Vilja stækka Tennishöllina og bæta við sex padel-völlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2023 17:40 Svona gæti padel-vellirnir sex innanhúss litið út. Former arkitektar Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi við Tennishöllina í Kópavogi. Þar stendur til að byggja húsnæði með sex padel-völlum. Framkvæmdastjóri Tennishallarinnar segir mikinn áhuga á íþróttinni sem sé sérstaklega aðgengileg og félagsvæn. Málið var tekið fyrir hjá skipulagsráði þann 13. september. Rebekka Pétursdóttir, arkitekt hjá Former arkitektum, lagði fram umsókn um breytingu á deiliskipulaginu. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um tíu metra frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 fermetra. Nýr aðalinngangur á nýju húsnæði með sex padel-völlum.Former ARKitektar Þá fylgir tillaga að viðbyggingu við Tennishöllina í Kópavogi sem verður alls um 1800 fermetrar að flatarmáli. Skipulagsráð samþykkti með fimm atkvæðum gegn einu að breytingartillagan verði auglýst. Var málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Nýja byggingin sem sótt er um byggingarleyfi fyrir, séð úr lofti.Former arkitektar Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, segir viðbygginguna hluta af því að vilja byggja upp almenningsíþróttamiðstöð í Smáranum. „Við byrjuðum með padel fyrir fjórum árum og þetta hefur gengið hratt. Vellirnir eru meira og minna fullir öll kvöld og helgar. Áhuginn er mikill og við erum að reyna að svara því,“ segir Jónas Páll. Hann lýsir padel sem blöndu af tennis og skvassi. „Nema miklu auðveldari íþrótt. Þess vegna er hægt að mæta á völlinn, spila leik og fá sama kikk og maður fær þegar maður hefur verið lengi í tennis,“ segir Jónas Páll. Vinir og vinahópar mæta Mikið sé um að vinahópar og vinnufélagar mæti í padel enda nái leikmenn fljótt tökum á íþróttinni. „Áhuginn hefur verið mikill, það er stemmning fyrir þessu og fólk að kalla eftir fleiri völlum.“ Þá segir Jónas Páll að metnaður hafi verið lagður í hönnunina við padelvellina tvo sem fyrir eru. Sá metnaður haldi áfram. Þau sæki innblástur til Spánar þar sem padel er spilað utandyra. Þess vegna er lögð áhersla á að sólin fái að kíkja í heimsókn til padelspilara, innan skynsemismarka þó, og padel-spilarar upplifi smá suðræna stemmningu. Tengd skjöl Tillaga_að_breyttu_deiliskipulagiPDF7.4MBSækja skjal Tennis Kópavogur Skipulag Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Málið var tekið fyrir hjá skipulagsráði þann 13. september. Rebekka Pétursdóttir, arkitekt hjá Former arkitektum, lagði fram umsókn um breytingu á deiliskipulaginu. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um tíu metra frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 fermetra. Nýr aðalinngangur á nýju húsnæði með sex padel-völlum.Former ARKitektar Þá fylgir tillaga að viðbyggingu við Tennishöllina í Kópavogi sem verður alls um 1800 fermetrar að flatarmáli. Skipulagsráð samþykkti með fimm atkvæðum gegn einu að breytingartillagan verði auglýst. Var málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Nýja byggingin sem sótt er um byggingarleyfi fyrir, séð úr lofti.Former arkitektar Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, segir viðbygginguna hluta af því að vilja byggja upp almenningsíþróttamiðstöð í Smáranum. „Við byrjuðum með padel fyrir fjórum árum og þetta hefur gengið hratt. Vellirnir eru meira og minna fullir öll kvöld og helgar. Áhuginn er mikill og við erum að reyna að svara því,“ segir Jónas Páll. Hann lýsir padel sem blöndu af tennis og skvassi. „Nema miklu auðveldari íþrótt. Þess vegna er hægt að mæta á völlinn, spila leik og fá sama kikk og maður fær þegar maður hefur verið lengi í tennis,“ segir Jónas Páll. Vinir og vinahópar mæta Mikið sé um að vinahópar og vinnufélagar mæti í padel enda nái leikmenn fljótt tökum á íþróttinni. „Áhuginn hefur verið mikill, það er stemmning fyrir þessu og fólk að kalla eftir fleiri völlum.“ Þá segir Jónas Páll að metnaður hafi verið lagður í hönnunina við padelvellina tvo sem fyrir eru. Sá metnaður haldi áfram. Þau sæki innblástur til Spánar þar sem padel er spilað utandyra. Þess vegna er lögð áhersla á að sólin fái að kíkja í heimsókn til padelspilara, innan skynsemismarka þó, og padel-spilarar upplifi smá suðræna stemmningu. Tengd skjöl Tillaga_að_breyttu_deiliskipulagiPDF7.4MBSækja skjal
Tennis Kópavogur Skipulag Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira