Vilja stækka Tennishöllina og bæta við sex padel-völlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2023 17:40 Svona gæti padel-vellirnir sex innanhúss litið út. Former arkitektar Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi við Tennishöllina í Kópavogi. Þar stendur til að byggja húsnæði með sex padel-völlum. Framkvæmdastjóri Tennishallarinnar segir mikinn áhuga á íþróttinni sem sé sérstaklega aðgengileg og félagsvæn. Málið var tekið fyrir hjá skipulagsráði þann 13. september. Rebekka Pétursdóttir, arkitekt hjá Former arkitektum, lagði fram umsókn um breytingu á deiliskipulaginu. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um tíu metra frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 fermetra. Nýr aðalinngangur á nýju húsnæði með sex padel-völlum.Former ARKitektar Þá fylgir tillaga að viðbyggingu við Tennishöllina í Kópavogi sem verður alls um 1800 fermetrar að flatarmáli. Skipulagsráð samþykkti með fimm atkvæðum gegn einu að breytingartillagan verði auglýst. Var málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Nýja byggingin sem sótt er um byggingarleyfi fyrir, séð úr lofti.Former arkitektar Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, segir viðbygginguna hluta af því að vilja byggja upp almenningsíþróttamiðstöð í Smáranum. „Við byrjuðum með padel fyrir fjórum árum og þetta hefur gengið hratt. Vellirnir eru meira og minna fullir öll kvöld og helgar. Áhuginn er mikill og við erum að reyna að svara því,“ segir Jónas Páll. Hann lýsir padel sem blöndu af tennis og skvassi. „Nema miklu auðveldari íþrótt. Þess vegna er hægt að mæta á völlinn, spila leik og fá sama kikk og maður fær þegar maður hefur verið lengi í tennis,“ segir Jónas Páll. Vinir og vinahópar mæta Mikið sé um að vinahópar og vinnufélagar mæti í padel enda nái leikmenn fljótt tökum á íþróttinni. „Áhuginn hefur verið mikill, það er stemmning fyrir þessu og fólk að kalla eftir fleiri völlum.“ Þá segir Jónas Páll að metnaður hafi verið lagður í hönnunina við padelvellina tvo sem fyrir eru. Sá metnaður haldi áfram. Þau sæki innblástur til Spánar þar sem padel er spilað utandyra. Þess vegna er lögð áhersla á að sólin fái að kíkja í heimsókn til padelspilara, innan skynsemismarka þó, og padel-spilarar upplifi smá suðræna stemmningu. Tengd skjöl Tillaga_að_breyttu_deiliskipulagiPDF7.4MBSækja skjal Tennis Kópavogur Skipulag Padel Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Málið var tekið fyrir hjá skipulagsráði þann 13. september. Rebekka Pétursdóttir, arkitekt hjá Former arkitektum, lagði fram umsókn um breytingu á deiliskipulaginu. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um tíu metra frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 fermetra. Nýr aðalinngangur á nýju húsnæði með sex padel-völlum.Former ARKitektar Þá fylgir tillaga að viðbyggingu við Tennishöllina í Kópavogi sem verður alls um 1800 fermetrar að flatarmáli. Skipulagsráð samþykkti með fimm atkvæðum gegn einu að breytingartillagan verði auglýst. Var málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Nýja byggingin sem sótt er um byggingarleyfi fyrir, séð úr lofti.Former arkitektar Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, segir viðbygginguna hluta af því að vilja byggja upp almenningsíþróttamiðstöð í Smáranum. „Við byrjuðum með padel fyrir fjórum árum og þetta hefur gengið hratt. Vellirnir eru meira og minna fullir öll kvöld og helgar. Áhuginn er mikill og við erum að reyna að svara því,“ segir Jónas Páll. Hann lýsir padel sem blöndu af tennis og skvassi. „Nema miklu auðveldari íþrótt. Þess vegna er hægt að mæta á völlinn, spila leik og fá sama kikk og maður fær þegar maður hefur verið lengi í tennis,“ segir Jónas Páll. Vinir og vinahópar mæta Mikið sé um að vinahópar og vinnufélagar mæti í padel enda nái leikmenn fljótt tökum á íþróttinni. „Áhuginn hefur verið mikill, það er stemmning fyrir þessu og fólk að kalla eftir fleiri völlum.“ Þá segir Jónas Páll að metnaður hafi verið lagður í hönnunina við padelvellina tvo sem fyrir eru. Sá metnaður haldi áfram. Þau sæki innblástur til Spánar þar sem padel er spilað utandyra. Þess vegna er lögð áhersla á að sólin fái að kíkja í heimsókn til padelspilara, innan skynsemismarka þó, og padel-spilarar upplifi smá suðræna stemmningu. Tengd skjöl Tillaga_að_breyttu_deiliskipulagiPDF7.4MBSækja skjal
Tennis Kópavogur Skipulag Padel Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira