McCarthy í basli og þingið lamað Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2023 13:53 Kevin McCarthy, ræddi við fjölmiðla eftir fund með þingflokki sínum í gær. Þá sagðist hann kunna að meta áskoranir en ekki eins stórar áskoranir og þessa. „Við verðum bara að halda áfram þar til við klárum þetta.“ AP/J. Scott Applewhite Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mistókst í gær að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í gegnum þingið. Hópur öfgafullra þingmanna Repúblikanaflokksins kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu og er útlit fyrir algera lömun á þingi. Fimm þingmenn Repúblikanaflokksins, sem tilheyra hópi sem á ensku kallast House Freedom Caucus, greiddu atkvæði gegn því að frumvarpið, sem samið var af öðrum Repúblikönum, yrði tekið til umræðu. McCarthy reyndi að fá frumvarpið samþykkt í síðustu viku en dró það til baka skömmu fyrir fyrstu atkvæðagreiðsluna. Þá bætti hann við frumvarpið ákvæðum um niðurskurð á ýmsum sviðum og aukin fjárútlát vegna eftirlits við landamærin við Mexíkó sem leiddi til þess að frumvarpið hefði líklega aldrei farið í gegnum öldungadeildina. AP fréttaveitan segir að til deilna hafi komið um frumvarpið á gólfi þingsins en þetta er hefðbundið frumvarp sem á iðulega greiða leið í gegnum þingið. Að endingu fór atkvæðagreiðslan 212-214. Þingmennirnir hafa einnig gagnrýnt McCarthy harðlega og segjast vilja sjá ítarlega áætlun frá McCarthy um fjárútlát. Meðlimir fulltrúadeildarinnar standa frammi fyrir því að þurfa að samþykkja umfangsmikið frumvarp um fjármögnun ríkisreksturs Bandaríkjanna fyrir 30. september. Náist það ekki þarf að stöðva rekstur ríkisins, með tilheyrandi truflunum fyrir opinbera starfsmenn og almenna íbúa í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn Mike Lawler, Repúblikani, ræddi við fjölmiðla í gær þar sem hann fór hörðum orðum um samstarfsmenn sína. Hann gagnrýndi þá fyrir að vilja stöðva rekstur ríkisins og líkti þeim við trúða og brjálæðinga. Rep. Mike Lawler: This is stupidity. The idea that we re going to shut the government down when we don t control the Senate, we don t control the White House...It s a clown show...You keep running lunatics. You re going to be in this position. pic.twitter.com/5AUEu6GLgv— Republican Accountability (@AccountableGOP) September 19, 2023 Erfiður hópur þingmanna Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og McCarthy hefur átt í miklum vandræðum með hóp öfgaö-hægri meðlima flokksins. Hann þurfti að verða við mörgum kröfum þeirra til að fá embætti þingforseta eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur og samningaviðræður. Síðan þá hafa þessir þingmenn ítrekað gefið í skyn að þeir gætu velt honum úr sessi, hvenær sem er. Ein af þeim kröfum sem McCarthy varð við til að verða þingforseti var að nú þarf eingöngu einn þingmaður að lýsa yfir vantrausti gegn honum til að atkvæðagreiðsla um vantraust fari fram. McCarthy lét nýverið eftir þessum þingmönnum og sagði að Repúblikanar ætluðu að hefja formlega rannsókn á Joe Biden, forseta, og því hvort hann hefði brotið af sér í embætti. Því lýsti hann yfir án þess að halda atkvæðagreiðslu á þinginu um hvort tilefni væri til þess, eins og hann hafði áður sagt að rétt væri að gera. Óljóst er hvort hann hefði yfir höfuð nægilegan stuðning innan eigin þingflokks til að slík tillaga yrði samþykkt. Telur stöðvun koma niður á flokknum Í frétt AP segir að McCarthy hafi ítrekað fyrir þingflokki sínum í gær að stöðvun ríkisrekstursins myndi koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Á fundi þingflokksins sagði McCarthy að frumvarpinu hefði verið áætlað að veita þeim aukinn tíma til að ræða málin frekar. Þó nokkrir þingmenn eru þó sagðir hafa tekið til máls og sagt MacCarthy að núverandi áætlun hans hefði ekki nægan stuðning. Áætlun McCarthy snýst um að tryggja rekstur ríkisins í einn mánuð. Frumvarpið myndi skikka forsvarsmenn ýmissa stofnana til að skera niður um átta prósent. Þann tíma vill McCarthy nota til að semja og samþykkja ítarlegrar og langvarandi frumvarp. Washington Post segir hófstillta Repúblikana, og sérstaklega þingmenn í kjördæmum sem Biden vann árið 2020, segja að þeir hafi ekki ástæðu til að verða við kröfum áðurnefndra öfgamanna á þingi um frekari niðurskurði. Þessir þingmenn saka öfgamennina um að breyta kröfum sínum sífellt eftir að þingmenn vörðu mánuðum í að semja tólf frumvörp sem byggðu á samkomulagi sem McCarthy og Biden gerðu í vor. Það samkomulag kom í veg fyrir það að Bandaríkin færu í greiðsluþrot í fyrsta sinn og fól í sér að ríkisútgjöld til stofnanna, annarra en herafla Bandaríkjanna, yrðu ekkert aukin á næsta ári og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Einn þessara svokölluðu hófstilltu þingmanna segir óþarft að kjósa um önnur frumvörp, án þess að þetta verði samþykkt. Frumvarpið um fjárútlát til varnarmála sé það vinsælasta og í senn auðveldasta að samþykkja. Geti Repúblikanar það ekki, þurfi ekki að greiða atkvæði um önnur frumvörp. Demókratar undirbúa sig fyrir stöðvun Demókratar eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna, þar sem leiðtogar flokksins telja, samkvæmt frétt Politico, að Repúblikanar muni ekki ná að stilla saman strengi sína. Spurningin sé eingöngu hve löng stöðvunin muni vera. Heimildarmenn miðilsins úr röðum Demókrata segja að á þeim bæ sé málið litið þannig að finnist lausn á deilunni, verði Demókratar líklega þurfa að koma að henni. „Ef hann [McCarthy] þarf að losa smá blóð og stöðva rekstur ríkisins, okei. En við vitum öll að það sem mun gerast á endanum er að það verður einhverskonar samkomulag milli flokka,“ sagði einn Demókrati. Innan þingflokks Demókrata eru umræður um hvernig slíkt samkomulag gæti litið út þegar byrjaðar. Í Hvíta húsinu hafa línurnar verið lagðar á þann veg að þrýst verður á McCarthy að standa við samkomulagið sem hann gerði við Biden í vor. Því samkomulagi lýsti McCarthy upprunalega sem miklum sigri fyrir íhaldsmenn áður en hann reyndi að fjarlægja sig frá samkomulaginu í kjölfar gagnrýni frá hans hægri sinnuðustu þingmönnum. Bæði þingmenn Hvíta hússins og starfsmenn Hvíta hússins eru þó sammála um að áhersla verði lögð á að ítreka oft og reglulega fyrir bandarísku þjóðinni að Repúblikanar beri ábyrgð á stöðvun ríkisrekstursins. Óreiða í Repúblikanaflokknum komi niður á bandarísku þjóðinni og stöðvi mikilvægar innviðaframkvæmdir. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Fimm þingmenn Repúblikanaflokksins, sem tilheyra hópi sem á ensku kallast House Freedom Caucus, greiddu atkvæði gegn því að frumvarpið, sem samið var af öðrum Repúblikönum, yrði tekið til umræðu. McCarthy reyndi að fá frumvarpið samþykkt í síðustu viku en dró það til baka skömmu fyrir fyrstu atkvæðagreiðsluna. Þá bætti hann við frumvarpið ákvæðum um niðurskurð á ýmsum sviðum og aukin fjárútlát vegna eftirlits við landamærin við Mexíkó sem leiddi til þess að frumvarpið hefði líklega aldrei farið í gegnum öldungadeildina. AP fréttaveitan segir að til deilna hafi komið um frumvarpið á gólfi þingsins en þetta er hefðbundið frumvarp sem á iðulega greiða leið í gegnum þingið. Að endingu fór atkvæðagreiðslan 212-214. Þingmennirnir hafa einnig gagnrýnt McCarthy harðlega og segjast vilja sjá ítarlega áætlun frá McCarthy um fjárútlát. Meðlimir fulltrúadeildarinnar standa frammi fyrir því að þurfa að samþykkja umfangsmikið frumvarp um fjármögnun ríkisreksturs Bandaríkjanna fyrir 30. september. Náist það ekki þarf að stöðva rekstur ríkisins, með tilheyrandi truflunum fyrir opinbera starfsmenn og almenna íbúa í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn Mike Lawler, Repúblikani, ræddi við fjölmiðla í gær þar sem hann fór hörðum orðum um samstarfsmenn sína. Hann gagnrýndi þá fyrir að vilja stöðva rekstur ríkisins og líkti þeim við trúða og brjálæðinga. Rep. Mike Lawler: This is stupidity. The idea that we re going to shut the government down when we don t control the Senate, we don t control the White House...It s a clown show...You keep running lunatics. You re going to be in this position. pic.twitter.com/5AUEu6GLgv— Republican Accountability (@AccountableGOP) September 19, 2023 Erfiður hópur þingmanna Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og McCarthy hefur átt í miklum vandræðum með hóp öfgaö-hægri meðlima flokksins. Hann þurfti að verða við mörgum kröfum þeirra til að fá embætti þingforseta eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur og samningaviðræður. Síðan þá hafa þessir þingmenn ítrekað gefið í skyn að þeir gætu velt honum úr sessi, hvenær sem er. Ein af þeim kröfum sem McCarthy varð við til að verða þingforseti var að nú þarf eingöngu einn þingmaður að lýsa yfir vantrausti gegn honum til að atkvæðagreiðsla um vantraust fari fram. McCarthy lét nýverið eftir þessum þingmönnum og sagði að Repúblikanar ætluðu að hefja formlega rannsókn á Joe Biden, forseta, og því hvort hann hefði brotið af sér í embætti. Því lýsti hann yfir án þess að halda atkvæðagreiðslu á þinginu um hvort tilefni væri til þess, eins og hann hafði áður sagt að rétt væri að gera. Óljóst er hvort hann hefði yfir höfuð nægilegan stuðning innan eigin þingflokks til að slík tillaga yrði samþykkt. Telur stöðvun koma niður á flokknum Í frétt AP segir að McCarthy hafi ítrekað fyrir þingflokki sínum í gær að stöðvun ríkisrekstursins myndi koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Á fundi þingflokksins sagði McCarthy að frumvarpinu hefði verið áætlað að veita þeim aukinn tíma til að ræða málin frekar. Þó nokkrir þingmenn eru þó sagðir hafa tekið til máls og sagt MacCarthy að núverandi áætlun hans hefði ekki nægan stuðning. Áætlun McCarthy snýst um að tryggja rekstur ríkisins í einn mánuð. Frumvarpið myndi skikka forsvarsmenn ýmissa stofnana til að skera niður um átta prósent. Þann tíma vill McCarthy nota til að semja og samþykkja ítarlegrar og langvarandi frumvarp. Washington Post segir hófstillta Repúblikana, og sérstaklega þingmenn í kjördæmum sem Biden vann árið 2020, segja að þeir hafi ekki ástæðu til að verða við kröfum áðurnefndra öfgamanna á þingi um frekari niðurskurði. Þessir þingmenn saka öfgamennina um að breyta kröfum sínum sífellt eftir að þingmenn vörðu mánuðum í að semja tólf frumvörp sem byggðu á samkomulagi sem McCarthy og Biden gerðu í vor. Það samkomulag kom í veg fyrir það að Bandaríkin færu í greiðsluþrot í fyrsta sinn og fól í sér að ríkisútgjöld til stofnanna, annarra en herafla Bandaríkjanna, yrðu ekkert aukin á næsta ári og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Einn þessara svokölluðu hófstilltu þingmanna segir óþarft að kjósa um önnur frumvörp, án þess að þetta verði samþykkt. Frumvarpið um fjárútlát til varnarmála sé það vinsælasta og í senn auðveldasta að samþykkja. Geti Repúblikanar það ekki, þurfi ekki að greiða atkvæði um önnur frumvörp. Demókratar undirbúa sig fyrir stöðvun Demókratar eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna, þar sem leiðtogar flokksins telja, samkvæmt frétt Politico, að Repúblikanar muni ekki ná að stilla saman strengi sína. Spurningin sé eingöngu hve löng stöðvunin muni vera. Heimildarmenn miðilsins úr röðum Demókrata segja að á þeim bæ sé málið litið þannig að finnist lausn á deilunni, verði Demókratar líklega þurfa að koma að henni. „Ef hann [McCarthy] þarf að losa smá blóð og stöðva rekstur ríkisins, okei. En við vitum öll að það sem mun gerast á endanum er að það verður einhverskonar samkomulag milli flokka,“ sagði einn Demókrati. Innan þingflokks Demókrata eru umræður um hvernig slíkt samkomulag gæti litið út þegar byrjaðar. Í Hvíta húsinu hafa línurnar verið lagðar á þann veg að þrýst verður á McCarthy að standa við samkomulagið sem hann gerði við Biden í vor. Því samkomulagi lýsti McCarthy upprunalega sem miklum sigri fyrir íhaldsmenn áður en hann reyndi að fjarlægja sig frá samkomulaginu í kjölfar gagnrýni frá hans hægri sinnuðustu þingmönnum. Bæði þingmenn Hvíta hússins og starfsmenn Hvíta hússins eru þó sammála um að áhersla verði lögð á að ítreka oft og reglulega fyrir bandarísku þjóðinni að Repúblikanar beri ábyrgð á stöðvun ríkisrekstursins. Óreiða í Repúblikanaflokknum komi niður á bandarísku þjóðinni og stöðvi mikilvægar innviðaframkvæmdir.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira