Ótrúleg tölfræði Brighton síðan De Zerbi tók við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2023 21:45 De Zerbi á hliðarlínunni á Old Trafford. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Brighton & Hove Albion batt enda á gott heimavallargengi Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar liðin mættust á Old Trafford um liðna helgi. Brighton hefur byrjað tímabilið einkar vel en gengi liðsins undir stjórn Roberto de Zerbi hefur verið magnað. Hinn 44 ára gamli De Zerbi er fæddur í Róm á Ítalíu en hóf þó leikmannaferil sinn með AC Milan í Mílanó. Hann lék aldrei fyrir aðallið félagsins og flakkaði á milli misgóðra liða áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2013. Hann hóf þjálfaraferilinn sama ár og eftir að vinna sig upp á Ítalíu færði hann sig til Úkraínu árið 2021 þegar hann tók við Shakhtar Donetsk. Það var svo í september 2022 sem hann tók við Brighton eftir að Graham Potter færði sig yfir til Chelsea. Síðan þá hefur gengið Brighton verið hreint út sagt dæmalaust. Það eru ekki bara úrslitin sem eru góð heldur eru frammistöður liðsins að sama skapi undraverðar. „Þetta er hætt að koma okkur á óvart,“ sagði Danny Murphy, fyrrverandi miðjumaður Liverpool og núverandi sparkspekingur í sjónvarpsþættinum vinsæla Match of the Day. „Það var auðvelt fyrir Brighton að stýra hraðanum í leiknum og halda í boltann. Brighton gerir þetta mjög vel. Þeir spila ekki aðeins stutt, ef það er svæði til að hlaupa í þá eru leikmenn liðsins tilbúnir til þess, og þeir eru með mikinn hraða. Þetta var mjög yfirveguð frammistaða,“ bætti Murphy við um sigurinn á Old Trafford. Þegar tölfræði liðsins undir stjórn De Zerbi er skoðuð þá er liðið í 3. sæti yfir skoruð mörk, 76 talsins. Liðið er í 1. sæti þegar kemur að skotum (624) og skotum á mark (244). Liðið er í 3. sæti yfir snertingar í teig andstæðinganna (1228), liðið er í 2. sæti þegar kemur að xG (74.7) og í 2. sæti þegar kemur að því að halda í boltann (62 prósent). Not bad at all for Roberto De Zerbi s first year at @OfficialBHAFC Here is how his side s stats rank in the Premier League since he joined the Seagulls pic.twitter.com/13YZoEX31P— Premier League (@premierleague) September 18, 2023 Stóra spurningin er hvort liðið haldi dampi út tímabilið en ef það raungerist stefnir allt í að Brighton spili í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Núverandi tímabil er þó rétt nýhafið og hlutirnir breytast hratt í fótboltaheiminum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Hinn 44 ára gamli De Zerbi er fæddur í Róm á Ítalíu en hóf þó leikmannaferil sinn með AC Milan í Mílanó. Hann lék aldrei fyrir aðallið félagsins og flakkaði á milli misgóðra liða áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2013. Hann hóf þjálfaraferilinn sama ár og eftir að vinna sig upp á Ítalíu færði hann sig til Úkraínu árið 2021 þegar hann tók við Shakhtar Donetsk. Það var svo í september 2022 sem hann tók við Brighton eftir að Graham Potter færði sig yfir til Chelsea. Síðan þá hefur gengið Brighton verið hreint út sagt dæmalaust. Það eru ekki bara úrslitin sem eru góð heldur eru frammistöður liðsins að sama skapi undraverðar. „Þetta er hætt að koma okkur á óvart,“ sagði Danny Murphy, fyrrverandi miðjumaður Liverpool og núverandi sparkspekingur í sjónvarpsþættinum vinsæla Match of the Day. „Það var auðvelt fyrir Brighton að stýra hraðanum í leiknum og halda í boltann. Brighton gerir þetta mjög vel. Þeir spila ekki aðeins stutt, ef það er svæði til að hlaupa í þá eru leikmenn liðsins tilbúnir til þess, og þeir eru með mikinn hraða. Þetta var mjög yfirveguð frammistaða,“ bætti Murphy við um sigurinn á Old Trafford. Þegar tölfræði liðsins undir stjórn De Zerbi er skoðuð þá er liðið í 3. sæti yfir skoruð mörk, 76 talsins. Liðið er í 1. sæti þegar kemur að skotum (624) og skotum á mark (244). Liðið er í 3. sæti yfir snertingar í teig andstæðinganna (1228), liðið er í 2. sæti þegar kemur að xG (74.7) og í 2. sæti þegar kemur að því að halda í boltann (62 prósent). Not bad at all for Roberto De Zerbi s first year at @OfficialBHAFC Here is how his side s stats rank in the Premier League since he joined the Seagulls pic.twitter.com/13YZoEX31P— Premier League (@premierleague) September 18, 2023 Stóra spurningin er hvort liðið haldi dampi út tímabilið en ef það raungerist stefnir allt í að Brighton spili í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Núverandi tímabil er þó rétt nýhafið og hlutirnir breytast hratt í fótboltaheiminum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira