Loka Laugardalslaug í tvær vikur vegna viðhalds Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2023 13:39 Lauginni verður lokað í um tvær vikur, frá og með 26. september. Vísir/Vilhelm Laugardalslaug í Reykjavík verður lokað fyrir almenning í tvær vikur frá og með 26. september næstkomandi vegna framkvæmda. Kominn er tími á viðhald. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að sundæfingar og skólasund muni haldast óbreytt þrátt fyrir lokunina. Fram kemur að viðhald á lauginni hafi staðið til í nokkurn tíma. „Viðhaldslokun á útilaugarkeri Laugardalslaugar er löngu tímabær en langt er liðið frá síðustu viðhaldslokun,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður í Laugardalslaug. „Fara þarf í endurbætur á hluta af kýraugum í laugarkeri, koma fyrir þili á milli laugarkera, fara í endurbætur á yfirfallslögn, lagfæringar á flísalögn og ýmis önnur viðhaldsverkefni. Jafnframt verður unnið að ýmsum þrifum sem ekki er hægt að komast í þegar gestir eru í lauginni.“ Steft að því að opna heita potta eins fljótt og hægt er Ennfremur segir að stefnt sé að því að opna heita potta eins fljótt og aðstæður leyfi. „Sundæfingar og skólasund helst óbreytt en meðan á viðhaldslokun stendur munu krakkar í skólasundi og iðkendur sem æfa sund nota gömlu afgreiðsluna, þar sem þeirri nýju verður lokað. Opið verður hjá nuddaranum sem starfar í Laugardalslaug. Samkvæmt verkáætlun tekur verkefnið tvær vikur, en óvissuþættir í verkinu geta haft áhrif á framkvæmdatíma og þann tíma sem laugin þarf að vera lokuð. Upplýsingar verða birtar reglulega á Facebooksíðu og Instagramsíðu Laugardalslaugar, um verkið og hvernig því miðar áfram,“ segir á vef borgarinnar. Nánar um helstu verkliði í Laugardalslaug: Kýraugu- skipta út að minnsta kosti 15 kýraugum í laugarkeri. Þil á milli laugarkera- fjarlægja þil og setja upp nýtt þil undir brú. Með því að aðskilja laugarker með þili eru bundnar vonir við að auðveldara verði að hækka hitastig barnalaugar. Yfirfallsrenna í öllu laugarkeri- hreinsun á rennu með háþrýstiþvotti, viðgerð á rennunni og leki stoppaður á yfirfallslögn þar sem það á við. Lendingarlaug- málun og lagfæringar. Laugarker- lagfæringar á flísum. Sjópottur- áhersla á að fylla í flísalögn með fúgu og hreinsa pottinn vel. Aðrir pottar- hreinsun. Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að sundæfingar og skólasund muni haldast óbreytt þrátt fyrir lokunina. Fram kemur að viðhald á lauginni hafi staðið til í nokkurn tíma. „Viðhaldslokun á útilaugarkeri Laugardalslaugar er löngu tímabær en langt er liðið frá síðustu viðhaldslokun,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður í Laugardalslaug. „Fara þarf í endurbætur á hluta af kýraugum í laugarkeri, koma fyrir þili á milli laugarkera, fara í endurbætur á yfirfallslögn, lagfæringar á flísalögn og ýmis önnur viðhaldsverkefni. Jafnframt verður unnið að ýmsum þrifum sem ekki er hægt að komast í þegar gestir eru í lauginni.“ Steft að því að opna heita potta eins fljótt og hægt er Ennfremur segir að stefnt sé að því að opna heita potta eins fljótt og aðstæður leyfi. „Sundæfingar og skólasund helst óbreytt en meðan á viðhaldslokun stendur munu krakkar í skólasundi og iðkendur sem æfa sund nota gömlu afgreiðsluna, þar sem þeirri nýju verður lokað. Opið verður hjá nuddaranum sem starfar í Laugardalslaug. Samkvæmt verkáætlun tekur verkefnið tvær vikur, en óvissuþættir í verkinu geta haft áhrif á framkvæmdatíma og þann tíma sem laugin þarf að vera lokuð. Upplýsingar verða birtar reglulega á Facebooksíðu og Instagramsíðu Laugardalslaugar, um verkið og hvernig því miðar áfram,“ segir á vef borgarinnar. Nánar um helstu verkliði í Laugardalslaug: Kýraugu- skipta út að minnsta kosti 15 kýraugum í laugarkeri. Þil á milli laugarkera- fjarlægja þil og setja upp nýtt þil undir brú. Með því að aðskilja laugarker með þili eru bundnar vonir við að auðveldara verði að hækka hitastig barnalaugar. Yfirfallsrenna í öllu laugarkeri- hreinsun á rennu með háþrýstiþvotti, viðgerð á rennunni og leki stoppaður á yfirfallslögn þar sem það á við. Lendingarlaug- málun og lagfæringar. Laugarker- lagfæringar á flísum. Sjópottur- áhersla á að fylla í flísalögn með fúgu og hreinsa pottinn vel. Aðrir pottar- hreinsun.
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira