„Staðráðinn í að borga til baka það traust sem þeir hafa sýnt mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2023 10:01 Haukur Þrastarson hefur meira og minna verið meiddur síðan hann kom til Kielce fyrir þremur árum. epa/ANDREAS HILLERGREN Haukur Þrastarson naut þess til hins ítrasta að snúa aftur á völlinn eftir tæplega árs fjarveru vegna meiðsla. Hann segir að bataferlið hafi gengið vel en fer sér engu óðslega. Haukur sneri aftur á völlinn þegar Kielce vann Unia Tarnow, 45-24, í pólsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Það var fyrsti leikur hans síðan hann sleit krossband í hægra hné í Meistaradeildarleik gegn Pick Szeged 7. desember í fyrra. Áður hafði hann slitið krossband í vinstra hné haustið 2020. „Tilfinningin var ótrúlega góð. Ég er mjög glaður að vera kominn aftur inn á völlinn. Ég var búinn að bíða lengi eftir því,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í gær. „Ég var að vonast til að vera byrjaður að spila undir lok mánaðarins þannig ég er aðeins á undan áætlun. En það er svolítið síðan ég fékk grænt ljós á að fara í „kontakt“. En við höfum ekkert flýtt okkur alltof mikið. Mér sjálfum hefur fundist ég vera klár í smá tíma. Þetta hefur gengið mjög vel og það var ótrúlega gott spila loksins.“ Hauki gekk vel í leiknum á laugardaginn og skoraði fjögur mörk í honum. „Þetta gekk hrikalega vel. Ég spilaði hálftíma og gekk mjög vel. Það er mikill léttir að spila loksins,“ sagði Haukur. Í góðu formi og hnén eru góð Selfyssingurinn stefnir nú að því að ná fyrri styrk og honum finnst hann vera á réttri leið þangað. Haukur flýtir sér hægt í endurkomunni.vísir/vilhelm „Mér finnst ég vera á mjög góðum stað. Ég er í góðu formi og hnén eru góð. Auðvitað mun það taka tíma að komast í toppstand og spilform en mér finnst ástandið mjög gott miðað við allt. Það er mikil vinna framundan að komast á þann stað sem ég vil vera á. En þetta hefur gengið mjög vel og það var stórt skref að byrja að spila og vonandi gengur þetta áfram vel. Ég hef fulla trú á að það sé ekkert alltof langt í að ég komist í toppform,“ sagði Haukur. Þýðir lítið að vera hræddur Sem fyrr sagði hefur Haukur slitið krossband í báðum hnjám og það með skömmu millibili. Hann reynir að hugsa sem minnst um það þegar hann er inni á vellinum. „Það þýðir lítið að vera hræddur en auðvitað hugsar maður út í þetta. Ég viðurkenni að það var alveg fiðringur og stress að spila eftir svona langan tíma. En um leið og þú ert kominn inn á völlinn geturðu ekkert pælt í því. Mér líður mjög vel og er mjög öruggur með þetta. Þegar ég er að spila núna er engin hræðsla í gangi enda myndi það þýða lítið,“ sagði Haukur. Hann segir að fjarvera síðustu mánaða hafa tekið á. „Þetta hefur verið krefjandi og reynt á þolinmæðina. Ég er búinn að vera lengi í burtu og það tekur langan tíma að ná sér af þessu. En þetta hefur gengið hrikalega vel. Ég hef verið rosalega lengi í burtu og misst mikið úr en þá kemurðu bara hungraðri til baka. Ég er hrikalega spenntur að vera byrjaður að spila eftir að hafa verið svona lengi frá.“ Þakklátur fyrir stuðninginn Haukur hefur lítið spilað síðan hann kom til Kielce 2020 en félagið staðið þétt við bakið á honum. Hann langar að endurgjalda það traust sem honum hefur verið sýnt. Haukur hefur verið mikið frá síðan hann kom til Kielce fyrir þremur árum.epa/GEIR OLSEN „Ég hef verið mikið meiddur síðan ég kom en gerði langan samning þannig að það er enn nóg eftir. Ég er staðráðinn í að borga til baka það traust sem þeir hafa sýnt mér. Það er gott að hafa stuðning þegar maður gengur í gegnum svona lagað,“ sagði Haukur. Hugsar ekki mikið fram í tímann Íslenska landsliðið kemur saman um þarnæstu mánaðarmót. Hauk dreymir auðvitað um að snúa aftur í íslensku landsliðstreyjuna en er stendur samt föstum fótum í núinu. „Eins og staðan er núna tekur maður bara einn dag í einu og er bara með hugann við að koma mér út á völlinn, í gott stand og byrja að spila hér. Ég hugsa ekki mikið fram í tímann. Ég var bara að spila fyrsta leikinn um helgina og fer ekkert fram úr mér en auðvitað vonast ég til að vera kominn á það góðan stað þegar þar að kemur,“ sagði Haukur sem hefur verið í sambandi við Snorra Stein Guðjónsson síðan hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Haukur í leik á HM 2019 þegar hann var aðeins átján ára.epa/GEIR OLSEN „Ég hef talað við hann og hann hefur kannað stöðuna á mér. Ég hef ekkert spilað en hann hefur kannað stöðuna á mér varðandi meiðslin. Ég hef átt samtal við hann en svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég er ekkert kominn svona langt.“ Pólski handboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Haukur sneri aftur á völlinn þegar Kielce vann Unia Tarnow, 45-24, í pólsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Það var fyrsti leikur hans síðan hann sleit krossband í hægra hné í Meistaradeildarleik gegn Pick Szeged 7. desember í fyrra. Áður hafði hann slitið krossband í vinstra hné haustið 2020. „Tilfinningin var ótrúlega góð. Ég er mjög glaður að vera kominn aftur inn á völlinn. Ég var búinn að bíða lengi eftir því,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í gær. „Ég var að vonast til að vera byrjaður að spila undir lok mánaðarins þannig ég er aðeins á undan áætlun. En það er svolítið síðan ég fékk grænt ljós á að fara í „kontakt“. En við höfum ekkert flýtt okkur alltof mikið. Mér sjálfum hefur fundist ég vera klár í smá tíma. Þetta hefur gengið mjög vel og það var ótrúlega gott spila loksins.“ Hauki gekk vel í leiknum á laugardaginn og skoraði fjögur mörk í honum. „Þetta gekk hrikalega vel. Ég spilaði hálftíma og gekk mjög vel. Það er mikill léttir að spila loksins,“ sagði Haukur. Í góðu formi og hnén eru góð Selfyssingurinn stefnir nú að því að ná fyrri styrk og honum finnst hann vera á réttri leið þangað. Haukur flýtir sér hægt í endurkomunni.vísir/vilhelm „Mér finnst ég vera á mjög góðum stað. Ég er í góðu formi og hnén eru góð. Auðvitað mun það taka tíma að komast í toppstand og spilform en mér finnst ástandið mjög gott miðað við allt. Það er mikil vinna framundan að komast á þann stað sem ég vil vera á. En þetta hefur gengið mjög vel og það var stórt skref að byrja að spila og vonandi gengur þetta áfram vel. Ég hef fulla trú á að það sé ekkert alltof langt í að ég komist í toppform,“ sagði Haukur. Þýðir lítið að vera hræddur Sem fyrr sagði hefur Haukur slitið krossband í báðum hnjám og það með skömmu millibili. Hann reynir að hugsa sem minnst um það þegar hann er inni á vellinum. „Það þýðir lítið að vera hræddur en auðvitað hugsar maður út í þetta. Ég viðurkenni að það var alveg fiðringur og stress að spila eftir svona langan tíma. En um leið og þú ert kominn inn á völlinn geturðu ekkert pælt í því. Mér líður mjög vel og er mjög öruggur með þetta. Þegar ég er að spila núna er engin hræðsla í gangi enda myndi það þýða lítið,“ sagði Haukur. Hann segir að fjarvera síðustu mánaða hafa tekið á. „Þetta hefur verið krefjandi og reynt á þolinmæðina. Ég er búinn að vera lengi í burtu og það tekur langan tíma að ná sér af þessu. En þetta hefur gengið hrikalega vel. Ég hef verið rosalega lengi í burtu og misst mikið úr en þá kemurðu bara hungraðri til baka. Ég er hrikalega spenntur að vera byrjaður að spila eftir að hafa verið svona lengi frá.“ Þakklátur fyrir stuðninginn Haukur hefur lítið spilað síðan hann kom til Kielce 2020 en félagið staðið þétt við bakið á honum. Hann langar að endurgjalda það traust sem honum hefur verið sýnt. Haukur hefur verið mikið frá síðan hann kom til Kielce fyrir þremur árum.epa/GEIR OLSEN „Ég hef verið mikið meiddur síðan ég kom en gerði langan samning þannig að það er enn nóg eftir. Ég er staðráðinn í að borga til baka það traust sem þeir hafa sýnt mér. Það er gott að hafa stuðning þegar maður gengur í gegnum svona lagað,“ sagði Haukur. Hugsar ekki mikið fram í tímann Íslenska landsliðið kemur saman um þarnæstu mánaðarmót. Hauk dreymir auðvitað um að snúa aftur í íslensku landsliðstreyjuna en er stendur samt föstum fótum í núinu. „Eins og staðan er núna tekur maður bara einn dag í einu og er bara með hugann við að koma mér út á völlinn, í gott stand og byrja að spila hér. Ég hugsa ekki mikið fram í tímann. Ég var bara að spila fyrsta leikinn um helgina og fer ekkert fram úr mér en auðvitað vonast ég til að vera kominn á það góðan stað þegar þar að kemur,“ sagði Haukur sem hefur verið í sambandi við Snorra Stein Guðjónsson síðan hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Haukur í leik á HM 2019 þegar hann var aðeins átján ára.epa/GEIR OLSEN „Ég hef talað við hann og hann hefur kannað stöðuna á mér. Ég hef ekkert spilað en hann hefur kannað stöðuna á mér varðandi meiðslin. Ég hef átt samtal við hann en svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég er ekkert kominn svona langt.“
Pólski handboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira