„Eðlilega fer þetta ekkert vel í fólk“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2023 18:03 Miklar aurskriður féllu á Seyðisfirði í desember 2020. Þar er nú hættustig í gildi vegna mikillar úrkomu. Vísir/Egill Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir stöðuna á Seyðisfirði að miklu leiti svipaða og í gær varðandi hættu á aurskriðum vegna mikillar úrkomu. Húsin sem voru rýmd í gær verði það áfram í dag. Björn ræddi um stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann hefur rætt við sérfræðinga hjá Veðurstofunni og segir að svo virðist sem þeir hafi ekki gríðarlegar áhyggjur af stöðunni vegna þess hve lág grunnvatnsstaðan sé. Það minnki líkurnar á aurskriðum. Fyrir þremur árum urðu miklar aurskriður á Seyðisfirði og í kjölfar þeirra var eftirlit aukið og mælingar gerðar í meiri mæli. Þá hafi verið settar upp ákveðnar bráðavarnir sem ættu að hjálpa að einhverju leiti kæmi til mikilla aurskriða. Spurður um hvort þessar auknu varnir slái á ótta fólks segir Björn að ástand sem þetta skjóti fólki alltaf skelk fyrir bringu. „Eðlilega fer þetta ekkert vel í fólk,“ segir hann, en bendir á að upplýsingagjöf til íbúa hafi verið góð. hafi verið góð. „Ég held að í ljósi þeirra upplýsinga sem hafa komið og þeirrar vinnu sem þarna er unnin, að það hafi bara aukið traustið. Það eru þá meiri líkur á að fólk sé ekki í miklum óróleika,“ Hann segir að samkvæmt því sem hann hafi heyrt frá sérfræðingum þá sé íbúabyggð ekki í hættu. Hins vegar sé ekki verið að aflétta núverandi rýmingu, og að frekari ákvörðun varðandi það verði ekki tekin fyrr en í fyrramálið. Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Veður Almannavarnir Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira
Björn ræddi um stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann hefur rætt við sérfræðinga hjá Veðurstofunni og segir að svo virðist sem þeir hafi ekki gríðarlegar áhyggjur af stöðunni vegna þess hve lág grunnvatnsstaðan sé. Það minnki líkurnar á aurskriðum. Fyrir þremur árum urðu miklar aurskriður á Seyðisfirði og í kjölfar þeirra var eftirlit aukið og mælingar gerðar í meiri mæli. Þá hafi verið settar upp ákveðnar bráðavarnir sem ættu að hjálpa að einhverju leiti kæmi til mikilla aurskriða. Spurður um hvort þessar auknu varnir slái á ótta fólks segir Björn að ástand sem þetta skjóti fólki alltaf skelk fyrir bringu. „Eðlilega fer þetta ekkert vel í fólk,“ segir hann, en bendir á að upplýsingagjöf til íbúa hafi verið góð. hafi verið góð. „Ég held að í ljósi þeirra upplýsinga sem hafa komið og þeirrar vinnu sem þarna er unnin, að það hafi bara aukið traustið. Það eru þá meiri líkur á að fólk sé ekki í miklum óróleika,“ Hann segir að samkvæmt því sem hann hafi heyrt frá sérfræðingum þá sé íbúabyggð ekki í hættu. Hins vegar sé ekki verið að aflétta núverandi rýmingu, og að frekari ákvörðun varðandi það verði ekki tekin fyrr en í fyrramálið.
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Veður Almannavarnir Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira