Schmeichel ekki hrifinn af hugmyndafræði Arteta þegar kemur að markvörðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2023 08:30 Peter Schmeichel varð fimm sinnum Englandsmeistari, þrívegis enskur bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari með Man Utd. Vísir/Getty Images Peter Schmeichel, margfaldur Englandsmeistari með Manchester United og Evrópumeistari með Danmörku, er ekki hrifinn af uppátæki Mikel Arteta, þjálfara Arsenal. Hann vill deila spilatíma markvarða sinna og jafnvel skipta um markvörð í miðjum leik þó ekkert ami að þeim sem er inn á. Eftir sigur Arsenal á Everton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi var Arteta spurður í stöðu mála er kemur að markvörðum liðsins en David Raya spilaði leikinn í stað Aaron Ramsdale. Sá síðarnefndi hefur verið aðalmarkvörður Arsenal frá 2021 en Raya gekk í raðir félagsins á láni frá Brentford í sumar. Spurður í markverðina sína tvö sagðist Arteta stöðuna eins og allar aðrar á vellinum, og þar deili menn spilatímanum sín á milli. Oftar en ekki gera þjálfarar taktískar breytingar og virðist sem Arteta ætli að gera það með markverðina sína í vetur. Þessu er Peter Schmeichel ekki par hrifinn af. „Ég skil ekki hvernig þjálfari getur komist að þeirri niðurstöðu að það sé frábært að hafa samkeppni um treyju númer eitt. Markmannsstaðan, hún er mjög næm. Þú getur ekki skapað neitt upp á eigin spýtur, þú þarft að bíða eftir að hlutir gerist,“ sagði Schmeichel í viðtali við BBC 5 Live í Bretlandi. Will David Raya's signing create problems for Arsenal?Peter Schmeichel thinks so #BBCFootball pic.twitter.com/4iZoBdRWC0— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 9, 2023 „Þú ert nú að biðja markvörðinn þinn um að sýna og sanna að hann sé betri en hinn markvörður liðsins. Það þýðir að nú þarf markvörðurinn að fara og gera hluti, sem þjálfari þá viltu það ekki.“ „Þetta er eina staðan á vellinum sem þú vilt stöðugleika og öryggi í. Þegar þú ert með samkeppni þá spilar markvörðurinn leiki fyrir sjálfan sig og fyrir stöðuna.“ „Ég skil það ekki. Það sem gerist er að þetta býr til óöryggi hjá báðum markvörðum. Á sama tíma ertu mögulega að búa til slæmt andrúmsloft í búningsklefanum því þetta er hrein og bein samkeppni milli tveggja manna þar sem annar mun spila og hinn mun sitja á bekknum.“ Aaron Ramsdale had started 76 of the last 77 Premier League games, but Mikel Arteta gave David Raya his Arsenal debut in their 1-0 win over Everton.Why shouldn t the goalkeepers have competition just like the players at every other position on the pitch? @mattpyzdrowski— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 18, 2023 „Þeir þurfa að vita að ef hlutirnir misheppnast, sem þeir gera endrum og eins, að þjálfarinn muni bara segja þeim að það sé allt í lagi og að þeir séu enn aðalmarkvörður liðsins. Sem markvörður þarftu þetta sjálfstraust. Ef þú hefur það ekki þá getur þú ertu ekki upp á þitt besta fyrir liðið,“ sagði Schmeichel að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira
Eftir sigur Arsenal á Everton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi var Arteta spurður í stöðu mála er kemur að markvörðum liðsins en David Raya spilaði leikinn í stað Aaron Ramsdale. Sá síðarnefndi hefur verið aðalmarkvörður Arsenal frá 2021 en Raya gekk í raðir félagsins á láni frá Brentford í sumar. Spurður í markverðina sína tvö sagðist Arteta stöðuna eins og allar aðrar á vellinum, og þar deili menn spilatímanum sín á milli. Oftar en ekki gera þjálfarar taktískar breytingar og virðist sem Arteta ætli að gera það með markverðina sína í vetur. Þessu er Peter Schmeichel ekki par hrifinn af. „Ég skil ekki hvernig þjálfari getur komist að þeirri niðurstöðu að það sé frábært að hafa samkeppni um treyju númer eitt. Markmannsstaðan, hún er mjög næm. Þú getur ekki skapað neitt upp á eigin spýtur, þú þarft að bíða eftir að hlutir gerist,“ sagði Schmeichel í viðtali við BBC 5 Live í Bretlandi. Will David Raya's signing create problems for Arsenal?Peter Schmeichel thinks so #BBCFootball pic.twitter.com/4iZoBdRWC0— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 9, 2023 „Þú ert nú að biðja markvörðinn þinn um að sýna og sanna að hann sé betri en hinn markvörður liðsins. Það þýðir að nú þarf markvörðurinn að fara og gera hluti, sem þjálfari þá viltu það ekki.“ „Þetta er eina staðan á vellinum sem þú vilt stöðugleika og öryggi í. Þegar þú ert með samkeppni þá spilar markvörðurinn leiki fyrir sjálfan sig og fyrir stöðuna.“ „Ég skil það ekki. Það sem gerist er að þetta býr til óöryggi hjá báðum markvörðum. Á sama tíma ertu mögulega að búa til slæmt andrúmsloft í búningsklefanum því þetta er hrein og bein samkeppni milli tveggja manna þar sem annar mun spila og hinn mun sitja á bekknum.“ Aaron Ramsdale had started 76 of the last 77 Premier League games, but Mikel Arteta gave David Raya his Arsenal debut in their 1-0 win over Everton.Why shouldn t the goalkeepers have competition just like the players at every other position on the pitch? @mattpyzdrowski— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 18, 2023 „Þeir þurfa að vita að ef hlutirnir misheppnast, sem þeir gera endrum og eins, að þjálfarinn muni bara segja þeim að það sé allt í lagi og að þeir séu enn aðalmarkvörður liðsins. Sem markvörður þarftu þetta sjálfstraust. Ef þú hefur það ekki þá getur þú ertu ekki upp á þitt besta fyrir liðið,“ sagði Schmeichel að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira