Hafa tröllatrú á fjórðungnum og opna heilsárshótel í Sælingsdal Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2023 21:51 Hjónin Halldóra Árnadóttir og Karl B. Örvarsson reka Dalahótel að Laugum í Sælingsdal. Egill Aðalsteinsson Eftir meira en tveggja áratuga óvissu um framtíð skólabygginganna að Laugum í Sælingsdal er búið að opna þar heilsárshótel. Hótelhaldarar segjast hafa tröllatrú á ferðaþjónustu á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Í fréttum Stöðvar 2 var Dalabyggð heimsótt en skólahaldi lauk í Sælingsdal um síðustu aldamót. Síðan hafa hinar veglegu byggingar að Laugum fyrst og fremst nýst sem sumarhótel. Núna er orðin breyting á. „Hér undanfarin ár hefur bara verið opið þrjá mánuði á ári. En við viljum taka á móti ferðamönnum, gestum og gangandi, innlendum og erlendum, allan ársins hring,“ segir Halldóra Árnadóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Karli B. Örvarssyni, rekur núna Dalahótel að Laugum í samstarfi við Þorvald, bróður Halldóru, og eiginkonu hans, Kamillu Reynisdóttur. Frá Laugum í Sælingsdal. Þar lauk skólahaldi um síðustu aldamót.Egill Aðalsteinsson Þau tóku staðinn á kaupleigu frá Dalabyggð í fyrrahaust, byrjuðu á tiltekt og endurbótum en prófuðu samt að hafa hótelið opið inn í veturinn. „Við sáum það fljótt, og sjáum það bara í dag, að það er algjörlega grundvöllur fyrir því, bara eins og bókanir eru núna fram í desember,“ segir Karl. Þau ætla þó að hafa lokað í janúar og febrúar í vetur og nota tímann til innanhússframkvæmda. Setustofan á hótelinu í SælingsdalEgill Aðalsteinsson „Ástæðan fyrir því að við komum hingað er sú að við höfum tröllatrú á Vesturlandinu og Vestfjörðunum. Þeir eiga svo mikið inni,“ segir Karl. Boðið er upp á 22 herbergi með sérbaði en einnig 24 herbergi með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi. En hverjir gista að Laugum að vetri? „Mest Íslendingar. Þetta er mikið hópar,“ svarar Karl. Sögusvið Dalanna segja þau trekkja að. „Hérna er náttúrlega Sturlunga, Laxdæla, Auður djúpúðga. Og svo höfum við bara út um gluggann dómkirkju álfanna, Tungustapa. Þannig að það er í rauninni saga við hvert fótmál,“ segir Halldóra. Tjaldsvæði er rekið samhliða hótelinu.Egill Aðalsteinsson Það eru þó einkum útlendingarnir sem sækja í Guðrúnarlaug, sem opin er alla daga. Íslendingar kjósa fremur sundlaugina, en að vetri segjast þau hafa hana opna þrjá daga í viku og eru sveigjanleg þegar gesti ber að garði. „Svo eru náttúrlega líka gönguhópar og hjólreiðahópar. Þessir útivistarhópar koma líka til okkar og dvelja jafnvel í nokkra daga,“ segir Halldóra. Þau eru með 12 starfsmenn í vetur en þeir voru 24 mest í sumar og margir koma úr sveitinni. Þau segja Dalamenn gleðjast að sjá líf færast í byggingarnar að vetri. „Heldur betur. Það er ekki annað hægt að segja en að við höfum fengið mjög hlýjar og góðar móttökur hérna. Og það eru miklar væntingar til staðarins og fólk fagnar því að hér skuli vera heilsársstarf,“ segir Halldóra. „Já, Dalamenn hafa tekið vel á móti okkur,“ segir Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2017 lýsti Svavar Gestsson hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn til að treysta byggð í Dalasýslu. Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Dalabyggð Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir. 2. ágúst 2022 08:10 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Dalabyggð heimsótt en skólahaldi lauk í Sælingsdal um síðustu aldamót. Síðan hafa hinar veglegu byggingar að Laugum fyrst og fremst nýst sem sumarhótel. Núna er orðin breyting á. „Hér undanfarin ár hefur bara verið opið þrjá mánuði á ári. En við viljum taka á móti ferðamönnum, gestum og gangandi, innlendum og erlendum, allan ársins hring,“ segir Halldóra Árnadóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Karli B. Örvarssyni, rekur núna Dalahótel að Laugum í samstarfi við Þorvald, bróður Halldóru, og eiginkonu hans, Kamillu Reynisdóttur. Frá Laugum í Sælingsdal. Þar lauk skólahaldi um síðustu aldamót.Egill Aðalsteinsson Þau tóku staðinn á kaupleigu frá Dalabyggð í fyrrahaust, byrjuðu á tiltekt og endurbótum en prófuðu samt að hafa hótelið opið inn í veturinn. „Við sáum það fljótt, og sjáum það bara í dag, að það er algjörlega grundvöllur fyrir því, bara eins og bókanir eru núna fram í desember,“ segir Karl. Þau ætla þó að hafa lokað í janúar og febrúar í vetur og nota tímann til innanhússframkvæmda. Setustofan á hótelinu í SælingsdalEgill Aðalsteinsson „Ástæðan fyrir því að við komum hingað er sú að við höfum tröllatrú á Vesturlandinu og Vestfjörðunum. Þeir eiga svo mikið inni,“ segir Karl. Boðið er upp á 22 herbergi með sérbaði en einnig 24 herbergi með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi. En hverjir gista að Laugum að vetri? „Mest Íslendingar. Þetta er mikið hópar,“ svarar Karl. Sögusvið Dalanna segja þau trekkja að. „Hérna er náttúrlega Sturlunga, Laxdæla, Auður djúpúðga. Og svo höfum við bara út um gluggann dómkirkju álfanna, Tungustapa. Þannig að það er í rauninni saga við hvert fótmál,“ segir Halldóra. Tjaldsvæði er rekið samhliða hótelinu.Egill Aðalsteinsson Það eru þó einkum útlendingarnir sem sækja í Guðrúnarlaug, sem opin er alla daga. Íslendingar kjósa fremur sundlaugina, en að vetri segjast þau hafa hana opna þrjá daga í viku og eru sveigjanleg þegar gesti ber að garði. „Svo eru náttúrlega líka gönguhópar og hjólreiðahópar. Þessir útivistarhópar koma líka til okkar og dvelja jafnvel í nokkra daga,“ segir Halldóra. Þau eru með 12 starfsmenn í vetur en þeir voru 24 mest í sumar og margir koma úr sveitinni. Þau segja Dalamenn gleðjast að sjá líf færast í byggingarnar að vetri. „Heldur betur. Það er ekki annað hægt að segja en að við höfum fengið mjög hlýjar og góðar móttökur hérna. Og það eru miklar væntingar til staðarins og fólk fagnar því að hér skuli vera heilsársstarf,“ segir Halldóra. „Já, Dalamenn hafa tekið vel á móti okkur,“ segir Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2017 lýsti Svavar Gestsson hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn til að treysta byggð í Dalasýslu. Hér má sjá þáttinn í heild sinni:
Dalabyggð Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir. 2. ágúst 2022 08:10 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir. 2. ágúst 2022 08:10
Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54