„Staðráðinn í að borga til baka það traust sem þeir hafa sýnt mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2023 10:01 Haukur Þrastarson hefur meira og minna verið meiddur síðan hann kom til Kielce fyrir þremur árum. epa/ANDREAS HILLERGREN Haukur Þrastarson naut þess til hins ítrasta að snúa aftur á völlinn eftir tæplega árs fjarveru vegna meiðsla. Hann segir að bataferlið hafi gengið vel en fer sér engu óðslega. Haukur sneri aftur á völlinn þegar Kielce vann Unia Tarnow, 45-24, í pólsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Það var fyrsti leikur hans síðan hann sleit krossband í hægra hné í Meistaradeildarleik gegn Pick Szeged 7. desember í fyrra. Áður hafði hann slitið krossband í vinstra hné haustið 2020. „Tilfinningin var ótrúlega góð. Ég er mjög glaður að vera kominn aftur inn á völlinn. Ég var búinn að bíða lengi eftir því,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í gær. „Ég var að vonast til að vera byrjaður að spila undir lok mánaðarins þannig ég er aðeins á undan áætlun. En það er svolítið síðan ég fékk grænt ljós á að fara í „kontakt“. En við höfum ekkert flýtt okkur alltof mikið. Mér sjálfum hefur fundist ég vera klár í smá tíma. Þetta hefur gengið mjög vel og það var ótrúlega gott spila loksins.“ Hauki gekk vel í leiknum á laugardaginn og skoraði fjögur mörk í honum. „Þetta gekk hrikalega vel. Ég spilaði hálftíma og gekk mjög vel. Það er mikill léttir að spila loksins,“ sagði Haukur. Í góðu formi og hnén eru góð Selfyssingurinn stefnir nú að því að ná fyrri styrk og honum finnst hann vera á réttri leið þangað. Haukur flýtir sér hægt í endurkomunni.vísir/vilhelm „Mér finnst ég vera á mjög góðum stað. Ég er í góðu formi og hnén eru góð. Auðvitað mun það taka tíma að komast í toppstand og spilform en mér finnst ástandið mjög gott miðað við allt. Það er mikil vinna framundan að komast á þann stað sem ég vil vera á. En þetta hefur gengið mjög vel og það var stórt skref að byrja að spila og vonandi gengur þetta áfram vel. Ég hef fulla trú á að það sé ekkert alltof langt í að ég komist í toppform,“ sagði Haukur. Þýðir lítið að vera hræddur Sem fyrr sagði hefur Haukur slitið krossband í báðum hnjám og það með skömmu millibili. Hann reynir að hugsa sem minnst um það þegar hann er inni á vellinum. „Það þýðir lítið að vera hræddur en auðvitað hugsar maður út í þetta. Ég viðurkenni að það var alveg fiðringur og stress að spila eftir svona langan tíma. En um leið og þú ert kominn inn á völlinn geturðu ekkert pælt í því. Mér líður mjög vel og er mjög öruggur með þetta. Þegar ég er að spila núna er engin hræðsla í gangi enda myndi það þýða lítið,“ sagði Haukur. Hann segir að fjarvera síðustu mánaða hafa tekið á. „Þetta hefur verið krefjandi og reynt á þolinmæðina. Ég er búinn að vera lengi í burtu og það tekur langan tíma að ná sér af þessu. En þetta hefur gengið hrikalega vel. Ég hef verið rosalega lengi í burtu og misst mikið úr en þá kemurðu bara hungraðri til baka. Ég er hrikalega spenntur að vera byrjaður að spila eftir að hafa verið svona lengi frá.“ Þakklátur fyrir stuðninginn Haukur hefur lítið spilað síðan hann kom til Kielce 2020 en félagið staðið þétt við bakið á honum. Hann langar að endurgjalda það traust sem honum hefur verið sýnt. Haukur hefur verið mikið frá síðan hann kom til Kielce fyrir þremur árum.epa/GEIR OLSEN „Ég hef verið mikið meiddur síðan ég kom en gerði langan samning þannig að það er enn nóg eftir. Ég er staðráðinn í að borga til baka það traust sem þeir hafa sýnt mér. Það er gott að hafa stuðning þegar maður gengur í gegnum svona lagað,“ sagði Haukur. Hugsar ekki mikið fram í tímann Íslenska landsliðið kemur saman um þarnæstu mánaðarmót. Hauk dreymir auðvitað um að snúa aftur í íslensku landsliðstreyjuna en er stendur samt föstum fótum í núinu. „Eins og staðan er núna tekur maður bara einn dag í einu og er bara með hugann við að koma mér út á völlinn, í gott stand og byrja að spila hér. Ég hugsa ekki mikið fram í tímann. Ég var bara að spila fyrsta leikinn um helgina og fer ekkert fram úr mér en auðvitað vonast ég til að vera kominn á það góðan stað þegar þar að kemur,“ sagði Haukur sem hefur verið í sambandi við Snorra Stein Guðjónsson síðan hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Haukur í leik á HM 2019 þegar hann var aðeins átján ára.epa/GEIR OLSEN „Ég hef talað við hann og hann hefur kannað stöðuna á mér. Ég hef ekkert spilað en hann hefur kannað stöðuna á mér varðandi meiðslin. Ég hef átt samtal við hann en svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég er ekkert kominn svona langt.“ Pólski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Haukur sneri aftur á völlinn þegar Kielce vann Unia Tarnow, 45-24, í pólsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Það var fyrsti leikur hans síðan hann sleit krossband í hægra hné í Meistaradeildarleik gegn Pick Szeged 7. desember í fyrra. Áður hafði hann slitið krossband í vinstra hné haustið 2020. „Tilfinningin var ótrúlega góð. Ég er mjög glaður að vera kominn aftur inn á völlinn. Ég var búinn að bíða lengi eftir því,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í gær. „Ég var að vonast til að vera byrjaður að spila undir lok mánaðarins þannig ég er aðeins á undan áætlun. En það er svolítið síðan ég fékk grænt ljós á að fara í „kontakt“. En við höfum ekkert flýtt okkur alltof mikið. Mér sjálfum hefur fundist ég vera klár í smá tíma. Þetta hefur gengið mjög vel og það var ótrúlega gott spila loksins.“ Hauki gekk vel í leiknum á laugardaginn og skoraði fjögur mörk í honum. „Þetta gekk hrikalega vel. Ég spilaði hálftíma og gekk mjög vel. Það er mikill léttir að spila loksins,“ sagði Haukur. Í góðu formi og hnén eru góð Selfyssingurinn stefnir nú að því að ná fyrri styrk og honum finnst hann vera á réttri leið þangað. Haukur flýtir sér hægt í endurkomunni.vísir/vilhelm „Mér finnst ég vera á mjög góðum stað. Ég er í góðu formi og hnén eru góð. Auðvitað mun það taka tíma að komast í toppstand og spilform en mér finnst ástandið mjög gott miðað við allt. Það er mikil vinna framundan að komast á þann stað sem ég vil vera á. En þetta hefur gengið mjög vel og það var stórt skref að byrja að spila og vonandi gengur þetta áfram vel. Ég hef fulla trú á að það sé ekkert alltof langt í að ég komist í toppform,“ sagði Haukur. Þýðir lítið að vera hræddur Sem fyrr sagði hefur Haukur slitið krossband í báðum hnjám og það með skömmu millibili. Hann reynir að hugsa sem minnst um það þegar hann er inni á vellinum. „Það þýðir lítið að vera hræddur en auðvitað hugsar maður út í þetta. Ég viðurkenni að það var alveg fiðringur og stress að spila eftir svona langan tíma. En um leið og þú ert kominn inn á völlinn geturðu ekkert pælt í því. Mér líður mjög vel og er mjög öruggur með þetta. Þegar ég er að spila núna er engin hræðsla í gangi enda myndi það þýða lítið,“ sagði Haukur. Hann segir að fjarvera síðustu mánaða hafa tekið á. „Þetta hefur verið krefjandi og reynt á þolinmæðina. Ég er búinn að vera lengi í burtu og það tekur langan tíma að ná sér af þessu. En þetta hefur gengið hrikalega vel. Ég hef verið rosalega lengi í burtu og misst mikið úr en þá kemurðu bara hungraðri til baka. Ég er hrikalega spenntur að vera byrjaður að spila eftir að hafa verið svona lengi frá.“ Þakklátur fyrir stuðninginn Haukur hefur lítið spilað síðan hann kom til Kielce 2020 en félagið staðið þétt við bakið á honum. Hann langar að endurgjalda það traust sem honum hefur verið sýnt. Haukur hefur verið mikið frá síðan hann kom til Kielce fyrir þremur árum.epa/GEIR OLSEN „Ég hef verið mikið meiddur síðan ég kom en gerði langan samning þannig að það er enn nóg eftir. Ég er staðráðinn í að borga til baka það traust sem þeir hafa sýnt mér. Það er gott að hafa stuðning þegar maður gengur í gegnum svona lagað,“ sagði Haukur. Hugsar ekki mikið fram í tímann Íslenska landsliðið kemur saman um þarnæstu mánaðarmót. Hauk dreymir auðvitað um að snúa aftur í íslensku landsliðstreyjuna en er stendur samt föstum fótum í núinu. „Eins og staðan er núna tekur maður bara einn dag í einu og er bara með hugann við að koma mér út á völlinn, í gott stand og byrja að spila hér. Ég hugsa ekki mikið fram í tímann. Ég var bara að spila fyrsta leikinn um helgina og fer ekkert fram úr mér en auðvitað vonast ég til að vera kominn á það góðan stað þegar þar að kemur,“ sagði Haukur sem hefur verið í sambandi við Snorra Stein Guðjónsson síðan hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Haukur í leik á HM 2019 þegar hann var aðeins átján ára.epa/GEIR OLSEN „Ég hef talað við hann og hann hefur kannað stöðuna á mér. Ég hef ekkert spilað en hann hefur kannað stöðuna á mér varðandi meiðslin. Ég hef átt samtal við hann en svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég er ekkert kominn svona langt.“
Pólski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti