Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. september 2023 14:15 Auður Ýr Sveinsdóttir er forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Aðsend/Getty Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð. Flugfarþegar kannast eflaust við hversu mikill streituvaldur það getur verið að fara í gegnum öryggisleit flugvallarins og þurfa að muna eftir að taka upp úr handfarangri vökva og tækjabúnað og stundum um miðja nótt og jafnvel í langri biðröð en þessi hluti ferðalagsins heyrir brátt sögunni til því Auður Ýr Sveinsdóttir, forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli, segir að kaup á byltingarkenndum gegnumlýsisbúnaði séu í farvatninu. „Í öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli er framundan stór fjárfesting í nýjum búnaði sem mun bæta gæði flugverndar, sem er nú það sem er mikilvægast fyrir okkur, að farþegarnir komist í gegnum flugvöllinn á sem hættuminnstan hátt á leiðarenda,“ segir Auður. Það sem vakir fyrir Auði er fyrst og fremst að auka öryggi farþega en nýi búnaðurinn mun líka auka þægindi þeirra. „Gæði myndgreiningarinnar á þeim handfarangri sem fer í gegnum þessar vélar verður þannig að það verður ekki þörf á að opna allar töskurnar aftur eins og við höfum verið að gera hingað til og fólk getur þá sett töskurnar óopnaðar hvort sem það er með vökvanum, tölvum eða tækjabúnaði beint þar í gegn.“ En þessi búnaður, sem tekinn hefur verið í gagnið á nokkrum stöðum í Evrópu og Bandaríkjunum, kostar sitt. „Ég held að þetta geti verið fjárfesting upp á einn og hálfan milljarð, já þetta er mjög stór fjárfesting. Þetta eru átta línur og ekki bara þessar vélar sem eru settar þarna á milli. Þetta eru líka færiböndin og hugbúnaðurinn. Þetta er bara mjög stórt verkefni. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Flugfarþegar kannast eflaust við hversu mikill streituvaldur það getur verið að fara í gegnum öryggisleit flugvallarins og þurfa að muna eftir að taka upp úr handfarangri vökva og tækjabúnað og stundum um miðja nótt og jafnvel í langri biðröð en þessi hluti ferðalagsins heyrir brátt sögunni til því Auður Ýr Sveinsdóttir, forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli, segir að kaup á byltingarkenndum gegnumlýsisbúnaði séu í farvatninu. „Í öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli er framundan stór fjárfesting í nýjum búnaði sem mun bæta gæði flugverndar, sem er nú það sem er mikilvægast fyrir okkur, að farþegarnir komist í gegnum flugvöllinn á sem hættuminnstan hátt á leiðarenda,“ segir Auður. Það sem vakir fyrir Auði er fyrst og fremst að auka öryggi farþega en nýi búnaðurinn mun líka auka þægindi þeirra. „Gæði myndgreiningarinnar á þeim handfarangri sem fer í gegnum þessar vélar verður þannig að það verður ekki þörf á að opna allar töskurnar aftur eins og við höfum verið að gera hingað til og fólk getur þá sett töskurnar óopnaðar hvort sem það er með vökvanum, tölvum eða tækjabúnaði beint þar í gegn.“ En þessi búnaður, sem tekinn hefur verið í gagnið á nokkrum stöðum í Evrópu og Bandaríkjunum, kostar sitt. „Ég held að þetta geti verið fjárfesting upp á einn og hálfan milljarð, já þetta er mjög stór fjárfesting. Þetta eru átta línur og ekki bara þessar vélar sem eru settar þarna á milli. Þetta eru líka færiböndin og hugbúnaðurinn. Þetta er bara mjög stórt verkefni.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda