Spáin var opinberuð á kynningarfundi Subway og 1. deildanna í dag. Útsendingu frá fundinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Keflavík fékk 302 stig í spánni en mest var hægt að fá 360 stig. Grannliðið í Njarðvík var í 2. sæti í spánni með 250 stig, átta stigum meira en Íslandsmeistarar Vals.
Þrír nýliðar eru í Subway deildinni í vetur. Ef marka má spána mun Þór Akureyri og Stjörnunni farnast ágætlega en Snæfell falla.
Þórsurum var spáð 6. sætinu og Stjörnukonum því sjöunda. Snæfellingum var aftur á móti spáð tíunda og neðsta sætinu.
Spá forráðamanna fyrir Subway deild kvenna
- Keflavík - 302 stig
- Njarðvík - 250
- Valur - 242
- Haukar - 214
- Grindavík - 187
- Þór Ak. - 127
- Stjarnan - 121
- Fjölnir - 110
- Breiðablik - 102
- Snæfell - 55
Mest var hægt að fá 360 stig en minnst 27.
Fjölmiðlar spáðu einnig fyrir um gengi liðanna og þar var Keflavík einnig á toppnum en bara fjórum stigum á undan Val. Þar var Þór hins vegar spáð tíunda og neðsta sætinu.
Spá fjölmiðla fyrir Subway deild kvenna
- Keflavík - 118 stig
- Valur - 114
- Haukar - 90
- Njarðvík - 78
- Grindavík - 66
- Stjarnan - 47
- Fjölnir - 46
- Breiðablik - 32
- Snæfell - 28
- Þór Ak. - 19
Mest var hægt að fá 132 stig en minnst 11.
Ármanni var spáð sigri í 1. deildinni. Ármenningar fengu 206 stig í spánni en mest var hægt að fá 288 stig. Hamri/Þór var spáð 2. sætinu og KR því þriðja. Aþena var í 4. sætinu.
Spá forráðamanna fyrir 1. deild kvenna
- Ármann - 206 stig
- Hamar/Þór - 198
- KR - 186
- Aþena - 162
- Tindastóll - 124
- ÍR - 74
- Stjarnan U - 46
- Keflavík U - 36
Mest var hægt að fá 288 stig en minnst 24.