sem er gott. Frábært mark hjá Pétri líka. Fengum náttúrulega tvö, þrjú færi sem að við náum kannski ekki að nýta alveg nógu vel en fáum nokkrar mjög góðar opnanir. Við þurfum bara að nýta þetta betur og skora fleiri mörk. Ef að við fáum á okkur eitt til tvö mörk þá þurfum við að skora allavegana þrjú. Við breytum þessu ekki en getum hins vegar haft áhrif á frammistöðu okkar í næstu leikjum.“ Nú þegar það er lítið eftir ert þú og þitt þjálfarateymi að reyna að finna einhverjar nýjar lausnir eða má reikna með að þið haldið áfram að hamra á því sem þið hafið verið að gera? „Þú hefur engan tíma til að finna eitthvað nýtt. Það er ekki gott fyrir einn eða neinn. Við þurfum að halda áfram að gera það sem við erum að gera vel og byggja ofan á það. Síðan smellur þetta vel í lokin.“ Besta deild karla Fylkir KA
Fylkir tók á móti KA í annarri umferð neðri hluta Bestu deild karla nú í dag. Fyrir leikinn var KA með 32 stig í efsta sæti neðri hluta deildarinnar á meðan Fylkir var tveimur sætum neðar en þó aðeins einu stigi frá fallsæti. Svo fór að lokum að KA vann mjög góðan 4-2 sigur sigur og styrki stöðu sína í 7. sætinu í leiðinni. Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins en það kom strax á 5. mínútu. Harley Willard skoraði þá eftir slæm varnarmistök hjá fyrirliðanum Ragnari Braga Sveinssyni. Ragnar reyndi þá að taka á móti boltanum rétt fyrir utan teig en boltinn fór af honum og beint fyrir Willard sem átti gott skot í fjærhornið fyrir utan teig. Fylkismönnum tókst þó að jafna rúmlega tíu mínútum seinna og það gerði hinn stóri og stæðilegi framherji þeirra, Pétur Bjarnason. Birkir Eyþórsson átti þá góða fyrirgjöf frá hægri sem endaði beint fyrir kollinn á Pétri sem stangaði boltann í netið. Á 20. mínútu leiksins urðu þó gestirnir fyrir miklu áfalli þegar markvörður þeirra, Kristijan Jajalo þurfti að fara meiddur af velli. Benedikt Daríus slapp einn í gegn og skaut að marki en skot hans fór beint í andlitið á Jajalo sem steinlá eftir. En norðanmenn létu þetta ekki á sig fá og skoruðu skömmu síðar. Það gerði Hallgrímur Mar Steingrímsson beint úr aukaspyrnu. Brotið var á Hallgrími rétt fyrir utan teig. Hann tók spyrnuna sjálfur. Spyrnan var föst og beint í samskeytin, óverjandi fyrir Ólaf Kristófer í marki Fylkis. Meira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og staðan því 2-1 fyrir gestina þegar liðin héldu til búningsherbergja. Eftir um tíu mínútna leik skoruðu gestirnir þriðja markið og þar var aftur að verki Harley Willard. Eftir góða sókn norðanmann reyndi Hallgrímur Mar að þræða Ingimar Torbjörnsson Stöle í gegn en boltinn fór af Elís Rafn Björnssyni og þaðan til Willards sem aftur átti hnitmiðað skot út við stöng fyrir utan teig. Þrjú mörk frá gestunum komin og allt með langskotum. Fylkismenn reyndu allt hvað þeir gátu til að minnka muninn en það voru gestirnir sem skoruðu og að þessu sinni var það varamaðurinn Sveinn Margeir Hauksson eftir sendingu frá Hallgrími Mar. Varnarleikur Fylkis leit alls ekki vel út í þessu marki en Sveinn Margeir tróð sér einfaldlega á milli Sveins Gísla Þorkelssonar og Arnórs Breka Ástþórssonar áður en hann skoraði fram hjá Ólafi Kristófer markverði Fylkis. Heimamenn náðu þó að klóra í bakkann á lokamínútu uppbótatímans þegar Þóroddur Víkingsson skoraði með góðu skoti eftir barning í vítateig KA. Lengra komust þó Fylkismenn ekki og 4-2 sigur KA því staðreynd. Af hverju vann KA? KA refsaði Fylki fyrir öll sín mistök og uppskáru fjögur glæsileg mörk. Liðið stýrði alls ekki leiknum í 90 mínútur en gæðin er mikil í þessu KA liði leit mjög vel út í dag. Þrjú mörk fyrir utan teig í dag er klárlega það sem gerir það að verkum að KA tekur stigin þrjú. Hverjir stóðu upp úr? Harley Willard var frábær og skoraði tvö glæsileg mörk og var ekki langt frá því að ná þrennunni. Hallgrímur Mar átti sömuleiðis góðan dag eins og svo oft áður fyrir KA. Mark og stoðsending frá honum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fylkis er áfram bitlaus og ekki beint til útflutnings. Herjuðu vel á KA menn eftir að þeir komust í 3-1 en voru aldrei líklegir að mínu mati. Hvað gerist næst? Fylkir fer í Kórinn þar sem liðið mætir HK. KA fær ÍBV í heimsókn. Báðir leikir eru á fimmtudaginn næstkomandi. Leikur Fylkis og HK hefst klukkan 19:15 á meðan KA gegn ÍBV hefst klukkan 16:15. „Úrslit leiksins finnst mér ekki gefa rétta mynd á það hvernig við spiluðum í dag“ Rúnar Páll var mjög sáttur að leik loknum.Vísir/Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var að vonum vonsvikinn eftir tapið í dag. Hann segir að það hafi verið erfitt að verjast þeim mörkum KA. „Aðallega bara vonbrigði. Leikurinn var náttúrulega svolítið sérstakur. Þeir refsa okkur alveg þvílíkt og skora þrjú mörk fyrir utan teig sem syngja í vinklunum. Alveg frábær mörk í sjálfu sér en við vorum náttúrulega klaufar að skapa þessar aðstæður fyrir þessi mörk finnst mér. Við eigum að vera grimmar og ekki að hafa menn lausa fyrir utan teig og hleypa þeim í þessi skot.“ „Þeir fengu engin opin færi eða opnanir þannig að þetta er mjög skrítið. Við fáum ágætis möguleika líka. Sköpum okkur fín færi og komust aftur fyrir þá. En eins og svo oft áður þá náum við ekki að klára þetta sem er í sjálfu sér vonbrigði. Við erum lítið effektívir fyrir framan mark andstæðinganna. En vonandi smellur þetta í lokin hjá okkur.“ Sagði Rúnar strax að leik loknum. En er Rúnar með einhver svör til að bæta frammistöðu liðsins í þeim mikilvægu leikjum sem eru á næstunni? „Við þurfum bara að gera betur og vera duglegri fyrir framan mark andstæðinganna. Það er nokkuð ljóst. Síðan fáum við á okkur þrjú mörk fyrir utan teig í dag sem er auðvitað galið atriði. En KA-menn gerðu það nú vel svo það er ekki hægt að taka það af þeim. Úrslit leiksins finnst mér ekki gefa rétta mynd á það hvernig við spiluðum í dag en það er ekkert talað um það þegar þú tapar 4-2.“ „Við getum tekið það sem stjórnum þessu liði hvað við séum að gera vel og hvað við getum gert betur. Við töpum þessum leik sem var mikilvægur fyrir okkur upp á þessa baráttu til að komast aðeins á undan þessum liðum sem eru í hættu á að falla. Núna er það bara þessi þétti pakki og við megum ekkert misstíga mikið meira. Við þurfum að eiga góða leiki það sem eftir er og aldrei missa trú á okkar eigin getu.“ Þóroddur Víkingsson skoraði í öðrum leiknum í röð en þessi ungi og efnilegi leikmaður hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum í sumar. Rúnar segist vera ánægður með að fá mörk sama hvaðan þau komi en telur liðið þurfa að gera betur fyrir framan mark andstæðinganna. „Þóroddur skorar í öðrum leiknum í röð sem er bara frábært. Hann klárar og skorar mörk sem er gott. Frábært mark hjá Pétri líka. Fengum náttúrulega tvö, þrjú færi sem að við náum kannski ekki að nýta alveg nógu vel en fáum nokkrar mjög góðar opnanir. Við þurfum bara að nýta þetta betur og skora fleiri mörk. Ef að við fáum á okkur eitt til tvö mörk þá þurfum við að skora allavegana þrjú. Við breytum þessu ekki en getum hins vegar haft áhrif á frammistöðu okkar í næstu leikjum.“ Nú þegar það er lítið eftir ert þú og þitt þjálfarateymi að reyna að finna einhverjar nýjar lausnir eða má reikna með að þið haldið áfram að hamra á því sem þið hafið verið að gera? „Þú hefur engan tíma til að finna eitthvað nýtt. Það er ekki gott fyrir einn eða neinn. Við þurfum að halda áfram að gera það sem við erum að gera vel og byggja ofan á það. Síðan smellur þetta vel í lokin.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti