Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 11:50 Guðmundur Kristjánsson og Brim felldu Samkeppniseftirlitið og nú telur það forsendur samnings við matvælaráðuneytið brostnar. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri eftirlitsins. Vísir/Vilhelm/Arnar Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í gær að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. Var strax harður á því að fyrirkomulagið gæti ekki staðist lög Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims, fagnar úrskurðinum og segir hann alveg skýran. „Þegar ég frétti þetta í sumar, að við værum komin með þrjár og hálfa milljón í sekt á dag, þá fannst mér þetta mjög óeðlilegt og ekki rétt. Ég var strax harður á því að þetta gæti ekki staðist samkvæmt lögum, að það væri hægt að nota framkvæmdavald, sem hefur miklar rannsóknarheimildir og mikla ábyrgð eins og Samkeppniseftirlitið, svona. Samkeppniseftirlitið hefur mikla ábyrgð og er mikilvæg stofnun í samfélaginu, en það verður að gæta að sér og má ekki misnota aðstöðu sína. Ég tel að þarna hafi komið skýrt fram að Samkeppniseftirlitið var að misnota sína aðstöðu. Eftirlitið hættir við Samkeppniseftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum þar sem segir að að úrskurðinum gengnum líti Samkeppniseftirlitið svo á að forsendur séu brostnar fyrir samningi eftirlitsins við matvælaráðuneytið og muni óska eftir viðræðum við ráðuneytið um lok hans. Með hliðsjón af framangreindu og í ljósi úrskurðar áfrýjunarnefndar hafi eftirlitið í hyggju að hefja nýja athugun á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt muni Samkeppniseftirlitið óska að nýju upplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum, en með því gefist hlutaðeigandi fyrirtækjum færi á að endurnýja og eftir atvikum bæta við fyrri svör. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í gær að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. Var strax harður á því að fyrirkomulagið gæti ekki staðist lög Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims, fagnar úrskurðinum og segir hann alveg skýran. „Þegar ég frétti þetta í sumar, að við værum komin með þrjár og hálfa milljón í sekt á dag, þá fannst mér þetta mjög óeðlilegt og ekki rétt. Ég var strax harður á því að þetta gæti ekki staðist samkvæmt lögum, að það væri hægt að nota framkvæmdavald, sem hefur miklar rannsóknarheimildir og mikla ábyrgð eins og Samkeppniseftirlitið, svona. Samkeppniseftirlitið hefur mikla ábyrgð og er mikilvæg stofnun í samfélaginu, en það verður að gæta að sér og má ekki misnota aðstöðu sína. Ég tel að þarna hafi komið skýrt fram að Samkeppniseftirlitið var að misnota sína aðstöðu. Eftirlitið hættir við Samkeppniseftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum þar sem segir að að úrskurðinum gengnum líti Samkeppniseftirlitið svo á að forsendur séu brostnar fyrir samningi eftirlitsins við matvælaráðuneytið og muni óska eftir viðræðum við ráðuneytið um lok hans. Með hliðsjón af framangreindu og í ljósi úrskurðar áfrýjunarnefndar hafi eftirlitið í hyggju að hefja nýja athugun á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt muni Samkeppniseftirlitið óska að nýju upplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum, en með því gefist hlutaðeigandi fyrirtækjum færi á að endurnýja og eftir atvikum bæta við fyrri svör. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar.
Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Sjá meira
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13