Loka Laugardalslaug í tvær vikur vegna viðhalds Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2023 13:39 Lauginni verður lokað í um tvær vikur, frá og með 26. september. Vísir/Vilhelm Laugardalslaug í Reykjavík verður lokað fyrir almenning í tvær vikur frá og með 26. september næstkomandi vegna framkvæmda. Kominn er tími á viðhald. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að sundæfingar og skólasund muni haldast óbreytt þrátt fyrir lokunina. Fram kemur að viðhald á lauginni hafi staðið til í nokkurn tíma. „Viðhaldslokun á útilaugarkeri Laugardalslaugar er löngu tímabær en langt er liðið frá síðustu viðhaldslokun,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður í Laugardalslaug. „Fara þarf í endurbætur á hluta af kýraugum í laugarkeri, koma fyrir þili á milli laugarkera, fara í endurbætur á yfirfallslögn, lagfæringar á flísalögn og ýmis önnur viðhaldsverkefni. Jafnframt verður unnið að ýmsum þrifum sem ekki er hægt að komast í þegar gestir eru í lauginni.“ Steft að því að opna heita potta eins fljótt og hægt er Ennfremur segir að stefnt sé að því að opna heita potta eins fljótt og aðstæður leyfi. „Sundæfingar og skólasund helst óbreytt en meðan á viðhaldslokun stendur munu krakkar í skólasundi og iðkendur sem æfa sund nota gömlu afgreiðsluna, þar sem þeirri nýju verður lokað. Opið verður hjá nuddaranum sem starfar í Laugardalslaug. Samkvæmt verkáætlun tekur verkefnið tvær vikur, en óvissuþættir í verkinu geta haft áhrif á framkvæmdatíma og þann tíma sem laugin þarf að vera lokuð. Upplýsingar verða birtar reglulega á Facebooksíðu og Instagramsíðu Laugardalslaugar, um verkið og hvernig því miðar áfram,“ segir á vef borgarinnar. Nánar um helstu verkliði í Laugardalslaug: Kýraugu- skipta út að minnsta kosti 15 kýraugum í laugarkeri. Þil á milli laugarkera- fjarlægja þil og setja upp nýtt þil undir brú. Með því að aðskilja laugarker með þili eru bundnar vonir við að auðveldara verði að hækka hitastig barnalaugar. Yfirfallsrenna í öllu laugarkeri- hreinsun á rennu með háþrýstiþvotti, viðgerð á rennunni og leki stoppaður á yfirfallslögn þar sem það á við. Lendingarlaug- málun og lagfæringar. Laugarker- lagfæringar á flísum. Sjópottur- áhersla á að fylla í flísalögn með fúgu og hreinsa pottinn vel. Aðrir pottar- hreinsun. Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að sundæfingar og skólasund muni haldast óbreytt þrátt fyrir lokunina. Fram kemur að viðhald á lauginni hafi staðið til í nokkurn tíma. „Viðhaldslokun á útilaugarkeri Laugardalslaugar er löngu tímabær en langt er liðið frá síðustu viðhaldslokun,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður í Laugardalslaug. „Fara þarf í endurbætur á hluta af kýraugum í laugarkeri, koma fyrir þili á milli laugarkera, fara í endurbætur á yfirfallslögn, lagfæringar á flísalögn og ýmis önnur viðhaldsverkefni. Jafnframt verður unnið að ýmsum þrifum sem ekki er hægt að komast í þegar gestir eru í lauginni.“ Steft að því að opna heita potta eins fljótt og hægt er Ennfremur segir að stefnt sé að því að opna heita potta eins fljótt og aðstæður leyfi. „Sundæfingar og skólasund helst óbreytt en meðan á viðhaldslokun stendur munu krakkar í skólasundi og iðkendur sem æfa sund nota gömlu afgreiðsluna, þar sem þeirri nýju verður lokað. Opið verður hjá nuddaranum sem starfar í Laugardalslaug. Samkvæmt verkáætlun tekur verkefnið tvær vikur, en óvissuþættir í verkinu geta haft áhrif á framkvæmdatíma og þann tíma sem laugin þarf að vera lokuð. Upplýsingar verða birtar reglulega á Facebooksíðu og Instagramsíðu Laugardalslaugar, um verkið og hvernig því miðar áfram,“ segir á vef borgarinnar. Nánar um helstu verkliði í Laugardalslaug: Kýraugu- skipta út að minnsta kosti 15 kýraugum í laugarkeri. Þil á milli laugarkera- fjarlægja þil og setja upp nýtt þil undir brú. Með því að aðskilja laugarker með þili eru bundnar vonir við að auðveldara verði að hækka hitastig barnalaugar. Yfirfallsrenna í öllu laugarkeri- hreinsun á rennu með háþrýstiþvotti, viðgerð á rennunni og leki stoppaður á yfirfallslögn þar sem það á við. Lendingarlaug- málun og lagfæringar. Laugarker- lagfæringar á flísum. Sjópottur- áhersla á að fylla í flísalögn með fúgu og hreinsa pottinn vel. Aðrir pottar- hreinsun.
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira