Sport

Mar­lena Radziszewska hljóp rúma 250 kíló­metra og sigraði Bak­garðs­hlaupið 2023

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurvegarinn Marlena Radziszewska.
Sigurvegarinn Marlena Radziszewska. Facebook/icelandbackyardultra

Marlena Radziszewska kom, sá og sigraði Bakgarðshlaupið árið 2023. Hún hljóp alls 38 hringi eða um 254,6 kílómetra. 

Hlaupið tók 38 klukkustundir og var í beinni útsendingu sem og beinni textalýsingu hér á Vísi. Hlaupið fór fram í Heiðmörk en þetta var í 4. sinn sem hlaupið fer fram. Alls tóku 250 manns þátt að þessu sinni.

Elísa Kristinsdóttir var í 2. sæti en hún hljóp 37 hringi. Flóki Halldórsson bældi í brons en hann hljóp 36 hringi. Þau þrjú voru ein eftir frá 31. hring hlaupsins.

Fyrirkomulagið var með sama móti og síðustu ár, keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og hafa klukkustund til þess að klára hann. 

Alltaf er lagt af stað í næsta hring á heila tímanum og gefst því meiri hvíld eftir því hversu snöggur hver hlaupari er með hringinn. Hlaupinu lýkur þegar það er aðeins einn hlaupari eftir.


Tengdar fréttir

Mari í­hugar að hætta hlaupi og eignast börn

Mari Järsk, ein fremsta hlaupa­kona landsins, lauk keppni í morgun í bak­garðs­hlaupi í Heið­mörk eftir 25 hringi. Hún segist nú í­huga að taka sér frí frá hlaupi og huga að barn­eignum.

„Þetta er náttúrulega aldrei heilsusamlegt“

Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer af stað klukkan níu í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks fari meira en 100 kílómetra og hlaupi án svefns langt fram á sunnudag. Það er því ef til vill vert að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á líkamann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×