Samningur við matvælaráðuneytið tilraun SKE til að bregðast við fjárskorti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2023 10:17 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir fjárskort vera að baki umdeildum samningi við matvælaráðuneytið. Vísir/Arnar Forstjóri Samkeppniseftirlitsins, SKE, segir það una úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir sem eftirlitið lagði á Brim hf. hafi verið ólögmætar. Hann segir forsendur fyrir samningi við matvælaráðuneytið brostnar og málið birtingarmynd fjársveltingar. „Úrskurðurinn kom nokkuð á óvart vegna þess að við töldum að þetta væri fullkomlega málefnaleg viðleitni af okkar hálfu að gera samning við matvælaráðuneytið. Þarna vorum við að tryggja okkur aukið rekstrarsvigrúm til þess að geta unnið þessa athugun hratt og vel,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Á sama tíma var ráðuneytið að sjá til þess að á sínu málefnasviði væru eftirlitsaðilar í standi til að uppfylla lögbundið hlutverk sitt.“ Ný rannsókn hefjist á næstunni Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í fyrradag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „En við unum þessum úrskurði og munum þá hefja nýja rannsókn á næstunni þar sem við í raun kappkostum að leysa úr þessari athugun og komast að niðurstöðum og skapa aukið gagnsæi í stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Breytingin er sú að við höfum ekki þetta rekstrarsvigrúm sem við höfðum tryggt okkur og þetta mun því væntanlega taka lengri tíma nema okkur áskotnist aukið rekstrarsvigrúm með öðrum hætti,“ segir Páll Gunnar. Eftirlitið ekki hlaupið á sig með gerð samningsins Guðmundur Kristjánsson forstjóri og stærsti eigandi Brims fagnaði í gær úrskurði áfrýjunarnefndarinnar og sagði skýrt að Samkeppniseftirlitið hafi verið að misnota aðstöðu sína. Páll Gunnar segir það þurfa að koma í ljós hvort Brim verði viljugra til að afhenda gögnin þegar ný rannsókn hefst. „Miðað við kæru þeirra til áfrýjunarnefndar var Brim ósátt við þessa fjármögnun og samninginn við ráðuneytið. Það sem við höfum heyrt almennt frá sjávarútveginum eru sjávarútvegsfyrirtæki langflest meðvituð um það að það er mikilvægt fyrir þau og samfélagið að það sé aukið gagnsæi í stjórnunar- og eignatengslum. Ég treysti því að það verði samstaða um það í nýrri athugun.“ Telurðu að þið hafið hlaupið á ykkur með því að gera þennan samning við ráðuneytið? „Nei, það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitinu er mjög þröngur stakkur skorinn í fjárveitingum og við höfum um langa hríð vakið athygli stjórnvalda á því. Við erum bara að reyna að spila eins vel úr þeim spilum sem við höfum og við mögulega getum,“ segir Páll Gunnar. „Nú er kominn úrskurður frá áfrýjunarnefnd sem segir að þetta sé ekki hægt. Þá unum við því og leitum annarra leiða.“ Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Úrskurðurinn kom nokkuð á óvart vegna þess að við töldum að þetta væri fullkomlega málefnaleg viðleitni af okkar hálfu að gera samning við matvælaráðuneytið. Þarna vorum við að tryggja okkur aukið rekstrarsvigrúm til þess að geta unnið þessa athugun hratt og vel,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Á sama tíma var ráðuneytið að sjá til þess að á sínu málefnasviði væru eftirlitsaðilar í standi til að uppfylla lögbundið hlutverk sitt.“ Ný rannsókn hefjist á næstunni Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í fyrradag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „En við unum þessum úrskurði og munum þá hefja nýja rannsókn á næstunni þar sem við í raun kappkostum að leysa úr þessari athugun og komast að niðurstöðum og skapa aukið gagnsæi í stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Breytingin er sú að við höfum ekki þetta rekstrarsvigrúm sem við höfðum tryggt okkur og þetta mun því væntanlega taka lengri tíma nema okkur áskotnist aukið rekstrarsvigrúm með öðrum hætti,“ segir Páll Gunnar. Eftirlitið ekki hlaupið á sig með gerð samningsins Guðmundur Kristjánsson forstjóri og stærsti eigandi Brims fagnaði í gær úrskurði áfrýjunarnefndarinnar og sagði skýrt að Samkeppniseftirlitið hafi verið að misnota aðstöðu sína. Páll Gunnar segir það þurfa að koma í ljós hvort Brim verði viljugra til að afhenda gögnin þegar ný rannsókn hefst. „Miðað við kæru þeirra til áfrýjunarnefndar var Brim ósátt við þessa fjármögnun og samninginn við ráðuneytið. Það sem við höfum heyrt almennt frá sjávarútveginum eru sjávarútvegsfyrirtæki langflest meðvituð um það að það er mikilvægt fyrir þau og samfélagið að það sé aukið gagnsæi í stjórnunar- og eignatengslum. Ég treysti því að það verði samstaða um það í nýrri athugun.“ Telurðu að þið hafið hlaupið á ykkur með því að gera þennan samning við ráðuneytið? „Nei, það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitinu er mjög þröngur stakkur skorinn í fjárveitingum og við höfum um langa hríð vakið athygli stjórnvalda á því. Við erum bara að reyna að spila eins vel úr þeim spilum sem við höfum og við mögulega getum,“ segir Páll Gunnar. „Nú er kominn úrskurður frá áfrýjunarnefnd sem segir að þetta sé ekki hægt. Þá unum við því og leitum annarra leiða.“
Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13